Vísir - 30.08.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 30.08.1978, Blaðsíða 10
1° VÍSIR utgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davlfl Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: ••GUflmundur Pífurssor, Umsjón mefl helgarblafli: Arni Þórarinsson. Blafla- Guðjón Arrtgrimsson, Jón Einar Gufliónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kfartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Öskar Haf steinsson, Magnús Olaf sson. Auglýsinga-og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuði innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Verð i lausasölu kr. 100 Simar 86611 og 82260 eintakið. Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Á nœsta kynslóð að borga víxilinn? Gengisfellingin, sem þjóðin hef ur átt von á í eina tvo mánuði. mun brátt verða að veruleika. Tilgangurinn með henni á að vera sá að skrá formlega hið raun- verulega gengi krónunnar, 15-20% lægra en það er nú skráð. Þannig hyggjast menn leysa vanda útflutn- ingsatvinnuveganna, og þó sérstaklega f iskvinnslunn- ar. En eins og bent hef ur verið á hér i Vísi verður vand- inn ekki leystur til frambúðar með gengisbreytingu. Hún verður að vera liður í samræmdum efnahagsað- gerðum og meginmarkmiðið hlýtur að vera að ráðast að meinsemd efnahagslífsins, verðbólgunni. Ein áhrifamesta leiðin til þess er að rifa seglin á þjóðarskútunni, — hægja á ferðinni. Ef af alvöru yrði ráðist i að minnka ríkisbáknið yrði jafnframt hægt að skera niður einhverja tekjustofna ríkisins og minnka skattheimtuna. í því sambandi var hér á dögunum bent á vörugjaldið. Með því að fella það niður yrði hægt að vega uppá móti afleiðingum gengisfellingar- innar. En jafnf ramt því sem sá tekjustofn yrði úr sög- unni yrði ríkið að skera niður útgjöld stn sem því næmi. Ríkisútgjöld er auðvitað hægt að endurskoða og þeim er hægt að breyta. Það er út i hött fyrir stjórnvöld að hvetja þegna þjóðfélagsins til ýtrustu varúðar varðandi fjárfest- ingu og umsvif, á sama tima og opinberir aðilar auka enn á spennuna í efnahagslífinu og taka hverja skóflustunguna af annarri vegna fjárfrekra verk- efna. í stað þess að draga úr þenslu hins opinbera kerf is hafa aukin umsvif verið fjármögnuð með skatt- heimtu, — sifellt þyngri skattabyrði á einstaklinga og fyrirtæki. Auk þessefnir ríkissjóður svotil stöðugrar samkeppni við sjálfstæðan atvinnurekstur um fjármagnið, meðal annars með sölu happdrættis- skuldabréfa og verðtryggðra spariskírteina. Ef þetta dugar ekki til, taka ráðamenn erlend lán og velta þannig vandanum yfir á þá kynslóð, sem nú er að komast á legg. Þjóðin nær varla að standa undir vöxtum af erlendu lánunum, hvað þá af borgunum, án þess að slá ný lán. Svo virðist sem mönnum sé sama um framtíð barna sinna, ef þeir geta aðeins sjálfir lifað í vellystingum. Við lifum um efni fram, eyðum meiru en við öflum, og með því að framlengja veisluvíxilinn sjáum við til þess að hann verði ekki á gjalddaga fyrr en börnin okkar og barnabörnin verða tekin við þjóðarskútunni. Þannig ýta menn vandanum á undan sér, og halda veislunni áf ram með þvi að skrif a kostnaðinn á reikn- ing næstu eða þarnæstu kynslóðar. Við verðum að hætta þessum leik. Raunsæi verður að ráða ferðinni; markvisst verður að minnka þensl- una i þjóðfélaginu. Það er ekki nóg að ráðamenn séu sammála um að þörf sé á að minnka ríkisútg jöldin. Þeir verða að sýna sjálf ir viðleitni og ábyrgð, jafnvel þóttbrýreða hafnir í kjördæmum þeirra yrðu meðal þess, er strikað yrði út af f járlögum um sinn. Viðgetum ekki sigrast á vandamálum efnahagslífs- ins,ef allir kref jast sífellt hærri launa og meiri f ram- kvæmda. Ef haldið verður áf ram í þeim dúr, sökkvum við stöðugt dýpra í skuldafenið. Miövikudagur 30. ágúst 1978 VISIR „Fólk skreið á maganum um alla ganga, og nokkrir komu hlaupandi inn á stoíu til okkar og fengu að liggja á gólfinu til þess að kúlurnar hæfðu þá ekki”, sagði Sigrfður. Hermenn stjórnarinnar kanna Intercontinentak-hótelið, eftir að skæruliðar höfðu reynt að skjóta þaðan eldflaug á vopnabirgðastöð hersins. Fólk skreið ó maganum um alla ganga" höfðu komið sér fyrir i, sprakk i loft upp. Hermenn stjórnarinnar komu og umkringdu svæðið i kringum hótelið, og hófu siðan að skjóta á það. Fólk skreið hér á maganum um alla ganga, og nokkrir komu hlaupandi inn á stofu til okkar og fengu að liggja á gólfinu til þess að kúlurnar hæfðu þá ekki. Þrjár alsaklausar manneskjur, sem voru á svæðinu i kringum hótelið þegar hermenn- irnir króuðu það af, létu lifið af skotsárum”. — AHO segir íslensk kona, sem rekur hórgreiðslustofu í Managua, höfuðborg Nicaragua, þar sem skœruliðar hafa lótið til sín taka Allt hefur veriö á öðrum endanum í Managua, höfuöborg Nicaragua, undanfarið, og hafa fréttir af látunum þar varla faríö framhjá neinum. Skæruliðar, sem hafa það að markmiði að binda endi á stjórn Anastsio Somoza, forseta, hafa gripið til ýmissa ráða til að ná þvi markmiði. Nú siðast réðust þeir inn i þjóðarhöllina i Managua, tóku fjölda gisla, og kröfðust þess, að þeir fengju tiu milljónir aollara, og flugvél til að flytja þá úr landi. Einnig heimtuðu þeir, að 59 pólitiskir fangar yrðu látnir lausir. Stjórnin lét undan kröfun- um, og er skæruliðarnir héldu úr landi til Panama, voru þeir hylltir eins og þjóðhetjur. Visir hafði samband við is- lenska konu, Sigriði Loftsdóttur, sem hefur verið búsett i Managua um nokkurt skeið, og rekið hár- greiðslustofu á Intercontinental hótelinu þar. Sigriðursagðist ekki hafa orðið mikið vör við hama- ganginn i höfuðborginni nú allra siðustu daga. Hins vegar hefði orðið heilmikið uppistand á Inter- continental hótelinu i lok siðasta mánaðar. „Einhverjir skæruliðanna leigðu herbergi á sjöundu hæð hótelsins, og reyndu að skjóta eldflaug á vopnabirgðastöö hers- ins, sem er við hliðina á hótelinu” sagði Sigriður. „Tilraunin mis- tókst, en herbergið, sem þeir Sigriður Loftsdóttir hefur veriö búsett i Managua um nokkurt skcið og rekur hárgreiðslustofu á Intercontinental-hótelinu þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.