Vísir - 18.09.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 18.09.1978, Blaðsíða 3
3 VlSÍtt Mánudagur 18. september 1978 Hver fœr andvirdi bifreiða Breiðholts h.f.? Laugavegi 37 - 12851, Laugavegi 89 - 13008, Hafnarstrœn i7 - 13303, Glœsibœ Gjaldheimtan vill fa 15-16 milljónir „Fœr örugglega 6,5 milljónir", segir Jónas Gústafsson hjó borgarfógetaembœttinu Frumvarp um, að úthlutun uppboðsandvirðis rúmlega 22 miUjóna króna vegna sölu á bif- reiðum, sem voru i eigu Breið- holts h/f hefur nú verið samiö. Uppboö þetta var meöal annars knúiö fram vegna beiðni Gjald- heimtunnar, en þvi hafði fyrr i sumar verið frestað. ,,Gjaldheiintan fær óumdeilt rúmar 6 1/2 milljón, siðan eru það tæpar 9 milljónir, sem Gjaldheimtan gerir kröfur til að fá en er umdeilt’’, sagði Jónas Gústafsson hjá embætti borgar- fógeta, er Visir ræddi við hann. ,,l>að er niu milljónir, sem ganga tU annarra aðUa sam- kvæmt frumvarpinu, en Gjald- heimtan gerir kröfu til þess að fá þetta einnig. Það er óljóst hvernig þetta fer”. Jónas benti á það, að Gjald- heimtan hefði ekki verið i lög- tökum i öllum þeim bifreiðum, sem seldar voru á uppboðinu og voru áður eign Breiðholts h/f. Einnig benti hann á það, aö kostnaöur væri feikilega mikill á þessu. Er Jónas var spurður aö bvi. hvenær ljóst yrði, hvort Gjald- heimtan fengi eitthvað meira en þessa (i 1/2 mUljón, sagði hann að tekið gæti verulegan tima að fá úr þvi skoriö. „Það er hliðstætt úrskurðar- efni sem biður dóms hjá Hæsta- rétti, sem þetta veltur að nokkru leyti á i framtiðinni. Þá eru þetta einnig að hluta trygg- inga rskuldir, sem er óvist aö verði nokkurn tiina til. Það verðurað halda eftir peningum fyrir þeim engu að siður, alla- vega enn um sinn. Þetta eru ábyrgðir, sem Breiðholt h/f er i, sem er óvist að verði nokkurn tima raunhæfar. —BA— Verðtryggð spariskírteini geta verið skattskyld boðin til sölu. i auglýsing- um er það tekið fram að skirteinin svo og vextir af þeim og verðbætur séu undanþegin framtals- skyldu og skattlagningu á sama hátt og sparifé sam- kvæmt 21. gr. laga 68/1971. Ýmsir eru þeirrar skoðun- ar að sparifé sé aldrei framtals- eða skattskylt. Staðreyndin er hins vegar sú/ að hluti af sparifé getur auðveldlega orðið skatt- skylt. Aðili, sem á sparifé, þarf ekki að telja það fram, ef hann skuldar ekki neitt, eða hann skuldar ekki meira i fasteignatryggðum veð- skuldum til a.m.k. 10 ára en nemur hámarki lána Húsnæðis- málastjórnar. Hann þarf ekki heldur að telja fram þann hluta innistæðunnar, sem er umfram skuldir. Sparifé er skattskylt að móti lausaskuldum svo og þeim veð- skuldum, sem eru umfram há- mark lána Húsnæöismálastjórn- ar. Aðili, sem hefur tekið 500 þús- und króna lán i banka, en á spari- fé að upphæð 800 þúsund þarf að telja fram þær 500 þúsund krónur, sem samsvara þvi, sem hann skuldar. —BA AMERÍSKU HÁSKÓLA BOURNIR KOMNIR AFTUR Verðtryggð spariskír- teini eru nú á nýjan leik ;ÐTRY( tlSí þeim og verðbætur, eru und- anbeqin framtalsskvldu oq skattlaqningu á sama hátt oq, sparifé samkvæmt 21. grein , laga nr. 68/1971. Skírteinin __ eru gefin út í þremur sta krómJHTO^fflWpau skráð á nafn. . Sala «skírtpinanna hefst Úr auglýsingu Seölabankans um sölu spariskirteinanna. Endur- skoðið verðlags- mólin! Niöurstöður könnunar á inn- kaupsverði ýmissa vara á Norðurlöndum, er verðlagsstjóri birti, benda ótvirætt til þess að unnt sé að bæta kjör almennings i landinu án þess að hækka kaup i krónutölu, að þvi er segir i álykt- un frá formannafundi Kvenfé- lagasambands islands, er haldinn var fyrir skömmu. Þar segir að ljóst sé að taka verði verðlagsmál á islandi allt öðrum tökum en gert hefur verið hingað til. Skorar fundurinn á rikisstjórnina að finna viðunandi lausn þessara mála og búa svo um hnútana, að hagur seljenda verði sem mestur af þvi að gera sem hagkvæmust innkaup. KS Kjarvalsstaðir: Brottrekstur Aðalsteins samþykktur samhljóða „Engir þar til bærir aðilar fóru fram á það við Aðalstein, aðhann gegndi starfi sinu áfram eftiy 1. júli. Var þvi i alla staði óeðlilegt aðhann héldi störfum áfram eins og ekkert hefði i skorist”, segir I frétt, sem stjórn Kjarvalsstaða sendi frá sér i gær. Er þar f jallað um brottrekstur Aöalsteins Ingólfssonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Listráðs, úr starfi, scm getið var um i frétt i Visi á föstudag. 1 fréttinni segir ennfremur, að bréf formanns stjórnarinnar til vinnumálastjóra, þar sem farið var fram á að Aðalsteinn yrði tek- inn út af launaskrá, hafi ekki veriðeinkamál formannsins. Það hafi áður verið samþykkt sam- hljóða á fundi hússtjórnar, þannig að ábyrgð á bréfinu beri allirhús- stjórnarmenn, þótt formaður undirriti bréfið. Kemur fram að ráðningar- samningur listfræðings hússins hafi verið runninn út og ekkert sé óeðlilegt þótt nýir hússtjórnar- meðlimir þyrftu nokkurn umþótt- unartima til að móta nýja stefnu fýrir húsið. Allir samningar, sem gerðir hefðu verið við félög lista- manna séu nú úr gildi fallnir. Listamönnum hefur verið endur- greitt framlag sitt til hússins og þeir opnað sitt eigið sýningarhús. —GBG—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.