Vísir - 18.09.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 18.09.1978, Blaðsíða 8
Hundurinn Lassie var nýlega i New Vork, þar sem nýjasta kvik- tnyndin meö þessum frægasta hundi I heimi var frumsýnd. i samhandi viö komu Lassie til borgarinnar var haldin einhvers konar keppni, og verölaunin voru þau aö sá sigurvegarinn fengi aö hitta Lassie á Plaza Hotel. Þaö var Snoopy, litill biendingur, sem fékk þann heiöur aö setjast til borös meö I.assie og þeim var ekki boöiö upp á neinn venjulegan hundamat, heldur dýrindis nautahakk. Henry Kissinger, fyrrverandi utanrfkisráöherra Bandarikjanna, hefur litiö veriö i sviösljósinu undanfariö, miöaö viö þaö, sem áöur var. Hins vegar sést hann oft á almannafæri vestra, þótt þaö þyki ekki lengur sömu tiöindi og á meöan hann var einn valdamesti maöur heims. A myndinni hér aö ofan sést Kissinger tala viö hinn þekkta leikara, Jack Lemmon, aö tjaldabaki f Atkinson leikhúsinu i New York, aö lokinni sýningu á leikritinu „Tribute”, sem slegiö hefur i gegn I New York, en Lemmon leikur þar aöalhlutverkiö. UPI-MYND Fólk gengur stundum i hjónaband meö hinum furöulegasta hætti. Hjónakornin á myndinni heita George Diilman og Kimberly Fritz og eru frá Keading I Pennsynvaniu. Dillman er fyrrum karate-meistari I Bandarikjunum og hann hélt upp á brúökaup sitt meö þvi aö láta binda fyrir augu sin og kijúfa siöan cpli, sem sett var ofan á höfuö brúöarinnar, meö fornu Samuri- sveröi. -UPI-MYND Mánudagur 18. september 1978 VISIR leysinu í Thurmont I Meðan Anwar Sadat og Menachem Begin hafa átt viðræður sinar við Jimmy Carter i Camp David hafa um 300 blaðamenn, rit- stjórar, þáttaframleið- endur sjónvarpstækni- menn og Ijósmyndarar viða að úr heiminum safnast saman i bænum Thurmont skammt frá. Þeir hefðu eins vel getað verið heima, þvi að þeir hafa ekki haft erindi sem erfiði og engan til þess að tala við nema hver annan og svo Judy Powell, blaðafulltrúa Hvita hússins, sem hefur naumast einu sinni getað sagt þeim, hvað klukkan væri, hvað þá nokkrar fréttir af við- ræðunum. A öðrum degi viðræönanna settist einn fréttamanna News- week niður hjá Sam Donalds- soneinum af fréttariturum ABC- sjónvarpsins sem hefur þann fastastarfa að fylgjast meö Hvíta húsinu og forsetanum og ætlaði að eiga við hann viötal, fremur en gera ekkert. Naum- ast voru þeir fyrr byrjaöir spjallið en sænskir sjónvarps- menn- læddust að þeim og tóku að festa á filmu, hvernig frétta- menn bandarisku stórblaöanna bæru sig að. Fljótlega á eftir komu israelskir sjónvarpstöku- menn og fóru að mynda þá israelsku að störfum. Siöan slöngruðu að egypskir blaða- menn og fóru að hripa i vasa- bækur sinar minnispunkta um hvernig Israelsmenn kvik- mynduðu Sviana sem voru að kvikmynda... Þannig hefur þetta gengiö þessar tvær vikur, siðan viö- ræðurnar hófust i Camp David. Fréttamennirnir hafa nánast ekkert haft við að vera en sitja og stytta sér einhvern veginn stundir i blaöamannaherberg- inu, sem þeim var útvegaö i Thurmont. Eöa þeir hafa getað ranglaö um nágrenniö, lagt leiö sina um skóginn og að hliðum Camp David, þar sem safnast hefur floti af upptökubifreiðum sjónvarpsstööva. I þeim flota ber mest á lyftubil sem gægist upp úr skógarliminu og yfir girðinguna meö sjónopið skim- andi yfir um loftnetin standandi út I allar áttir eins og broddar á broddgelti. ...... En ein af ástæðum þess, að Carter valdi þennan fundarstaö var sú von hans, að losa samningamennina út úr þvi yfirlýsingastriði. sem einkennt hefur þessa mánuði sem liönir eru frá því aö Sadat Egypta- lands-forseti hóf friöarumleit- anir sinar viö Israelsmenn. Þvi fylgdi eölilega, að hann reyndi að halda þeim frá fjölmiölun- um. Og til þess að hindra aö hvorugur næði að stela senunni, hafa aöstoðarmenn Begins og Sadats orðið að lofa að láta Tiðindaleysi i blaöamannaherberginu I Thurmont. ógert að lepja I blööin þaö sem fram fer i viðræðunum. Egyptarog Israelsmenn sam- þykktu einnig aö Judy Powell skyldi einn látinn um það að henda einhverjum fréttamolum i blaöamennina. Verður ekki annaö sagt aö hann hafi þennan tima varast, maðurinn sá, mjög vel að tala ekki af sér. Powell hefur ekki einu sinni viljað gangast við þvi að nokkrar samningaviöræöur ættu sér stað I Camp David. Hann vill kalla þær heldur „alvarlegar viðræð- ur.” Þvi er það að einhver besta fréttakvikmyndin, sem sjón- varpaö hefur veriö frá við- ræöunum i Camp David, var að býflugu sem suðaði yfir blómi. Þessi fréttaþurrð hefur, eins og við mátti búast leitt einn og einn fréttamann út á glapstigu I tilraun til þess aö „scoopa” hina og verða sá eini, sem einhverjar fréttir fær af viöræðunum. Þær tilraunir hafa þó litið hjákátlega út. AP skýröi ranglega frá þvi að Carter og Begin hefðu átt 3 1/2 stundar viðræður á þriöju- degi og siðan borðað morgun- verð saman meö Sadat á mið- vikudegi. AP var eina frétta- stofan með þessa frétt, enda kom í ljós að fundurinn hafði ekki staðið nema i 2 stundir og morgunverðurin hafði aldrei verið snæddur i sameiningu. — AP rétti úr kútnum með þvi að Sjónvarpsmyndatökumaður aflar sér frétta að utan við lest- ur blaða, og fylgist þannig meö þvi, sem er aö gerast uppi i Camp David. ná fréttamynd af Sadat og Beg- in saman I sundlauginni, klukkustundu áður en aðal- keppinautur þeirra UPI haföi eintak af myndinni. Einn frétta- manna Baltimore Sun reyndi aö slá sér upp á þvi að þegar Sadat eins og aðrir Múhammeðstrúar- menn beindi bænum sinum til Mekka sneri hann i rauninni til Baltimore. Einhver Israelskur fréttamaður greip i örvæntingu sinni yfir fréttaleysinu til þess aö taka timann á skeiðklukku hvað faðmlög þeirra Carters og Begins, þegar þeir hittust við komu þess siðarnefnda til Camp David, hefðu staðið lengi. Það voru niu sekúndur, Þessi sami „tímavörður” komst að þeirri niðurstöðu, að faðmlög þeirra Carters og Sadats heföu staðið i þrettán sekúndur. En hann huggaði lesendur sina heima i Israel með þvi aö kveðjur þeirra Carters og Begins hefðu verið innilegri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.