Vísir - 07.09.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 07.09.1978, Blaðsíða 14
VÍSIR Dagblaðið Visir óskar að ráða starfsmann hálfan daginn til að sjá um dagbók og fleira. Umsóknir sendist ritstjórn Vísis, Siðumúla 14, fyrir 12. september Auglýsing Sendimaður óskast til starfa allan daginn fyrir fjármála-, félagsmála- og dóms- málaráðuneyti. Æskilegt er að hann hafi réttindi til aksturs létts bifhjóls. Umsóknir sendist fjármálaráðuneyti fyrir 15. september n.k. Fjórmúlaráðuneytið, 6. sept. 1978 ÚTBOÐ Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluibúða Laugardalshrepp, Arnes- sýslu, óskar eftir tilboðum i byggingu tveggja ibúða i einu einnarhæðar húsi, samtals 174 ferm, 628 rúmm. Húsið á að rísa að Laugarvatni, Arnes- sýslu og er boðið út sem ein heild. Skila á húsinu fullfrágengnu eigi siðar en 31. júli 1979. tJtboðsgögn verða til afhendingar á hreppsskrifstofu Laugardalshrepps og hjá tæknideild Húsnæðismálastofnunar rikis- ins frá föstudeginum 8. sept. 1978 gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðum á að skila til hreppsskrifstofu Laugardalshrepps eigi siðar en mánudag- inn 25. sept. 1978 kl. 14.00 og verða þau opnuð þar, að viðstöddum bjóðendum. F.H. FRAMKVÆMDANEFNDAR UM BYGGINGU LEIGU- OG SÖLUÍBÚÐA LAU GARD ALSHREPPS ÞÓRIR ÞORGEIRSSON, ODDVITI. Grensósvegur 9 innonhúsfrógangur - Tilboð óskast i innanhússfrágang á 2. og 3. hæð Grensásvegar 9. Um er að ræða upp- setningu timburveggja og loftagrinda, raflögn, loftræsilögn, dúkalögn og teppa- lögn, máiningu o.fl. Verkinu skal lokið að fullu 15. april 1979. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 26. sept. 1978 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Fimmtudagur 7. september 1978 VISIR Samband íslenskra sveitarfélaga: Pólitísk átök við stjórnarkjör „Embættismenn eru skoðanalausir um landsmál. Ég lit hins vegar ekki á mig sem fulltrúa neins stjórn- málaflokks”, sagði hinn nýkjörni formaður Sambands islenskra sveitarfélaga, Jón G. Tómasson, skrifstofustjóri Reykjavikurborgar, eftir að lýst hafði verið kjöri hans. Tillaga kjörnefndar var sú að Jón yrði formaður og engar aðrar tillögur komu fram og var hann þvi sjálfkjörinn. A landsþingi Sambands islenskra sveitarfélaga sem lauk i gær voru kosnir auk Jóns 8 aðrir stjórnarmenn. Það gekk hins vegar ekki alveg þrautalaust að velja þá menn. Kjörnefnd hafði gert tillögur um nýja menn i stjórnina, en þrir úr eldri stjórninni voru ekki lengur kjörgengir. Það voru þeir Bjarni Einasson, Ölafur G. Einarsson, varafor- maður og Páll Lindal, for- maður. 1 kjörnefnd áttu sæti átta menn og stóðu sjö þeirra að tillögu kjörnefndar um stjórnarmenn. Sigurjón Pétursson sem átti sæti i henni stóð hinsvegar ekki að til- lögunni. Gerði hann sérstak- lega grein fyrir afstöðu sinni. Kvaðst hann ekki geta unað þvi, aö enginn alþýðuflokks- maöur ætti sæti i henni. „Tuttugu og fjögur % þjóðar- innar veittu flokknum brautargengi i siðustu skosn- ingum. Þaö er þvi með öllu ófært að þessi hluti þjóöar- innar sé forsmáöur. Ég vil ekki standa að kjöri stjórnar á þennan máta. A þennan hátt vil ég ekki starfa”, sagði Sigurjón er hann kvaddi sér hljóðs eftir að Ólafur G. Einarsson hafði gert grein fyrir starfi kjörnefndar. Þrjú sjónarmið að baki vali stjórnarmanna Ólafur gerði i máli sinu grein fyrir þvi að kjörnefnd hefði fyrst og fremst haft i huga jafnvægi milli dreifbýlis og þéttbýlis við val stjórnar- manna. 1 annan stað hefði verið hugað að þvi aö stjórnarmenn væru úr öllum landsfjórð- ungum. I þriðja lagi hefði veriö hugað að þvi hvernig stjórnin væri pólitisk skipuð. Lagði Ólafur áherslu á að póli- tikin heföi að mati kjör- nefndar ekki skipt verulegu máli. Tillaga kjörnefndar var sú að auk Jóns G. Tómassonar ættu sæti i stjórninni sem aðalmenn þeir Sigurjón Pétursson, Sigurgeir Sigurðs- Landsþinginu tókst að kjósa sér stjórn þótt menn væru ekki á eitt sáttir með val stjórnarmanna. son, Alexander Stefánsson, Guðmundur B. Jónsson, Bjarni Þór Jónsson, Helgi M. Bergs, Logi Kristjánsson og ölvir Karlsson. Alþýðuflokks- Tillaga manna Alþýðuflokksmenn á lands- þinginu vildu ekki una þvi að enginn úr þeirra hðpi ætti sæti i stjórninni. Komu þeir fram með tillögu um að stjórnin yrði óbreytt að ööru leyti en þvi, að Ólafur Björnsson úr Keflavik kæmi inn i stað Sigurgeirs Sigurðssonar Sel- tjarnarnesi. A landsþinginu var gert hádegisverðarhlé eftir að þessar tillögur höfðu komið fram. I hádeginu sat Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins fund með kjörnefnd. Er fundur var settur á nýjan leik var tillaga kjörnefndar, örlitið endurskoðuð borin upp. Þar var gert ráð fyrir þvi að Sigurgeir Sigurösson yrði i stjórninni, en Bjarni Þór Jónsson, bæjarstjóri á Sel- tjarnarnesi viki fyrir Jóhanni G. Möller bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins á Siglufirði. Náðist samstaða um þessa breytingu og var stjórnin sjálfkjörin. 1 hinni niu manna stjórn eiga þá sæti einn Alþýöu- flokksmaður, tveir Alþýðu- bandalagsmenn, þrir fram- sóknarmenn og tveir sjálf- stæðismenn, auk formanns. Nokkur urgur var i lands- þingsfulltrúum yfir þvi hversu mkið stjórnmálin blandist inn i stjórnarkjörið. Guðrún Lára Asgeirsdóttir kvaddi sér hljóðs til að ræða þetta. Vakti hún athygli á þvi að meiri hluti þeirra fulltrúa sem sætu þetta landsþing væru ýmist kosnir óhlutbundinni kosningu eða af blönduðum listum. Þetta fólk væri i vissum skilningi úti- lokað frá stjórninni, þegar það sjónarmið rikti að velja full- trúa eftir flokkspólitiskum sjónarmiðum. —BA— Sveitarstjórnarmenn kynnast innbyröis á iandsbingum sambandsins. Menn draga sig þó gjarnan saman eftir stjórnmálaskoðunum. Hér sjáum við Afþýðuflokksmenn til vinstri og I horninu hafa Alþýðu- bandaiagsmenn dregið sig saman.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.