Vísir - 18.09.1978, Síða 7

Vísir - 18.09.1978, Síða 7
7 vism Mánudagur 18. september 1978 Pólitískar blekkingar í skjóli kerfisins A.G. skrifar: Ekki er hægt að segja annað en fréttinni um hin „óhag- stæðu” innkaup á vörum til landsins hafi verið tekið tveim höndum af fréttamönnum blaða. Ekki hefur heldur skort áfellisdómana yfir slæmum heildsölum. Hitt hefur ekki þótt ástæða til að fá upplýst, hvort verðá vörum hér tU neytenda er hærra en á hinum Norðurlönd- unum, ef miðað er við svipaðar aðstæður. Upplýsingar þær sem verðlagsstjóri hefur látið frá sér fara eru vissulega ekki þannig vaxnar að þær gefi rétta mynd af verðlagi hér og á hinum Norðurlöndunum, enda hefur engin tilraun verið gerð til að fá fram hlutlausar upplýsingar. Skýrsla verðlagsstjóra um hin „óhagstæðu” innkaup til Islands er auðvitað fyrst og fremst sett fram til þess að reyna að sýna fram á hve ómissandi verðlagseftirlit rfkis- ins sé. Þetta er alþekkt bragð rfldsvalds til að hefta frelsi manna til frjálsra viðskipta. Látið er óspart i það skína að allt sé óheiðarlegt, sem ekki er gert á vegum rikisins. Og hvað máli skiptir það þá menn, sem triia á rikiseftirlit á öllum sviö- um, þótt heildsöluálagning annars staðar á Norðurlöndum sé 30-40% á vörum, sem hér á landi er aðeins leyfö 6-9% álagn- ingá? Oghvaða máli skiptir það þótt smásöluálagning á þessum sömu vörum sé 80-120% á öðrum Norðurlöndum, en álagning hér aðeins leyfð 25-38%? Að ekki sé nú talað um rekstrarfé, þótt þaö sé 20-30% dýrara hér, ef hægt er að fá það. 1 sjálfu sér er það ekkert undarlegt, þótt verðlagsstjóri reyni að sýna fram á, að hans embætti sé einhvers virði, þótt erfitt sé að styðja þaö rökum, sem hald er i. Og það er slæmt Georg ólafsson verðlagsstjóri. að neytendur þurfa aö greioa tvöfalt gjald fyrir villandi upplýsingar frá þeim mönnum, sem eru ráðnir til aö tryggja rétt þeirra. Engan skyldi undra þótt blöð á borð við Þjóðviljann og jafn- vel Alþýðublaðið gripi fegins hendi þær einhliða yfirlýsingar sem verðlagsstjóri hefur látið frá sér fara. Hitt gegnir nokk- urri furðu þegar frjálslynd blöð, sem svo kalla sig, mæla bót þvi fáránlega haftakerfi á frjálsri verðmyndun.sem hérhefur ríkt um áratugi. Islenskir kaupsýslumen eru ekki það skyni skroppnir að þeir selji vörur á hærra verði en markað- urinn leyfir. Rikisstofnun verður aldrei dómbær um verð- gildi vöru. Það er neytandinn, sem hefur síðasta oröið i þjóðfélagi sem byggir á frjálsri hugsun. Rikiseftirlit i verslun verður aldrei annað en blekk- ing, pólitisk blekking. Oli rikis- afskipti af verslun eru annaö hvort sprottin af fávisku eða af pólitisku valdboði. Það er kannski nokkurt tákn þess tíma sem v ið nú li fum á, a ð i da gblöð- hefur að undanförnu verið skrifað af mikilli vandlætingu um óheiðarlega viðskiptahætti islenskra kaupsýslumanna, án þess á nokkurn hátt að kynna sér málavöxtu. Fuilyrt er án frekari rökstuönings, að þetta séu slæmir menn, sem rikis- valdið þurfi að hafa eftirlit með. Og á sama ti'ma er ráðherra við- skiptamála valinn úr blaða- mannastétt. Og að sjálfsögðu hefur hann aldrei komið nálægt viðskiptum i stærri stil en til heimilishalds. Vafamál er hvort slik rökleysa gæti viðgengist I nokkru öðru landi þar sem sæmilega skynibornir menn ráöa málum sinum. a.G. Mótmœli skrifum Einars Vals kennara J.J. hringdi, frá ísa- firði: Ég vil eindregiö mótmæla þeim skrifum. sem birtust i VIsi eftir Einar Val Kristjánsson kennara á ísafiröi fyrir stuttu. Þar er þvi mótmælt að þau hjónin Jón Baldvin Hannibals- son og BryndisSchram hafi gert tsafjörð að menningarplássi. Einnig segjr I þessu ómerkilega bréfi Einars aö við svona fólk hafi Isfirðingar ekkert aö gera. Bryndfs Schram Ég vildi bara upplýsa lands- menn alla að þetta er ekki mein- ing tsfiröinga. Þetta er persónu- leg árásá þau hjónin frá Einari Val. Einar segireinnig aö þau hafi ekki gert neitt annað en að stunda sina vinnu. Mér er spurn. Hvað áttu þau að gera? Ég itreka það að mér finnst þetta bréf mjög ruddalegt og einnig það að þetta er engan veginn meining okkar Isfirð- inga. Jón Baldvin Hannibalsson Kennari, ekki skíða- maður Einar Valur Kristjáns- son, skiðamaður frá ísafirði, hafði samband við blaðið og bað um að eftirfarandi kæmi fram: „Fyrir stuttu birtist i lesenda- dálkum VIsis bréf frá Einari Val Kristjánssyni kennara frá Isa- firði, þar sem hann ræðst að þeim hjónum Jóni Baldvin Hannibalssyni og Bryndisi Schram. Þar eð viö heitum sama nafni vil ég taka fram aöþað varekki ég sem skrifaði áðurnefnt bréf enda hefur mér likað vel við þau hjónin. Einar Valur Kristjánsson skiðamaður, tsafirði SKYNDIMYNDIR Vandaðar litmyndir i öll skírteini. barna&fjölsky Idu - Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 Permanent Hárlitun Klippingar Hárgreiðslustofa STEINU 0G DÓDÓ Laugavegi 18 simi 24616 SOJA- BAUNA KJÖT NUTANA PRO er sojakjöt (unnið úr sojabaunum). Það bragðast líkt og venjulegt kjöt en inniheldur minna af fitu og meira af eggjahvítu- efnum. NUTANA PRO Fita: 3% Uxakjöt 74% Svínakjöt 73% Eggja- Kolvetni: hvítuefni: 38% 59% 0% 26% 0% 27% Venjulegur málsverður (um 150 gr.) af kjöti samsvarar um 410 hitaeiningum. Ef NUTANA PRO er notað í staðinn verður málsverðurinn aðeins 85 hitaeiningar! Góð feeilsa ep gæfa kveps iaaRRS --—n—---.. —i— REVLON snyrtivörur Ein vinsælasta, þekktasta og viðurkenndasta snyrtivörulina hins vestræna heims. Mjög fjölbreytt úrval af öllum gerðum snyrtivara til allra nota, sem við þó, því miður, eigum aldrei nema brot af vegna innflutningserfiðleika. Amerisk gæðavara í lúxusflokki. Hagstætt verð miðað við gæði. Einnig aörar snyrtivörur, t.d.: ' CKristian Dior Ckorfetcjtltffeffi phyTÍS ♦ sanssoucis jnfflrowwf K?C maxFactor LÍTIÐ INN OG LÍTIÐ Á , LAUGAVEGS APOTEK snyrtivömdeiki

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.