Vísir - 18.09.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 18.09.1978, Blaðsíða 11
Mánudagur 18. september 1978 STEFNU RÍKISSTJORNARINNAR I EFNAHAGSMALUM? þingmanna stjórnarandstöðu og stjórnar sem ríkisstjórnin réttir fram- leiösluatvinnuvegunum meö annarri hendinni er riflega tekiö aftur meö hinni. Ekki kann þaö góöri lukku aö stýra. Hvernig snertir efna- hagsstefnan aldraða fólkið? Eignaskattshækkunin fer verst meö hiö fulloröna fólk, sem á starfsárum sinum tókst að byggja yfir fjölskyldu sina og koma sér úr skuldunum. Hafi þetta fólk reynt að spara til elli- áranna hefur verðbólgan þegar gert þann sparnað að litlu sem engu eins og allir vita. En mönnum hnykkti þó enn viö er heyra mátti á forsætisráöherra I sjónvarpsþætti nú nýlega hvers sparifjáreigendur mega vænta. Fjallað var um vaxtahækkun og spurt hvernig fara myndi um innlánsvexti ef útlánsvextír lækkuðu. Gat ég ekki skilið annaö á forsætisráöherra en sparifjáreigendur mættu bara vel við una hugsanlega vaxta- lækkun, þar eð „hagsmunamál sparifjáreigenda væri lækkun verðbólgunnar.” En spurningin er: Getur rlkisstjórnin hugsað sér að draga enn úr möguleik- um fólks til að spara til elliára? Er stefna rikis- stjórnarinnar aðhald i rikisfjármálum? Fyrsta verk rikisstjórnarinn- ar var að fjölga ráðherrum. Látum það vera. En I öllum þeim umræðum, sem fram hafa farið um fjármálaráðstafanir rikisstjórnarinnar, hefur ekkert komið fram um það, hvernig beita á heimild bráðabirgðalag- anna til tveggja miljarða niður- skurðar rikisútgjalda. Verður þó að telja að það skipti máli. Enn siður er að þvi vikið hvernig koma á saman fjárlög- um næsta árs. En ætlað er að þar vanti um 20 milljarða til að standa undir niðurgreiðslum og útflutningsbótum. Vöruverðið öll þau atriði sem að framan eru talin, ættu fljótt á litið að mildast nokkuð við lækkun sölu- skatts af nokkrum vörutegund- um, sem i sjálfu sér er jákvæð ráðstöfun. Sá böggull fylgir þó skammrifi að ýmsar vöruteg- undir hækka mjög I verði um leið eða fljótlega. Valið á þeim vörutegundum sem hækka er mjög umdeilanlegt en rikis- stjórnin vill nú með þessu ákveða það fyrir fólk, hvað þvi er nauðsynlegt að kaupa og hvað ekki. Hætt er við að kjörin rýrni hjá þeim sem hafa annað viðhorf til búðarvarnings en rikisstjórnin. Timinn birtir 14. september lista yfir það hve helgarinn- kaupin verði ódýr að þessu sinni. En þess ber að gæta að sú dýrð stendur skemur en skyldi. Verðhækkun innfluttrar vöru vegna gengisfellingar er á næsta leitláhrif hækkunar vöru- gjalds i 30% eru enn óljós og ný verðákvörðun landbúnaðar- afurða mun fljótt hafa áhrif. Vissulega væri óskandi að lægra verðlag yrði varanlegt. En þvi miður er svo að sjá sem hér sé tjaldað til einnar nætur. Þær niðurgreiðslur sem um er að ræða og að er stefnt eru svo miklar að þær standast ekki til lengdar án enn aukinnar stór- felldrar skattlagningar á al- menning i landinu. Að óbreyttum visitölugrund- velli er með þessum aðferðum farið i kringum vandann i stað þess að ráðast gegn honum. Við skulum vona að takast megi að leiðrétta vankantana með betri yfirvegun og meira raunsæi,þviað öll verðum við að' sameinast um að koma efnahag landsins á traustari grundvöll og bæta ástandið til fram- ,,Öllum hlýtur að vera Ijóst að aðgerðirnar, sem nú er verið að gera, eru algjörar bráðabirgðaráð- stafanir. Allur andi þeirra og yfirbragð mót- ast af því að um bráða- birgðaúrræði er að ræða, sem aðeins geta staðið stuttan tíma. Þeir, sem um efnahagsmál fjalla, ættu að gera sér þetta ijóst, því að auðvitað skiptir það höfuðmáli i umræðunni um efnahags- mál, hvort litið er á tiltek- in úrræði sem skamm- tímalausnir, jafnvel neyðarlausnir, hvort um þau er f jallað eins og um væri að ræða framtíðar- stefnu í efnahagsmál- um'", sagði Sighvatur Björgvinsson, nýkjörinn formaður þingflokks Alþýðuf lokksins. Úrræði bráðabirgðalag- anna eru dæmigerð bráða- birgðaúrræði og það sem meira er hreinar neyðarlausnir i mörgum tilvikum, sem mótuð- ust annars vegar af þeim t skamma tima, sem til stefnu var, og hins vegar af þeirri staðreynd að stöðvun atvinnu- lifs og fjöldaatvinnuleysi var á næstu grösum, Sú gagnrýni, sem ráðstafanirnar sæta verður að sjálfsögðu að taka mið af þessu. Auðvitað eru ýmsir gall- ar á þeim, sem æskilegt væri að sniðnir væru af, en hér er ekki um að ræða íangtimaúrræði, heldur bráðabirgðalausnir, sem aðeins er ætlað að standa til skamms tima, til þess annars vegar að forða atvinnuleysi og hins vegar að skapa nokkurt svigrúm, eins konar friðarstund milli striða i efnahagsmálum þjóðarinnar, svo að stjórnvöld fái ráðrúm til að leggja grund- völl að gerbreyttri efnahags- stefnu. 1 minum huga skiptir höfuð- máli að hið skammvinna skjól bráðabirgðaráðstafana verði notað til að innleiða gjörbreytta efnahagsstefnu, þvi að ella munum við innan fárra mánaða standa aftur i sömu sporum og við stóðum nú i haust.” Umfjöllun blaða um efnahagsmál „Blaðamenn, sem fjalla um efnahagsmál og móta öðrum fremur almennar umræður um þau mál meðal þjóðarinnar, ættu að gera sjálfum sér og al- menningi þann stóra greiða að gefa sér nú einu sinni tima til að setja sig inn i grundvallaratriði efnahagsmála, svo að þeir geti i umfjöllun sinni skilið hismið frá kjarnanum og stuðlað að upp- lýstri umræðu um efnahags vanda þjóðarbúsins. Enginn annar málaflokkur ræður meiru um framtið og sjálfstæði þjóðarinnar en fram- vinda efnahagsmála á allra næstu árum. Samt sem áður virðist umræðan um þessi al- „tslendingar trúa hvorki á visindi né þekkingu f efnahagsmálum”, segir Sighvatur Björgvinsson Sighvatur Björgvinsson alþingismaður JRUUM A TÖFRA- LÆKNA OG SÉR- SKATTA ÍEFNA- HAGS- MÁLUM variegustu vandamálog afstaða manna til efnahagsmála mótast af þvi, að þvi meiri þekkingu sem menn hafi aflaö sér á efna- hagsmálum, þvi minna mark sé takandi á orðum þeirra. t umræðum um efnahagsmál eru tslendingar vanþróuð þjóð, sem trúir hvorki á visindi né þekkingu, heldur á töfralækna og seiðskratta. Og þvi miður eiga blöö og aðrir fjölmiðlar verulegan þátt i að halda þeim heiðindómi við lýði sökum grunnfærinnar umfjöllunar um efnahagsmál, sem ekki stafar af greindarskorti, heldur hreinni og beinni leti. Sú gerbreytta efnahagsstefna sem ég treysti, að núverandi rikisstjórn muni leggja grund- völl að i skammvinnu skjóli bráðabirgðaráðstafana veröur auðvitað ekki sköpuö á fáum mánuðum. Akveðin meginatriði verða þó strax fram að koma: t fyrsta lagi ræður það algjör- lega úrslitum, að það náist fram þegar á þessu ári sú endurskoð- un visitölunnar, sem tryggi launþegum kaupmátt i samræmi við þjóðarhag, styður stefnu A.S.t. um aukinn launa- jöfnuð i þjóðféíaginu og hvetur ekki til vixlhækkana verðlags og kaupgjalds. Koma þarf á öruggri stjórn á fjárfestingarmálum og ákveða hver sé hæfileg fjarmunamynd- un i þjóðfélaginu og i hvaða atvinnugreinar henni skuli beint. Koma þarf á jafnvægi i pen- ingamálum, til dæmis með þeim hætti að vaxtakjör taki mið af verðbólgustigi. Afnema þarf allar lögbinding- ar á framkvæmdaframlögum úr rikissjóði i öðrum lögum en fjárlögum og afnema um leið sjálfvirkni i útlánareglum og framlögum opinberra sjóða, þannig að rikisfjármálum verði hægt að stjórna i ramræmi við aöstæður á hverjum tima. Setja þarf strangar reglur um lántökur opinberra aðila, eink- um þó um erlendar fram- kvæmdalántökur. Stöðva þarf erlenda skuldasöfnun, afgreiða hallalaus fjárlög og standa fast á þvi að koma i veg fyrir við- skiptahalla við útlönd. Framkvæma þarf algjöra kerfisbreytingu i skattamálum i þá átt að leggja meiri áherslu á það að skattleggja eyðslu, óeðli- lega gróðamyndun og eignaupp- söfnun, en minna áherslu á að skattleggja aðrar tekjur en háar tekjur, en jafnframt að fella niður marga og flókna frádrátt- arliði tekjuskattsálagningar.” Lokaorð Sighvats voru. þau að: „Ef til vill tekst ekki að ná öll- um þessum áföngum fram á þeim stutta umþóttunartima, sem bráðabirgðaráðstafanirnar veita rikisstjórninni, en þeim mun meira setn gert verður af þessum toga, þeim mun auð- veldari verður viðureignin við óðaverðbólguna og þá efna- hagsupplausn, sem verið hefur á góðum vegi með að leggja samfélag okkar i rúst og þeim mun rikulegar munu núverandi stjórnarflokkar væntanlega uppskera i næstu kosningum.” - BA-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.