Vísir - 07.09.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 07.09.1978, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 7. september 1978 VISIR Hvað eru margir Ijósa- staurar i Reykjavík? l(Rétt svar: i kringum 15 þúsund). K.V Halla Magnúsdóttir nemi: | ,,Ég hef ekki hugmynd um j þaö. Hvað ætti ég nú aö segja? J 20 þúsund”. Jakobína Jónsdóttir nemi: ,,Þaö er ekki gott aö segja. Ég giska á 35 þús. Arni Kristjánsson nemi: ,,Ég veit þaö ekki. Ég held ég segi nú samt aö þeir séu i kringum 400 þúsund” Guðrún Magnúsdóttir vinnur i Sviþjóð: „Ljósastaurar i Reykjavik? Eigum viö ekki aö segja aö þeir séu jafnmargir og ibúarnir?” Ólafur Benediktsson vinnur i ; prentsmiðju: „Hvað margir? Ég skýt á 15 þúsund, eitthvaö : svoleiðis”. Eitt fyrirtœki onnist raforkufromleiðslu og raforkuflutning: Hlynntur minnkandi hlutdeild Reykjavíkur sveitarfélaga eykst,” sagði Sigurjón Péturs- son, forseti borgar- stjórnar, um áætlanir rikisstjórnarinnar i orkumálum. í hinni svonefndu starfslýs- ingu rikisstjórnarinnar segir meðal annars um orkumál: „Komið veröi á fót einu lands- fyrirtæki er annist meginraf- orkuframleiöslu og raforku- flutning um landiö eftir aöal- stofnlfnum. Fyrirtæki þetta veröi í byrjun myndað með samruna Landsvirkjunar, Lax- árvirkjunar og orkuöflunar- hluta Rafmagnsveitna rikisins. Það fyrirtæki yfirtaki allar w I Landsvirkjun ,,Ég er hlynntur minnkandi hlutdeild Reykjavikur i Lands- virkjun að þvi marki sem hlutdeild annarra segir Sigurjón Pétursson um hugmyndir rikisstjórnarinnar um eitt orkufyrirtœki fyrir landið allt virkjanir i eigu rikisins, og stofnlinur”. Reykjavíkurborg á helming- inn i Landsvirkjun og gamli borgarstjórnarmeirihlutinn vár jaf nan á móti sameiningu á borö viö þessa. „Ég get ekki sagt um hver veröa viöbrögö nýja meirihlut- ans viö þessu”, sagöi Sigurjón. „Ég er aðeins að lýsa minni persónulegu skoöun. Ég tel óeölilegt aö eitt sveitarfélag, einsog Reykjavfk, eigi stööugan hluta i fyrirtæki sem á að afla raforku fyrir allt landiö. Ég er þvi ekki á móti þvi aö hlutdeild Reykjavikur minnki. Auk þessá Laxárvirkjun samkvæmt lögum rétt á að ganga inn í þetta fyrir- tæki.” —ÓT segir Birgir ísleifur Gunnarsson sem telur að ríkið eigi að minnka sinn hlut en ekki Reykjavíkurborg ,,Ct af fyrir sig hef ég ekkert á móti því, að önnur sveitarfélög fái aukna hlutdeild i Landsvirkjun. Ég tel hins vegar að það ætti að verða með þeim hætti, að rikið drægi úr sinni eignaraðild”, sagði Birgir ísl. Gunnarsson, borgar- fulltrúi, er hann var spurður álits á framan- greindum ummælum Sigurjóns Péturssonar, forseta borgarstjórnar. „Það hefur sýnt sig að hags- munir Reykjavikurborgar eru best tryggöir meö þvi aö borgin Samþykki aldrei að kostnaðurinn af Kröfluœvintýrinu lendi ó Reykvíkingum hafi sjálf öfluga hlutdeild i raf- orkuframleiöslunni. Reykjavik og nágrenni er öruggusta orku- öflunarsvæöi landsins, — og er ástæöan ekki sist sú, aö borgin hefur alltaf haft frumkvæöiö aö orkuöflun. Ég tel aö varhuga- vert væri að láta þetta frum- kvæöi i annarra hendur”. Varöandi samruna viö Laxár- virkjun sagöi Birgir: „Ég tel nauðsynlegt að fá skýr svör viö þvi, hvort Krafla eigi aö vera þáttur i þessu nýja orkuöflunarfyrirtæki. Ég hef grun um að með þessu sé verið að setja kostnaðinn af Kröflu- ævintýrinu yfirá Reykjvikinga. Þaö mun ég aldrei samþykkja". —GBG. Vilja vinnuveitendur kauplœkkun? „Menn mega túlka yfirlýsinguna eins og þeir vilja" sagði Kristjón Ragnarsson formaður LIÚ „Vinnuveitendasamband tslands leggur áherslu á aö miö- aö viö núverandi rekstrarstööu atvinnuveganna og aö óbreyttu visitölukerfi er enginn grund- völlur fyrir framlengingu kjarasamninga. Þvert á móti myndi framlenging þeirra auka vanda atvinnuveganna, magna veröbólguna og auka atvinnu- leysi" segir i frettatilkynningu frá Vinnuveitendasambandi tslands. Vinnuveitendasambandiö vekur ennfremur athygli á fyrirsjáanlegri útgjaldaaukn- ingu atvinnuveganna vegna ýmissa áforma rikisstjórnar- innar og lýsir undrun sinni yfir þvi, að jafnframt þvi sem rikis- stjórnin viðurkenni aö tryggja þurfi rekstrargrundvöll at- vinnuveganna, þá boöi hún nýja skatta á atvinnurekstur. t samstarfslýsingu rikis- stjórnarflokkanna segir aö rikisstjórnin muni leita eftir samkomulagi viö samtök launa- fólks um framlengingu kjara- samninga til 1. des. 1979. Kristján Ragnarsson formaö- ur Ltú sagöi i viðtali viö VIsi aö þaö væri öllum ljóst aö núver- andi kaupmáttarstigi stæöist ekki. Þaö væri bara blekking, hvort sem mönnum líkaði það betur eöa ver. „Útflutningsatvinnuvegirnir bera ekki þann kostnað sem þeim er ætlaö aö gera. En ef þaö er lausnin til aö halda uppi þessu kaupi sem siöan leiöir til hækkaðs vöruverðs og atvinnu- leysis, þá veröa menn aö gera það upp viö sig. Aöspuröur um það hvort ekki bæri aö túlka þessa tilkynningu sem kröfu um kauplækkun sagöi Kristján aö inönnum væri auövitaö frjálst að túlka þessa tilkynningu eins og þeim sýndist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.