Vísir - 18.09.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 18.09.1978, Blaðsíða 1
Árangur viðrœðna Sadats og Begins í Cantp David Fríðarsamningar innan 3ja mánaða Ráðgjafar Sadats segja at sér vegna samkomvlagsins Arangurinn af viðræöunum I Camp David hefur fariö fram úr öllum vonum, og hafa þeir Anwar Sadat Egyptalandsforseti og Menachem Begin forsætisráð- herra Israels oröið ásáttir um aö undirrita friðar- samninga rikja sinna innan þriggja mánaöa. Viö hátiðlega athöfn i Hvita húsinu i gærkvöldi, var botninn sleginn i viöræðurnar i Camp David með undirritun tveggja skjala, sem þykja marka stórt skref i átt til friðar i Austurlöndum nær. Annað skjalið geymir lausnir á öllum helstu deilumálum Israels og Egyptalands, að undan- skildu vandamálinu um landnám Gyðinga i Sinai, sem er talið þaö eina, er standi I vegi fyrir friöar- samningum Israels og Egyptalands. Hitt skjalið lýtur að sameiginlegum tillögum um lausn á Palestinu- vandamálinu og fram- tiöarhorfum um að Israel afsali sér hernaðarlegum yfirráðum á vesturbakka Jóraan og á Gazasvæö- inu. Utanrikisráðherra Egyptalands, Mohammed Ibrahim Kamel, einn af ráðgjöfum Anwars Sadats forseta i viðræðunum i Camp David, sagði af sér eftir samkomulag Sadats við Israel um friö i Austur- löndum nær, eftir þvi sem ABC-útvarpið sagði I morgun. Barbara Walters fréttakona sagöi, að nokkrir fleiri egypskir embættismenn hefðu sagt af sér um leið og Kamel, en hún nafngreindi þá ekki- . Sjábls.9 Tekist i hendur i Camp David. Sadat og Begin á hinum sögufræga fundi. Carter forseti horfir brosandi á. Mörgum mánuðum eftir þjáfnaðinn í Fríkirkjunni tsak virðir höklana þrjá fyrir sér. Sá sem er fjærst rifnaöi litillega, en hann er metinn á tæpa milljón. Þaö var sá i miöiö sem séra Þorsteinn skrýddist i gær.Visismynd: JA. fföklarnir funcfust í HaUargarðinum eftir vísbendingu manns, sem ffœr 150 þúsund i fundarlaun „Þaö var i messubyrj- un i gær aö maöur haföi samband viö dyravörö kirkjunnar og lét hann vita af höklunum”, sagöi Isak Sigurgeirsson, formaöur sóknarnefndar Frfkirkjunnar, viö VIsi I morgun, en höklarnir, scm hurfu úr Frikirkj- unni fyrir nokkrum mán- uðum fundust aftur i gær. „Dyravöröurinn haföi siðan samband viö mig, og við gengum út i horn á Hallargarðinum,” hélt Isak áfram. „Þar sáum við þrjá innkaupapoka, og I þeim voru höklarnir þrir, samanvöðlaðir, og auk þess tveir fermingar- kyrtlar sem viröast hafa verið teknir um leið”. „Ég tók þetta með inn i kirkju og presturinn skrýddist elsta höklinum, eins og Frikirkjuprestar hafa lengi gert.” „Maðurinn, sem fann höklana, sagðist hafa séö þá daginn áður, þegar hann var á gangi um garðinn. Hann fær hundr- að og fimmtiu þúsund krónurnar, sem búið var að heita fyrir að finna höklana, og málið er þar með úr sögunni hvað okk- ur varðar”, sagði ísak aö lokum. —GA Sighvatur Kagnhildur Sighvat* ur eg Ragn- hildur Sjá bls. 10 og 11 Síðasta leikrit Jökuls Heimir Páls- son skrifar leikdóm um ffSon skóarans og dóttur bakarans" Sjá bls. 23 Fast efni: Vísis spyr 2 - - Fólk 6 — Myndasögur 6 — Lesendabréf 7 — Að utan 8 — Erlendar fréttir 9 — Leiðari 10 ° íbrótir 15-16-17-18 - QEBZEZBBS 24-25 — Kvikmyndir 27 — Dagbók 29 — Stjörnuspá 29 — Sandkorn 31

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.