Vísir - 30.08.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 30.08.1978, Blaðsíða 7
Umsjón Guðmundur Pétursson 3 LURIE USA og Sovét- ríkin jafnöfíug hernaðarlega áríð 1985 1985 munu Bandarikin hafa glatað yfirburðum sinum yfir Sovétrikin i eign kjarnorkueldflauga en geta samt tekið ræki- lega á móti ef á þau verður ráðist. Þetta kemur fram i nýrri skýrslu Washingtonstjórnarinn- ar, þar sem segir, að þessi tvö stærstu hernaðarveldi heims, Bandarikin og Sovétrikin muni standa nær jafnfætis aö sjö árum liðnum i hæfni til þess að hitta hvaða skotmark sem þau vilja með langdrægum kjarnorku- hlöðnum eldflaugum. Það er Vopnaeftirlits- og af- vopnunarráðið sem sent hefur þessa skýrslu frá sér. Sem for- sendu að þessari framtiðarspá gefur ráðið sér, að Bandarikin muni undirrita nýtt samkomulag við Sovétrikin um takmarkanir kjarnorkuvopna. Ráðiö ályktar i ljósi þessarar spár aö i versta falli gæti farið svo ef Bandarikin sættu árás, þegar þarna væri komið sögu, að 90% af eldflaugaskotstæðum á landi eyðilegðust. Nóg skotfæri væru samt eftir til þess að hirta árásaraðilann og sú staðreynd hlyti að draga úr árásarhneigð óvina. Segir i skýrslunni að þegar árið 1985 renni upp, verði Bandarikin enn öflugri hernaöarlega en þau eru i dag, þótt Sovétrikin muni standa þeim jafnfætis á sviði eld- flauga. Börn innflytjenda látin þrœla myrkr- anna í milli Ein af starfsnefndum Sameinuðu þjóðanna fjallar þessa dagana um skýrslu um bama- þrælkun i mörgum löndum, þar á meðal Suður-Amerikulönd- um, Bandarikjunum og Thailandi. Skýrsla þessi var lögö fram af breskum samtökum, sem berj- ast gegn þrælahaldi, og segir i henni, að börn innflytjenda til Bandarikjanna séu oft farin að vinna tæplega fimm ára gömul og algengt, að þau séu komin i fulla vinnu tólf ára. Þræla myrkranna i milli. t skýrslunni er vitnað i rann- sókn árið 1971, sem leiddi i ljós, að 300.000 börn innflytjenda i Bandarikjunum hafa unnið myrkranna á millialla sjö daga vikunnar. í Thailandi frelsaði lögreglan fyrr á þessu ári 60 börn á átta ára aldrinum úr verksmiöju, þar sem þau þræluðu við að lima saman pappirsfigúrur fyrir 23 krónur til 230 króna á viku. Þjdna húsbændunum til sængur. Skýrslán nefnir einnig dæmi um indiánabörn i Boliviu og öðr- um Suður-Amerikulöndum, sem oft eru keypt af fjölskyldum ■þeirra eða ættflokkum til þess að gegna ólaunuðum þjónustu- störfum á heimili nýja „eigand- ans”. Þessi börn ganga undir nafninu „Criadas”. I ýmsum tilvikum njóta þau ástrikis og góðs aðbúnaðar og eigendurnir koma þeim til nokkurra mennta. — ,,I öörum tilvikum eruþau réttir og sléttir þrælar. Stúlkubörnin eru látin þjóna sonum húsbændanna til sængur, fá ekki að gifta sig og verði þær barnshafandi veröur nýja barn- ið einnig „Criadas”, segir i skýrslunni. Barnaár Sameinuðu þjóðanna Arið 1979 verður barnaár Sameinuðu þjóðanna og ætlar þessi alþjóöastofnun að nota tækifærið til þess að vekja at- hygli á þvi hvaða munur sé á dauðum lagabókstafnum og bláköldum raunveruleikanum. Ft ÝJA ANGÓIA TIL S-AFRIKU Suður-Afrikustjórn segir, að hermenn frá Angóla hafi haldið uppi skothrið yfir landamæri Suðvestur-Afriku (Namibiu) á hundruð flóttamanna, sem flúið höfðu Angóla. Þessi skothrið er sögð hafa átt sér staö i gærkvöldi, þegar 400 flóttamenn frá Angóla fóru yfir landamæri Namibiu. Fólk þetta flúði, þegar stjórnarher Angóla og Kúbuhermenn héldu innreiö sina i landamærabæinn, Calai. Flóttafólkið segir, að aust- ur-þýskir hermenn hafi aðstoðað Kúbudátana og stjórnarliða i að reyna að hindra flóttann. Jan Geldhuys, hershöfðingi i her S-Afriku, sagði, að skothrið- inni hefði einnig verið beint að unglingabúðum i bænum Rundu I Suðvestur-Afriku. Kúlnagöt höföu komið á einstök tjöld, en engan sakaði þó. Alþjóða Rauða krossinum hefur verið gert kunnugt um veru flóttafólksins. Svo virðist sem stjórnarher An- góla hafi dregið lið að bænum Calai og nágrenni til þess að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðum uppreisnaraflanna, sem hafa veriö öflugastir i suður- hluta Angóla. Vill hvorki kórónu né burðarstólinn Jóhannes Páll páfi virðist ætla að verða trúr sinu fyrra litillæti frá þeim tima, er hann var sveitarprestur fá- tækrar sóknar. Hefur hann visað á bug öllu prjálinu, sem fylgir krýningu nýs páfa, og valið i staðinn einfalda guðsþjónustu undir ber- um himni. Páfagaröur staðfesti i gær að i , fyrstasinn i nútimasögukaþólsku kirkjunnar yröi leiötogi hennar ekki krýndur með heföbundnu pompi og pragti.' Jóhannes Páll vill ekki setja kórónuna þreföldu á höfuð sér, heldur lætur hann sér nægja biskupsmítur. Hann vill ekki láta bera sig I burðarstóli páfa frá guðsþjónustu á sunnudögum i Péturskirkjunni, heldur lætur sér nægja sina tvo jafnfljótu. Þeim, sem minnast hans úr prestskaphans á Noröur-Italiu og einnig frá biskupsárunum og þeim tima, sem hann var patri- Geimfararnir sovésku og sá austur-þýski sem tengdu Soyuz-geimfar sitt við Saljut-geim- stöðina fyrir fjórum dögum, munu snúa aftur til jarðar i öðru geim- fari. Eftír sjö daga dvöl I geimnum munu þeir fara aftur til jaröar i Soyuz-29, sem fluttí tvo sovéska arki Feneyja, þykir þessar ákvarðanir sérlega likarhonum. — Það var á slnum tima haft eftir borgarstjóra Feneyja, að patri- arkinn væri svo litillátur og frá- bitinn prjáli, að tíl vandræöa væri. geimfara upp i Saljut-6 þann 15. júni. Hinsvegar verður Soyuz-31 notaöur til kyndugrar tilraunar eftir að þeir félagar John og Bykovsky verða komnir aftur til jarðar. Meö fjarstýrisbúnaði verður Soyuz-31 losaður frá aftur- enda geimstöövarinnar ogfluttur tíl þess að tengjast viö framend- ann. Afturendinn verður þá laus fyrir annað geimfar, sem flytja skal birgðir upp í geimstöðina. Það birgðageimskip er eins og sténdur i smiöum i Baikonur. Skipta um geimför

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.