Vísir - 07.09.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 07.09.1978, Blaðsíða 11
vism Fimmtudagur 7. september 1978 n Hvað segja sveitarstjórnarmenn um verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga? „Þingið fellst yfirleitt á tillögur verkefnaskiptinga- nefndar, án þess þó að dæma um einstök atriði,” segir i nefndaráliti verkefna- skiptingarnefndar á landsþingi Sambands islenskra sveita- félaga. Þingið bendir hins vegar á , að auknum verkefnum sveitar- félaga verði að mæta með auknum tekjustofnum. Landsþingið fagnar fyrsta Auknum verkefnum verður oð mœta með ouknum tekjustofnum hluta álitsgerðar verkefna- skiptingarnefndar, en telur að forsenda þess að unnt sé að koma f framkvæmd tillögum nefndarinnar um verka- skiptingu, ,,sé að stjórnsýslukerfinu verði komið i það horf, að undirstaðan verði starfhæfar einingar, sem geti tekið við nýjum verkefnum og leyst þau, þannig að full- nægjandi sé,” Þingið bendir i þessu sambandi á þann möguleika að vandlega verði athuguð stækkun sveitarfélaga og stofnun stærri umdæma, sem komið geti fram á jafnréttis- grundvelli gagnvart rikis- valdinu -BA- „Sveitarfélögin vilja losna við lýmis verkefni segir Bjami Þór Jónsson, bœjarsfjóri m á Siglufírði •II „Hér er mest rætt um það að sveitarfélögin yfirtaki verkefni, sem rikið annast i dag. Það eru lika ýmis verkefni sem sveitar- félögin vilja losna við. Það má nefna sem dæmi sjúkrasamlög- in, en flestir sveitarstjórnar- menn munu þeirrar skoðunar að rikið skuii alfarið taka að sér þær greiðslur sem sjúkrasam- lögin annast i dag”, sagði Bjarni Þór Jónsson bæjarstjóri á Siglufirði er hann var spurður álits á núverandi verkaskipt- ingu rikis og sveitarfélaga. Bjarnikvaðstviljaárétta það, aö þegar talað væri um það að fleiri verkefni flyttust yfir á sveitarfélögin væri ekki um að ræða ásókn i aukin völd til handa sveitarfélögum. Þetta væri miklu fremur ósk um það að fá úr þvi' skorið hver skipt- ingin væri. Aðspurður sagði Bjarni að mörg af þeim verkefnum sem værufjármögnuö bæði af riki og sveitarfélögum væru næstum ofviða fyrir hin siðarnefndu. „Ef ég tek dæmi af Siglufirði, þar sem ég þekki best til, þá er til dæmis hafnargerð gifurlegur baggi á bæjarfélaginu og ég veit að hið sama á við um mörg smærri sveitarfélög. Þau verða að standa undir 1/4 af kostnað- inum á móti rikinu. Þetta á viö um nýbyggingar. Það er annað vandamál sem við á Sigluvirði eigum við að glima. A staðnum eru tuttugu og tvö meira eða minna ónýt sildarplön. Það er gifurlegur kostnaður við að fjarlægja þau. Rikið ber kostn- aðinn með okkur ef ætlunin er að byggja ný í staðinn. Það sér hver i hendi sér að viö ætlum ekki að byggja 22 ný sildarplön, þannig að við verðum að kosta niðurrifið sjálfir. Bjarni telur að rikið megi yflr- taka nokkuð af þvl sem sveitar- félögin fjármagna. Núgildandi lög um hafnar- mannvirki ýta frekar undir ný- byggingar en eðlilegt viðhald á eldri mannvirkjum”. Aðspuröur sagði Bjarni aö Siglufjörður hefði að mörgu leyti farið illa út úr þeirri verk- efnaskiptingu sem nú gilti. „Það er staðreynd að stærri sveitarfélög og þá sérstaklega þau efnaðri hafa meiri mögu- leika á að standa i uppbyggingu og nota rikisframlagið. A minni stöðunum eru oft gífurlegir örðugleikar við það að leggja fram þau 15-25% sem iðulega er ætlast til að sveitarfélögin inni af hendi. Ég tel það mjög brýnt að viö greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði tekið meira tillit til mismunandi tekna sveitarfélaga en gert hefur verið”, sagði Bjarni Þór. _ga fAkvarðanatakan sé \ fíutt nœr íbúunum‘ \ m setjir Alexander Stefánsson sveitarstjóri í Olafsvík „Ég hef átt sæti i flestum þeim nefndum á vegum Sambands is- ienskra sveitarfélaga sem fjall- að hafa um þetta mál. Niöur- stöður þessara nefnda hafa all- ar hnigið að hinu sama, það er að auka þau verkefni sem sveitarfélögin fá og jafnframt að það verði að ieggja áherslu á, að þeim séu tryggðir tekjustofn- ar”, sagði Alexander Stefáns- son aiþingismaður sem er fuil- trúi Óiafsvikur á iandsþinginu. Hann vakti athygli á þvi að eftir væri að fjalla um það hvernig skipta bæri tekjum milli rikis og sveitarféla ga. „Ég held aö það séu flestir ef ekki allir sammála um það að flytja eigi ákvaröanatöku nær ibúum sveitarfélaganna. Þaö er hins vegar ljóst að mörg verk- efni mætti flytja yfir á rikið. En á hinn bóginn höfum við þá reynslu, að þegar létta hefur átt einhverju af sveitarfélögunum með þvi að láta rikið yfirtaka verkefnin, þá hefur oft komið eitthvað annað i staðinn, sem hefur jafnvel hvllt þyngra á við- komandi sveitarfélögum. Dæmi 1 Alexander Stefánsson, taismað- ur óiafsvikinga á þinginu. um þetta er það að rikið ætlar sér að kosta framhaldsskólann, en þrátt fyrir þaö lendir ýmis- legt á sveitarfélögunum án þess að þeim séu ætlaöar tekjur á móti. Ég er þeirrar skoðunar að tekjustofnar og stjórnsýslan þurfi að liggja ljós fyrir áður en teknar verða ákvarðanir um verkefnaskiptinguna”. —BA— B Sameining sveitar- félaga forsenda stœrri verkefna" segir Logi Kristjánsson, bœjarstjóri m ! Neskaupstað „Aður en við getum farið að tala um það hvort tiltekin verk- efni eigi að vera hjá riki eða sveitarfélögum verðum við að gera okkur ljóst að sveitar- stjórnir þurfa meira fé til að sinna þeim verkefnum sem þau hafa á sinni könnu I dag,” sagði Logi Kristjánsson bæjarstjóri i Neskaupstað er rætt var við hann á landsþingi Sambands is- lenskra sveitarfélaga. Annað atriði sem hann lagði áherslu var það, að sveitarfé- lögin þyrftu að vera stærri, til að geta tekið að sér þjónustu sem þyrfti að vera fyrir hendi. „Þetta er nauðsynlegt til að ibú- arnir séu ekki annars flokks fólk Einnig er nauðsynlegt að jafna þann aðstöðumun sem er milli hinna einstöku atvinnu- greina.” Logi kvaðst ekki I vafa um það að sveitarfélögin gætu tekið við stærri verkefnum um leið og þau yrðu sjálf stærri. „Við verð- um að vinna að þessu á skipu- legan hátt. Það er hrein ihalds- Logi Kristjánsson er bæjarstjóri I Neskaupstað MYND: JA semi sem veldur þvi að ekki skuli hafa tekist að sameina fleiri sveitarfélög.” Aðspurður kvaðst hann hafa verið og væri þeirrar skoðunar að dreifa b'æri ákvörðunarvald- inu eins langt niður og unnt væri, aukin verkefni til sveitar- félaga frá rikinu væru spor i rétta átt. -BA- „Heima- menn vita best hver þörfin er segir Stefón Guð* mundsson, oddviti Hroungerðishrepps U Stefán Guðmundsson, fulltrúi Hraungerðishrepps. „Ef þær hugmyndir sem hér eru ræddar verða lögfestar held ég að það þýöi óneitanlega aö fieir dreifbýlishreppar veröi að sam einast. Heilbrigðisþjónustan „FJARMALALEG OG STJÓRNUNARLEG ÁBYRGÐ FARI SAMAN" segir Sigurgeir Sigurðsson, bœjarstjóri á Seltjarnarnesi „Ég er og hef veriö þeirrar skoðunar að sem allra mest af verkefnunum eigi að flytjast til sveitarfélaganna. Við verðum að gera okkur ljóst að tvö lang- samlega stærstu málin I þessu sambandi eru fræðslumálin, sem eru um 25 milljaröa og heil- brigöismál, milli 30 og 35 milljarða. Með aðra málaflokka er meira um tilfærslu að ræða, án þess að huga þurfi verulega að tekjustofnum,” sagði Sigur- geir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi er hann var spurður um afstöðu sina til Rgg SKPT «gg |gg| 'ggg gg verkefnaskiptingar rikis og sveitarfélaga. „Ég er þeirrar skoðunar aö öll uppbygging og rekstur grunn- skóla skuli vera i höndum sveit- arfélaga. Rikið setur hins vegar upp kröfur i sambandi við fram- haldsmenntun og mér þykir þvi eðlilegt að framhaldsskóli sé i höndum þess. Rikið á þá um leið að sjá til þess að landsmenn all- ir hafi möguleika á að notfæra sér þá menntun.” Sigurgeir kvaðst þeirrar skoðunar að fjármálaleg og stjórnunarleg ábyrgð skyldi fara saman. „Við getum tekið dæmi af sjúkrahúsum landsins, að undanskildum Landsspital- anum. Rikið fjármagnar sjúkrahúsin 92% en sveitarfélög 8%. Þeim er siðan stjórnað af fulltrúum sem sveitarfélögin kjósa. Þarna fer hreint ekki i&SK atffl Sátá fetÍS *i£2BÍ v.Aíá iáÖ Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri saman þessi ábyrgð. Ég er þvi eindregið þeirrar skoðunar að rikið eigi að yfirtaka öll sjúkra- hús i landinu. Sveitarfélögin eiga hins vegar að byggja upp sina heilsugæslu eftir þörfum á hverjum stað.” m m m m yrði til dæmis ofviöa einum hreppi”, sagði Stefán Guð- mundsson oddviti á Túni er hann var nættur sem fulltrúi Hraungerðishrepps á lands- þingið. „Það er ljóst að þær tekjur sem hrepparnir hafa i dag duga tæpast til annars en að annast lögbundin verkefni. Við notum reyndar ekki til fulis tekjustofn- ana. Við leggjum til dæmis á 9% útsvar, höfum reyndar lagt á hærri prósentutölu þegar meiri- háttar framkvæmdir hafa stað- ið yfir. Menn eru yfirleitt sam- mála um að nota lægri álagn- ingarprósentu þar sem að sú þjónusta sem unnt er að veita er ekki eins mikil og i þéttbýlinu”. Stefán kvaðst ekki vera á þvi að flytja bæri verkefni frá sveitarfélögunum til rikisins. „Ég held að það væri ekki æski- legt. Verkefni sem snerta ibú- ana eiga að vera eins mikið og kostur er i höndum heima- manna, sem hafa bestan skiln- ing á þvi hver þörfin er”. —BA— iH ■ Bii ■ ■ ■ ■ m ■ ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.