Vísir - 07.09.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 07.09.1978, Blaðsíða 10
10 VISIR Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjdri: Daviö Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónssor Guðjón Arngrlmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónlna Mikaelsdóttir, Katrín Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, óli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, MagnúsOlafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Símar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2—4 slmi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. KERFISU PPSTOKKU N Hugmyndir um nýja verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga voru eittaf höf uðviðfangsefnum nýafstaðins þings Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hér er um að ræða eitt ef viðamestu og róttækstu umbótaverkum, sem við blasa í stjórnsýslunni eins og sakir standa. Tillögur um uppstokkun verkefnaskiptingar milli rikis og sveitarfélaga hafa árum saman verið í deiglunni. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur haft verulegt frumkvæði í þeim efnum og gef ið út aukið og endurbætt álit sérfræðinga um leiðir að breyttri skipan þessara mála. En þrátt fyrir mikið tal hefur lítið gerst. Hreppapóli- tíkin hefur ráðið þar nokkru um og eins hitt, að þing- menn einstakra stjórnmálaflokka hafa ekki þorað að marka ákveðna stef nu eins og oft brennur við þegar mis- munandi sjónarmið eru uppi á teningnum. Stjórnmálaf lokkarnir hafa þó allir sett i stef nuyf irlýs- ingar sinar almenn ákvæði um stuðning við aukið sjálf- stæði sveitarfélaga. Þessum almennu yfirlýsingum hef- ur á hinn bóginn ekki verið gefið gildi með ákveðinni stef numörkun. Þær hafa því verið umbúðir án innihalds. í félagsmálaráðherratíð dr. Gunnars Thoroddsens var þóhafist handa um nefndarstarf, er leiða á til ákveðinn- ar tillögugerðar um verkefnaskiptingu ríkis og sveitar- félaga. Fyrsta hluta þess starf s er lokið. Hinn nýi f élags- málaráðherra Magnús Magnússon hef ur lýst áhuga á að ýta þessum málum fram. Og fer vel á því. Verkefnaskipting ríkis og sveitarfélaga og skipting rikis og sveitarfélaga og skipting kostnaðar milli þess- ara stjórnsýsluaðila er með eins ruglingslegum hætti og hugsast getur. Við uppstokkunina þarf að gæta að tveim- ur meginsjónarmiðum: I fyrsta lagi að fá hreinni línur í verkef naskiptinguna og í öðru lagi að gera sveitarfélög- in sjálfstæðari og áhrifameiri i stjórnsýslunni en nú er. Á það er að lita að mikils er um vert að saman fari f jármálaleg ábyrgð og stjórnun á einstökum verkefnum og þjónustugreinum. Sveitarfélögin þurfa því að fá tekjustofna til þess að standa undir ákveðnum verkefn- um, sem þau annast án íhlutunar ríkisvaldsins. Þetta verður ekki gert nema ríkisvaldið afsali sér tekjustofn- um til sveitarfélaganna. Inn í þessa mynd kemur einnig, að í mörgum tilvikum er nauðsynlegt að sameina sveitarfélög í því skyni að gera þau að styrkari stjórnsýslueiningum. Umtalsverð fækkun sveitarfélaga þyrfti því að verða þáttur í þeirri verkef nauppstokkun, sem stendur fyrir dyrum. Hreppa- pólitíkin hef ur ráðið því að tilraunir í þessa átt hafa ekki tekist. Því fleiri verkefni, sem sveitarfélögin fá til þess að vinna atf á eigin ábyrgð og að eigin f rumkvæði því virk- ari verður valddreif ingin í þjóðfélaginu. Með slíkri upp- stokkun má færa meira f jármagn út á landsbyggðina til ráðstöfunar þar en ekki í Reykjavík. Hér er því um að ræða miklu raunhæfari leið til ef lingar byggðar í landinu en styrkveitingar úr f lokksræðissjóðum í Reykjavík, en á þeim hefur byggðastefnan verið reist fram til þessa. Þessi brýna kerf isuppstokkun verður hins vegar ekki að veruleika nema með mjög ákveðinni pólitískri forystu. Magnús Magnússon félagsmálaráðherra fengi vissulega rós í hnappagatið, ef hann gerði annað og meira en að hafa þessi mál í nefndum og álitsgerðum niðri í ráðu- neytisskúf f ufn. Fimmtudagur 7. september 1978~y|~^T'R, Þingmaður f miklum vanda Hinn 24. ágúst s.l. kom ég fram með nokkrar athuga- semdir hér í blaðinu við skrif Gunnlaugs Stefánssonar alþingismanns í Alþýðublaðinu nokkrum dögum áður og f jölluðu um fiskvinnslufyrirtæki. Þessi grein mín virðist hafa komið eitthvað við þingmanninn því hann sendir mér kveðju sína í Vísi hinn 1. september s.l. Og enn veður hann reyk og þvi koma hér nokkrar athugasemdir til við- bótar. Ég mun hins vegar ekki svara fleiri skrifum þing- mannsins en bendi honum á að kynna sér þau gögn sem til eru hjá opinberum aðilum um hag fiskvinnslunnar. Bæði ætti hann að hafa greiðan aðgang að þessum stofn- unum og eins veitir honum ekkert af því. En lítum nú á nokkur dæmi í málefnatilbúningi þingmannsins. t siöari grein sinni segir Gunnlaugur að tilefnið til þess að hann hafi skrifað fyrri grein sina hafi verið það aö hann „hafi haft áhuga á að vekja at- hygli á nokkrum staðreyndum er snúa að fiskvinnslunni og að gangskör yrði gerð að þvi að rekstur fiskvinnslunnar yrði kannaður frá öllum hliðum þannig að koma mætti þessum rekstri i viðunandi horf.” Ef litið er á þær „staðreynd- ir” sem Gunnlaugur kom með i fyrri grein sinni má nefna sem dæmi eftirfarandi tvö atriði. „Hingað til hafa stjórnvöld keypt sér gálgafrest og farið að flestum ef ekki öllum kröfum fiskvinnslueigenda”. „Getur það viðgengist æ ofan i æ að fyrirtækjaeigendur i mikilvæg- um undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar hagnýti sér svo aðstöðu sina og vald að þeir hóti lokun og rekstrarstöðvun ef þeir fái ekki sitt fram og svo segja þeir rikisstjórn fyrir verk- um.” Og i siðari greininni heitir það „Þjóðin er þvi háð vilja og ákvörðunum fáeinna fiskvinnslueigenda.” Hinn 1. september s.l. tók ný rikisstjörn við völdum og er Kjartan Jóhannsson varafor- maður Alþýðuflokksins sjávar- útvegsmálaráðherra. Varla eru aðgerðir hans og rikisstjórnarinnar i heild þessa dagana framkvæmdar til að þjóna einkahagsmunum fáeinna fiskvinnslueigenda. Eða er það? All-flestum er ljóst að tekjur fiskvinnslunnar nægja ekki fyr- ir gjöldum og hafa ekki gert um nokkurt skeið. Akvarðanir um einstaka gjaldaliði eru teknar hér á landi en markaðsverð sjá- varafurða erlendis er að sjálf- sögðu að afar litlu leyti á valdi tslendinga. Vandinn er meö öör- um orðum heimatilbúinn þar sem samræmis hefur ekki verið gætt milli gjalda og tekna. Ein kenning þingmannsins er sú að mér hafi láðst að upplýsa þjóðina um að vextir afurðalána væru 18.25% og viðbótarlána væru 23.5% og það sé ódýrt láns- fé i 40-50% verðbólgu. Ég hafi einungis sagt frá þvi að af- uröalánavextirnir hafi hækkað um 125% á rúmu 1/2 ári. Kenn- ingin stenst ef tekjurnar væru af sölu á innlendum markaöi, en svo er ekki. Markaðsverö afurð- anna erlendis hækkaði frá miðju ári 1977 til júli 1978 um 40-42%, aðallega vegna lækkandi geng- is. Lækkandi gengi leiðir fljótt til aukinna útgjalda fyrir at- vinnuvegina. Það sér vísitölu- kerfið um. Þetta er hringrás sem þingmaðurinn ætti aö kynna sér betur. Litum nú nánar á þær að- gerðir sem rikisstjórnin ætlar að beita sér fyrir til aö leiörétta þetta misræmi sem orðið er milli gjalda og tekna fisk- vinnslufyrirtækja. 1 samstarfs- yfirlýsingu flokkanna segir m.a. „Til að koma i veg fyrir stöövun atvinnuveganna verði þegar i stað framkvæmd 15% gengis- lækkun enda veröi áhrif hennar á verðlag greidd niður.” Og þar sem gengisfellingin nægir að sjálfsögðu ekki til leiðréttingar segir i næstu grein, „Rekstrar- afkoma atvinnuveganna verði bætt um 2-3% af heiidartekjum með lækkun vaxta af afurða- og rekstrarlánum og lækkun ann- ars rekstrarkostnaöar" (letur- breyting min). Gunnlaugur fullyrðir að hlut- ur eigenda fiskvinnslufyrir- tækja hafi aukist meira af skila- verðinu en hlutur verkafólks á siðustu 10 árum. Ef betur er að gáð þá kemur i ljós að frá þvi i árslok 1967 til ársloka 1977 hefur afurðaverð frysts þorsks fimm- tánfaldast og sama er að segja um launakostnaðinn en hráefn- isverð tuttugu- og þrefaldaðist á þessu timabili. Samanvegið tuttugufaldaðist hráefnis- og launakostnaðurinn. Markaðs- verö ýsu hefur 13-faldast á meðan hráefnisverö með kassa- uppbót hefur 20-faldast. Þessir tveir gjaldaliðir, hráefni og laun eru almennt milli 75-80% af heildargjöldum fiskvinnslunnar. Ég hef áður minnst á þróun vaxta frá þvi um mitt siðasta ár. 1 dag er vaxtakostnaður þessarar at- vinnugreinar milli 5-7% af heildarútgjöldum en var um 2% 1967. Samkvæmd gögnum Þjóð hagsstofnunar er launakostnað ur fiskvinnslunnar nú tæp 30%. Kjartan Jóhannsson varafor- maður Alþýðuflokksins er nú sjávarútvegsráðherra. Varla eru aðgeröir hans og rfkisstjór- arinnar i heild þessa dagana framkvæmdar til að þjóna einkahagsmunum fáeinna fisk- vinnsiueigenda. Eða er svo? Gunnlaugur mun fá gott tæki- færi á næstunni sem þingmaður Reykjaneskjördæmis til að verða að liöi til lausnar þeim vanda sem fiskvinnslustöövar þar búa við umfram stöðvar i öðrum iandshlutum. Þetta heitir á máli þingmanns- ins „rúmlega fimmtungur Kjartan Jónsson rekstrarhagfrœðingur svarar athugasemdum Gunnlaugs Stefáns- sonar alþingismanns 1. september sl.: „Og enn veður hann reyk og því koma hér nokkrar athugasemdir til viðbótar,, v ^ J kostnaðarins.”. Gunnlaugur var fljótur að gripa það þegar ég hélt þvi fram að 200-300 þús. kr. væru algeng mánaðarlaun i frystihúsunum i dag og sagði aö það gæti verið með 50-70 stunda vinnu. Ég miðaði hins vegar við 40-50 stunda vinnuviku. Rekstrarkannanir eru mér ekkert á móti skapi, siður en svo. Ég held þvi hins vegar fram að vandi fiskvinnslunnar sé stærri en þaö að framkvæmd slikra kannanna breyti þar miklu til eða frá. Jafnvel gengisfellingar duga nú ekki lengur heldur þarf að beita sér fyrir lækkun rekstrarkostnaðar ins eftir öðrum leiðum. Til að forða misskilningi skal þaö enn einu sinni tekið fram aö all- margir aðilar framkvæma dag- lega rekstrarkannanir hjá fisk- vinnslufyrirtækjum. Þær eru al- mennt gerðar til aö auka arð- semi þeirra fjárfestinga sem i hefur verið ráðist eða til að tryggja nægilega arðsemi vænt- anlegra fjárfestinga. Lánsfjármarkaðurinn hefur einkennst af skömmtunum á siðustu misserum og þvi hefur arðsemi margra fjárfestinga skilað sér seint: Nærtækasta dæmið er Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar. Þar hafa verið gerðar kannanir og hagrætt. Engu að siður er tapið á fyrirtækinu á fyrri hluta þessa árs um 130 milljónir kr. og það án þess að tekið hafi verið tillit til af- skrifta. BOH hefur nú stöðvaö rekstur frystihúss sins. Er þetta enn eitt dæmi þess að kannanir og hagræðingarráðstafanir nægja hvergi til að leiörétta það misræmi sem hefur verið milli gjalda og tekna. Þaö er þvi ósæmandi fyrir Gunnlaug að nota þetta sem yfirskin til að koma fram með órökstuddar fullyröingar og dylgjur i garð heillar atvinnugreinar um að hún einkennist af óstjórn. Gnnnlaugur mun hins vegar fá gott tækifæri á næstunni, sem þingmaður Reykjaneskjördæm- is, til að verða að liði til lausnar þeim vanda sem fiskvinnslu- stöövar þar búa við umfram aðra landshluta. Sjálfsagt biða Suðurnesjamenn spenntir eftir þvi að hann taki til hendinni. Vonandi er, aö honum og öörum takist að leysa það mál án þess að skerða rekstrarskilyröi fisk- vinnslufyrirtækja i öðrum landshlutum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.