Vísir - 07.09.1978, Blaðsíða 23

Vísir - 07.09.1978, Blaðsíða 23
Fatadeildirnar og tískusýningarnar á FÖT ’78 í Laugardalshöllinni eiga vafalaust eftir að koma öllum rækilega á óvart. Tískusýningarnar hefjast kl. 18 og kl. 21 á virkum dögum, cn um helgar hefjast þær kl. 15:30. Auk tískusýninga sýna félagar úr Hár- greiðslumeistarafélagi Islands nýjungar í greiðslu. FÖT ’78 er opin daglega kl. 17—22, en kl. 14—22 um helgar. Aðgöngumiðar kosta kr. 700 (fullorðnir) og kr. 300 (börn). STÓRGLÆSILEG SÝNING 1—10. septcmberl978. ISLENSK FOT/78 ÍSTRÆTÓ Hann virtist dálitið ryk- aður þegar hann steig upp i strætisvagninn. Og þegar hann tók fram flösku og teygaði af stút sneri bilstjór- inn sér að honum og sagði hvasst: „Þetta vil ég ekki”. „Allt .... allt i lagi góði... hikk.. það stóð heldur ekkert til að bjóða þér.” „Forsendur okkar eru traustar" — segir Ingvi Þorsteinsson hjó Rannsókna- stofnun landbúnaðarins um beitarþols- rannsóknirnar „Ég þori fullkomlega að staðhæfa að forsendur að beitar- þolsútreikningum okkar eru traustar,” sagði Ingvi Þorsteins- son hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins er Visir bar undir hann þá gagnrýni sem komið hef- ur fram á þessar rannsóknir. „Það liggur ekki ennþá fyrir”, sagði Ingvi, „hvaöa forsendur þetta eru, sem verið var að gagn- rýna. Þessu er bara kastað fram eins og einhverri sprengju til þess aðgera starf okkar tortryggilegt. Þeir sem gagnrýna okkur hafa ekki lagt.fram neinar tölur máli sinu til stuðnings og slikt tel ég ekki vera heiðarlegt. Annars er gróðurinn sjálfur besti vitnisburðurinn og gróður á Suðurlandi er á hraðri niðurleið. Við höfum ár eftir ár ferðast um viðkvæm svæði og höfum því góð- an samanburð. Það er sagt að beit á þessu svæði sé f jafnvægi en við okkur blasir allt önnur mynd.” Ingvi sagði að beitarþol væri bara ákveðinn fjöldi beitardaga sem landiö þyldi á ári og skipti þá ekki megin máli hvort það væri nýtt þannig aðfáum kindum væri beitt i langan tima eða mörgum kindum i stuttan tima og þá hafðar gætur á gróðurnýtingunni. Sér vitanlega væru ekki til neinar tölur um f jölda fjár á f jalli og væri ekki hægt að byggja á neinum bráðabirgðaniðurstöðum landnýtingarráðunautsins um það. Hins vegar yrðu menn að horfast i augu við það að sauðfé og hross sem nýta úthagann hefði aldrei verið eins margt á landinu og einmitt nú. Hann sagði að forsendur um fóöurgildi væri byggðar á þekkt- ustu og virtustu rannsóknum i fóðurfræði hérlendis. „Undanfarið ár hefur virst vera i uppsiglingu mikil herferð i f jöl- miðlum til að sýna fram á að allt sé með felldu um gróðurnýtingu ogástand gróðurs. Landnýtingar- ráðunauturinn hefur einkum ver- ið i sviösljósinu en hann er búfjárfræðingur en á að gæta hagsmunagróðursinsi landinu og virðist hann vera bjartsýnn á framtiðina. Við höfum veriö að vinna að þessum rannsóknum i 20 ár og erum ennþá að leita sann- leikans en landnýtingarráöunaut- urinn virðist hafa fundið hann eft- ir eitt ár i starfi, hvaða rannsóknaraðferðum sem hann hefur beitt. Hins vegar hyggj- umst við gefa út faglega greinar- gerö um málið innan tíðar”. —KS GREIÐSIAN1979 Ingvi Þorsteinsson © ® & & ® m m • c « © « e © © © ® @ « ® e Svava GAMAN, GAMAN Mogginn skemmtir sér al- veg konungiega þessa dag- ana. Hann hringir daglega i ráðherra eða alþingismenn nýju rikisstjórnarinnar og fær þá til að gefa stórbrotnar yfirlýsingar. En það eralltaf hringt i tvo eða f leiri út af hverju máli og svörin eru oft misjöfn. Það telur Mogginn svo auðvitað til marks um ráðaleysi og sundrung stjórnarliðsins. Þannig hefur Mogginn þvælt mönnum hring eftir hring, sem virðist næsta auð- velt. Undantekning frá þessu er Svava Jakobsdóttir, sem tók Mogganum næsta fálega siðast þegar hringt var. Baðst Svava undan frekari spurningum og kvaðst ekki nenna að taka frekari þátt i þessum leik Moggans. Hvar er Cortinan? Silfurgrárri Cortinu var stolið fyrir framan husið Stórholt 29 að- faranótt mánudags og er hennar sárt saknað af eiganda. Bifreiðin er tveggja dyra, árgerð 1968 og númerið er R-28057. Þeir sem hafa orðið varir við Cor- tfnuna eru beðnir að láta lögrcgl- una vita án tafar. Slys þegar bill fór útaf og valt ökumaður Mazda-fólksbifreið- ar slasaðist allmikið þegar bif- reiðin fór út af Vesturlandsvegi iaust eftir hádegi I fyrradag. Bif- reiðin fór margar veltur eftir að hún fór út af, og hefur verið gisk- að á sex veltur. ökumaður var einn i bifreiðinni sem er mikið skemmd. —EA ! f ! \\ Þú lærir malíÖ i MÍMI.. 10004 K0NGAHJAL Loðvik fjórtándi hafði heyrt að i litlu þorpi úti á landsbyggðinni væri myllu- sveinnsem væri ótrúlega lik- ur honum. Hann lét sækja hann og færa til Parisar. Og það var rétt, þeir voru ótrúlega likir, og auk þess svotil jafngamlir. Svo Loðvik spurði: „Eh, ekki vænti ég að móðir þin hafi verið á ferðinnii Paris fyrir svosem fjörutiu árum?” „Nei, yðar hátign. En það var faðir minn hinsvegar.” I STRÖNGU Gisli Sigurbjörnsson á Grund stendur í ströngu þessa dagana, einsograunar flesta aðra daga. t nýút- komnum Heimilispósti, sem er sérstakt blað fyrir starfs- fólk og vistfólk, gerir hann stutta grein fyrir bygginga- málum. Eins og Visir hefur skýrt frá ákvað hreppsnefnd Hveragerðishrepps aö nota forkaupsrétt á rúmlega fjörutlu lóðum i grennd við lóðir og hús sem Dvalar- heimilið Ás á i bænum. Segir Gisli að tilgangurinn virðist vera sá að hefta frek- ari starfsemi i Hveragerði, fyrir aldraða og lasburða. Þá neitaði byggingarnefnd Reykjavikur að samþykkja teikningar af Litlu Grund, sem átti að byggja hér i höf- uðborginni. 1 lleimilispóstin- um segir að nú hafi veriö gerðar nokkrar breytingar á teikningunum og verði þær sendar byggingarnefnd að nýju, áður en Iangt um liður. —ÓT VISIR Fimmtudagur 7. september 1978 „Beitarþolsrannsóknum verulega úfótt" — segir Ólafur Dýrmundsson landnýtingarróðunautur úr ofbeit á afréttum landsins”, sagði Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri á fundi með blaða- mönnum fyrir skömmu. Tilraunaráö landbúnaðarins hefur samþykkt ályktun þar sem efasemdir eru látnar i ljös um að forsendur beitarþolsrannsókna séu byggðir á nægilega traustum grunni. Hefur tilraunaráðið beð- ið Rannsóknastofnun land- búnaðarins að senda sér skýrslu um máliö. A blaðamannafundinum var Ólafur Dýrmundsson landnýt- ingarráöunautur hjá Búnaöar- sambandi tslands einnig mættur og taldi hann að beitarþolsrann- sóknum sem gerðar hafa verið á undanförnum árum væri veru- lega áfátt I nokkrum veigamikl- um atriðum bæöi hvaö varðar forsendur og túlkun á niðurstöð- um. t fyrsta lagi taldi hann að I þessum rannsóknum væri gert ráö fyrir of mörgu fé á fjalli en samkv. bráðabirgðaniðurstööu af könnun sem hann heföi gert I öllum sveitarfélögum landsins kæmi að minnsta kosti helmingur af fjáreign landsmanna aldrei á afrétti en væri beitt á heimahög- um. Þá væri þessum beitarþols- rannsóknum gert ráð fyrir of löngum beitartima á afréttum og næringagildi úthagagróöurs væri ekki rétt metið. Einnig kom það fram að þær spildur sem Land- græðslan hefur ræktað viö afrétti séu ekki teknar með I reikninginn um beitarþol landsins. —KS ólafur Dýrmundsson. „Við getum fallist á að sum svæði á landinu séu ofbeitt. Ann- ars teljum við að of mikið sé gert

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.