Vísir - 18.09.1978, Qupperneq 13

Vísir - 18.09.1978, Qupperneq 13
vism Mánudagur 18. september 1978 13 RUMIIR HELMINGUR BIL- VERÐSINS TIL RÍKISINS I Óhófleg skattheimta hefur leitt til þess að gömlum bilum er haldið gangandi mjög lengi hér ó landi Rikið fær i sinn hlut nær 60% af söluverði fólksbila, sem fluttir eru til landsins, og er það töluvert hærri hlutfallstala en gerist i nágrannalöndum okkar. 1 Noregi fær rikið i sinn hlut um 48%, I Svi- þjóð um 25%, á Englandi um 15%og i Hollandi um 37%, svo að dæmi séu nefnd. Þessi háu gjöld eru fyrir utan skatta á bílaeig- endur og gjöld af eldsneyti. A aðalfundi Bilgreinasam- bandsins, sem haldinn var á Húsavik fyrir skömmu var samþykkt ályktun, þar sem mót- mælt var skattheimtu rikisins af bifreiðaeigendum i formi aöflutn- ingsgjalda af bifreiðum og formi skatta á bifreiðaeigendur og gjalda á bensin. Segir i ályktuninni, að þessi skattheimta hafi leitt til hærri meðalaldurs bila hér á landi, svo og meiri sveiflna i innflutningi. Þetta hafi i för með sér aukinn viðgerðar- og viðhaldskostnað, sem sé bifreiðaeigendum, fyrir- tækjum i bilgreininni og þjóöinni i heild til skaða. í sundurliðun á söluverði fólks- bila hér á landi kemur i ljós, aö innkaupsverð bilsins erlendis er einungis 28,5% af söluveröi, heimflutningur 6,1%, rikið tekur 58,9% af kökunni, en álagning innflytjenda nemur 6,5% af heild- arsöluveröi. —GBG. HEILDARVERÐ TIL KAUPANDA 100% A þessari mynd er sundurliðað hvernig kaupverð nýs bils skiptist á milli framieiðanda biisins, þess sem annast flutning hans til landsins, rikisins og innflytjanda bilsins og sést þar aö hlutur rikissjóös I endan- legu bilveröi er tæp 60%. Bílgreinasambandið: INGIMUNDUR FORMAÐUR A aðalfundi Bilgreinasam- bandsins á Húsavik á dögunum var Ingimundur Sigfússon ein- róma kjörinn form a ður sam- bandsins. Fráfarandi formaður, Geir Þorsteinsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir i stjórn voru kjörnir þeir Þórir Jónsson, Matthias Guðmundsson Guðmundur Gislason, Birgir Guðnason, og Brynjar Pálsson. Til vara voru kjörnir Jón Hákon Magnússon og Gunnsteinn Skúlason. —GBG ingimundur Sigfússon. Bílaskoðun fari fram á verkstœðum Aðalfundur Biigreinasam- bandsins itrekaði fyrri ályktanir og samþykktir um, aö stefna beri að þvi að bifreiðaverkstæði, sem þess óska, og til þess eru útbúin, fái heimild til að annast lögboöna skoðun að öllu ieyti eða að hluta til, sé um sérþjónustuverkstæöi að ræða. Er gert ráð fyrir að sér- stakir dómbærir aðilar gangi úr skugga um hæfni verkstæðanna til þess að annast þessa þjónustu. Skoöunin verði framkvæmd undir yfirumsjón Bifreiðaeftirlits rikisins, sem fylgist að staðaldri með þeim bifreiðaverkstæðum, sem framkvæma s-..un. i ályktuninni segir, að aðal- fundurinn telji að nýtt fyrir- komulag, þar sem hluti ökutækja yrði skoðaður á viðurkenndum verkstæðum, jafnframt þvi að starfsaöstaða Bifreiðaeftirlits rikiáins yrði bætt, myndi stuðla að virkari og raunverulegra eftir- liti með ástandi ökutækja. Það hefði i för með sér aukiö um- ferðaröryggi, auk þess sem skoð- unarkostnaður bifreiða i heild muni lækka, — og umtstang og snúningar bifreiðaeigenda minnka. —GBG onnssHóu RSTuniDssonnn Innritun daglega frá 10-12 og 13-19 i símum: 20345 76624 38126 24959 74444 Kennslustaðir: REYKJAVÍK Brautarholt 4 Drafnarfell 4 Félagsheimili Fylkis KÓPAVOGUR Hamraborg 1 Kársnesskóli SELTJARNARNES Félagsheimilið HAFNARFJÖRÐUR Góðtemplarahúsið Kennum alla samkvœmisdansa, nýjustu tóningadansa, rokk og tjútt. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS OOO

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.