Vísir - 18.09.1978, Blaðsíða 28

Vísir - 18.09.1978, Blaðsíða 28
 Ellefu ára stúlka lést efftir að ekið var á hana á gangbraut Dauðaslys varö i Reykja- vík um helgina. Ellcfu ára gömul stúlka varö fyrir bil á móts viö Hótel Esju á laugardag og var látin áöur en komiö var meö hana á sjúkrahús. Stúlkan var á gangbrautinni á móts viö Ilótel Esju, þegar hún varö fyrir bil, sem ók i austur- átt. Viröist sem ökumaöur hafi ekki komiö auga á stúikuna fyrr en of seint. Þetta hörmulega slys varö um hádegi á laugardag. Stúlkan hét Ingibjörg Sól- veig Hlööversdóttir, til heimilis aö Laugateig 42. —EA Hér sjáum viö sigurvegarann i torfæruakstrinum, Vilhjálm Ragnarsson. Visismynd: Gisli Gislason Hörkukeppni i torfœruakstri Vilhjálmur Ragnarsson fór með sigur af hólmi i torfæruaksturskeppni, sem haldin var viö Grindavik i gær. Keppnin var haldin á vegum Björgunarsveitar- innar Stakks i Keflavlk. Þátttakendur voru um tiu talsins. Sigurvegarinn i keppn- inni, sem ók bifreiö númer 10, hlaut 690 stig. 1 ööru sæti varö Þorsteinn Guöjónsson á bifreiö núm- er 7 meö 540 stig. Þriöji varö Benedikt Eyjólfsson á bifreiö númer 8 og hlaut hann 495 stig. —B.A. Islenska dýrasafnið var boðið upp á laugardaginn: Þessi kálfur átti sér stutta sögu áöur en hann var uppstoppaöur. Hann liföi I sex tíma, baulaöi tvisvar og dó. Myndin er frá uppboöinu i tollstöðinni. Visismynd JA Fór að mestu til Seffoss Þaö var Páli Lýösson, forstööumaöur, formaöur stjórnar safnhúsanna á Selfossi, sem fór meö langstærstan hluta tslenska dýrasafnsins heim á iaugardaginn. Safniö var boöiö upp á laugardaginn i Tollstöövarhúsinu og seldist fyrir rúmar fimm milljónir. Þar af keypti Páll fyrir 3,2 milljónir, sennilega milli 70 og 80 prósent safnsins. Dýrin voru keypt sem fyrsti visir af náttúru- gripasafni á Selfossi. Þangaö til þvi verður fundinn staður.veröa dýr- in geymd i ööru safnahús- inu. Meðal þess sem keypt var til Selfoss er hvitabjörninn og mikið af fuglum og spendýrum. —GA Skýrsla vinnwhóps um Suðurlandsskjálfta; Áhrif jarðskjálftanna gœtu orðið geigvœnleg ,,Mest hætta á stórum landskjálftum er nú talin vera á skjálftar á hverri öld siðan land byggðist og jarðfræðilegar Suðurlandi. Ritaðar heimildir sýna að þar hafa orðið stórir aðstæður benda til þess að svo verði enn um langa hrið.” Þetta segir meöal annars I formála aö skýrslu vinnuhóps Almannavarnaráös um jarðskjálfta á’Suöurlanidi og varnir gegn þeim. Skýrsla þessi hefur nú veriö send ráöamönnum þjóöarinnar, og hefur verið unnin á siðustu mánuöum. 1 þessari álitsgerð, sem nú hefur veriö skilaö, er vandanum lýst og tillögur geröar um tyrstu vtö- brögö til járöskjálfta- varna. Er mikiö verk sag't óunnið enn á þessu sviöi, og er vinnuhópurinn sam- mála um nauösyn þess, aö almannavarnir vinni áfram aö skipulagi og framkvæmd varnanna I samráöi viö visinda- menn, tæknimenn og for- svarsmenn sveitarfélag- anna á Suöurlandi. Segir, aö mat á hugsan- legu manntjóni og slys- um sé mjög erfitt, en áhrif landskjálftanna á bústofn og landbúnað al- mennt geti oröið geig- vænleg. Skemmdir á brothættum mjaltavéla- kerfum og dreifikerfum rafmagns gætu hugsan- lega valdið stórvandræö- um I umönnum bústofns- ins. Gera má ráð fyrir skemmdum á helstu sam- gönguleiðum og er brúm á ölfusá og Þjórsá einna hættast vegna legu þeirra Þá veröur einnig aö gera ráö fyrir miklu tjóni á simakerfi og aö aöal — háspennulinurnar frá Búrfells- og Sigöldu- virkjun gætu skemmst á stórum köflum. 1 skýrslunni segir m .a.: „Jafnhliða þvi aö kanna eöli og afleiöingar fyrri skjálfta meö jaröskjálfta- varnir i huga, er æskilegt aö stunda rannsóknir, sem gætu sýnt aödrag- anda skjálfta og siöar meir komiö aö gagni i viðvörunarskyni, þegar þekking er orðin nægi- leg.” Og siöar: „Menn ættu þvi ekki aö þurfa að óttast, aö rannsókn á aö- draganda skjálfta valdi óhug og óróa meðal fólks, heldur gæti hún reynst einn mikilvægasti hlekk urinn i virkum jarö- skjálftavörnum.” —EA SMÁAUGLÝSINCASÍMINN ER 86611 Smáauglýsingamóttaka alla virka daga frá 9-22. iLaugardaga frá 9-14 og sunnudaga frá 18-22. Banaslys um helgina Enn engin lausn á málum meinatœkna Hœtta störfum um mánaðamót Allt útlit er fyrir það að starf á rann- sóknarstofum sjúkrahúsanna leggist niður frá og með 1. október. Meinatækn- ar hætta störfum þann dag, og sú stétt hefur sagt upp störfum sinum frá og með þeim degi. Þeir sögðu upp störfum frá og með 1. júli, en riki og borg geta farið fram á þriggja mánaða framleng- ingu starfa. Deila meinatækna viö riki og borg stafar af rangri skilgreiningu á starfi þeirra,og felst þaö I leiöbeiningum og upp- eldisstörfum ef dæma má af þeim launaflokki sem meinatæknar voru settir i viö siöustu kjarasamn- inga, en þaö er 12 launa- flokkur. Meinatæknar telja sig eiga aö vera i 14. launaflokki, enda segir I skilgreiningu aö I þeim flokki skuli vera þeir sem starfa að rannsóknar- störfum og hafi fengið menntun i Tækniskólan- um og Háskólanum 1 Félagi meinatækna eru nú um 240 manns. —KP. VÍSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.