Vísir - 07.09.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 07.09.1978, Blaðsíða 8
8 Golda Meir var hin ánægðasta með heim- sókn, sem hún fékk fyrir nokkru. Að dyrum barði þjóðlagasöngvarinn Burl Ives, 69 ára gamall. Ives var á ferð í Israel og hafði gítarinn með sér og tók að sjálfsögðu lagið fyrir Goldu. Þessi áttatiu ára gamli fyrr- verandi forsætis- ráðherra snerist i kring- um söngvarann og bauð honum upp á alls kyns kræsingar, sem hún matreiddi sjálf. Þau tvö skeggræddu um alla heima og geima og ekki sist tónlist, þar til Ives tók það fram með munninn fullan, að „ekkert lag sem samið hefur verið i öllum heiminum jafnast á við kökurnar þínar Golda!" Belafonte söng fyrir Grace Með garðyrkjudellu Það er leikarinn Peter Strauss eða Rudy (Gæfa og gjörvileiki) eins og menn kannast sjálfsagt betur við hann, sem hefur tyllt sér þarna í hjólbörurnar# Landið á hann sjálfur og hefur reyndar dundað sér við það síðustu sex mánuði að vinna i garðinum. Hann bað um hálf s árs fri, eftir að nokkrir starfsmenn ABC sjón- varpsstöðvarinnar gáfu honum bækur um garðyrkju í afmælis- gjöf. (Strauss er 31 árs). „Það voru þeirra mistök því að ég las þær allar", segir hann. En nú hefur að öllum líkindum feng- ið einhverja útrás fyrir garðyrkjudel luna og byrjar reyndar að stilla sér aftur upp fyrir framan myndavélarnar í þessum mánuði. í heimsókn hjá Goldu I Monaco eru árlega haldnar skemmtanir til ágóða Rauða krossin- um. Harry Belafonte, söngvarinn kunni, sem nú erorðinn 51 árs, hafði ekki látið sjá sig þar i nærri tvo áratugi. En þegar Grace prinsessa gekk sjálf í málið til þess að fá Belafonte til þess að syngja, gat hann ekki neitað lengur. Fólk hlustaði yf ir sig ánægt á söngvarann syngja nokkur sinna gömlu laga, svo sem Island in the Sun, Jamaica Fare- well og fleiri. Reyndar hefur hann sagði oftar en einu sinni að hann vilji losna úr þessari „sexy, calypso-imynd" eins og hann orðar það, og kærir sig þvi fremur litið um að kyrja gömlu lögin. En í þetta sinn brá hann þó út af vanan- um... Umsjón: Edda Andrésdóttir ÞriOjuaagur 5. september 1978 VÍSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.