Vísir - 30.08.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 30.08.1978, Blaðsíða 2
/ 2 Spurt i Reykjavik: List þér vel' á Olaí Jóhannesson sem forsætisráöherra? l>orlákur (íuömundsson Já, ég held að hann verbi ágætur. Gunnar Fétursson: Já ágætlega. Samt bjóst ég nú ekki viö þessu miöað við kosningaúrslitin. Kmil Sigurjónsson: Hann er ekki verri en hver annar. Hann hefur staðið sig vel i sinu starfi hingaö til. Engla Kristjánsdóttir: Þetta er ágætt fyrst við fengum ekki Lúð- vik sem forsætisráðherra. Ég hefði helst viljað fá hann. Anna Björgvinsdóttir: Ekki sér- lega vel. Ég heföi helst viljaö ein- hvern annan. Miðvikudagur 110. ágúst I!I7X VISIR Hér alþingismaðurinn fyrrverandi svo með lax sem hann fékk á handfæri/ en Karvel hefur frá því í vor verið á skaki frá Bolungarvík. „EG HEF VERIÐ A SKAKI f SUMAR" segir Karvel Pólmason, fyrrverandi alþingismaður,sem sennilega fer að kenna í haust //Ég hef verið á skaki í sumar, frá því eftir kosn- ingar, og held því væntanlega eitthvað áfram", sagði Karvel Pálmason, fyrrverandi a Iþingismaður er við slogum á þráðinn til hans i gær. Karvel býr sem kunnugt er i Bolungarvik, og hefur hann aldrei flutt þaðan þrátt fyrir setu á Alþingi. Karvel sagði að óvist væri hvaö hann tæki sér fyrir hendur, en þó vildi hann ekki útiloka að hann færi aftur i kennslu, en hann starfaði sem barnakennari i Bolungarvik áður en hann tók sæti á Alþingi. ,,Það getur allt gerst i þeim efnum,” sagði Kar- vel. Er hann var spurður um hvernig hefði aflast i sumar, sagði hann það hafa gengið sæmilega, en hann væri á bát með öörum. Meðal annars hefði það komið fyrir að þeir hefðu krækt i lax, og raunar var Kar- vel að koma með einn að landi er ljósmyndari Visis hitti hann að máli við höfnina. Þá sagðist Karvel einnig fara i fótbolta annað slagið, ,,ekki til að keppa, heldur til að létta á sér”. Aður fyrr keppti Karvel með Bolvikingum i islandsmót- inu, en hefur nú hætt þvi. Ekki sagði Karvel að sér litist á ástandið i þjóðmálunum þessa dagana, ,,þetta er orðinn hálf- gerður skripaleikur, og ekki lik- legur til að efla virðingu þing- manna með þjóðinni”, sagði Karvel. Varðandi þaö hvort honum fyndist að þingmenn ættu aö fá laun i einhvern tima eftir að þeir láta af þingmennsku sagði Karvel: ,,Ég vil ekki mikið tjá mig um það, en hins vegar finnst mér nú ekki óeölilegt, að þeir séu eitthvað svipað staddir og aðrir opinberir starfsmenn. Ég þekki ekki eitt einasta stéttarfélag i landinu sem ekki hefur uppsagnarfrest fyrir sina félagsmenn. Það er þvi ekki óeðlilegt frá þeim sjónarhóli séð. En ég er að visu ekki hlut- laus aðili i þessu máli!” Að lokum kvaðst Karvel hafa það gott, og ekki hafa yfir neinu að kvarta þó hann hefði ekki náð endurkjöri til Alþingis, ,,ég drepst ekkert úr ráðaleysi þrátt fyrirþað”, sagði Karvel um leið og hann kvaddi. — AH Matthías Bjarnason leggur fram tillögur um lausn á vanda frystihúsanna: „Vimiðunarverð sé hœkkað í 18%" ,,Þaö kemur ekki til greina frá minni hendi að það veröi ekki gertneitt til lausnar vanda frystihúsanna fyrir 1. septem- ber”, sagði Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra i samtali við Visi en hann hefur lagt fram tillögu i ríkisstjórninni um lausn vandans. „Efni þessarar tillögu er”, sagði Matthias, ,,aö rikisstjórn- in telji óhjákvæmilegt að gera ráðstafanir til að tryggja rekst- ur frystihúsanna og samþykki að freðfiskdeild Verðjöfnunar- sjóðs verði gert kleift að ábyrgj- ast nýtt viðmiðunarverö sem gildi fyrir septembermánuð. Og jafnframt aö fela stjórn Verðjöfnunarsjóðs að gera tillögur um slikt viðmiðunar- verö. Þessi ráöstöfun sé gerö á þeim forsendum að ekki komi til greiöslu úr ríkissjóði vegna þessarar ábyrgðar enda liggji fyrir skoðun allra st jórnmála- flokka aö ekki verði komist hjá lækkun á skráöu gengi krónunn- ar og staðið undir greiðslum sem þessi ákvöröun hefur í för með sér” Matthias sagöi að gengisfell- ingin sem væri væntanleg ætti að greiða þessa hækkun á viðmiðunarverði fyrir septem- bermánuð. Hann minnti á að rikisstjórnin hefði fyrr i sumar ábyrgst 11% greiðslu af viðmiöunarveröi úr freðfisk- deildinni að höföu samráði við formenn stjórnarandstöðu- flokkanna. „Þetta var gert á þeirri forsendu að gengishagn- aður væntanlega yrði notaður til að standa undir þessari ábyrgð. Þessi samþykkt fellur úr gildi 31. ágúst og þá myndi tekjur frystiiðnaðarins lækka um 11% ef ekkert yröi aö gert. Þegar ekki er um flóknari ráðstafanir aö ræða til að leysa þennan vanda i bráö en þetta tel ég enga ástæðu til þess að þær séu ekki geröar til aö koma f veg fyrir stöövun útflutningsat- vinnuveganna og atvinnuleysi þúsunda landsmanna” Matthias sagði að það hefði ekki orðið beint ágreiningur um þessa tillögu i rikisstjórninni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu verið á þvi að þetta yrði Matthfas Bjarnason lýsti þeirri skoðun sinni fyrst opinberlega á beinni linu Visis að þessi rikisstjórn þyrfti að gera efnahagsráðstaf- anir fyrir 1. september drægist myndun nýrrar stjórnar. Nú hefur ráðherra lagt tillögu fyrir rikisstjórnina um lausn á rekstrarvanda frystihúsanna. gert en framsóknarmenn heföu hins vegar óskað eftir aö fá að ræða þetta við formenn hinna flokkanna i sambandi við stjórnarmyndunarviðræður. Matthias taldi að þaö þyrfti að afgreiða þessa tillögu i rikis- stjó rninni i dag eða i siðasta lagi á morgun. Ráðherra sagði að það væri nokkurn veginn ljóst hvað viðmiðunarverö þyrfti að vera og hann teldi aö ábyrgð rikissjóös þyrfti að hækka úr 11% i 18%. — KS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.