Vísir - 18.09.1978, Blaðsíða 15

Vísir - 18.09.1978, Blaðsíða 15
VISIR Mánudagur 18. september 1978 19 Keith Moon horfinn af sjónarsviði poppheimsins: Litríkur en lausbeislaður Gunnar Salvorsson skrifor um trommuleikarann Keith Moon, sem nýlega rúmi og söngkonan lést é sama hóteli, i sama herbergi og í sama Mama Cass fyrir nokkrum érum „Rigningarkvöld siöla árs 1964 kom hljómsveit er nefndi sig The Who i fyrsta sinn fram i Marquee klúbbnum i West End Lundúnaborgar. Keith Moon réöst bókstaflega á trommurnar og braut i þeirri viöureign nokkra kjuöa. Þegar hann gekk af sviöinu voru fötin límd viö hann og munnurinn galopinn af þreytu. Roger Daltrey öskraöi þar til hann var hás, svitinn draup af honum og hann braut hljóönemann á gólfinu. Pete Townsend hjó gltarhálsinum i magnarann uns hljóöfæriö var I tveimur hlutum. John Entwistle bassaleikari stóö i nokkurri fjarlægð svartklæddur og hreyfingarlaus...” Á þessum orðum hefst bók Gary Hermans um einhverja villtustu en jafnframt frumleg- ustu hljómsveit, sem starfað hefur i Bretlandi frá dögum Bitlanna. Hljómsveitina The Who. Trymbill hljómsveitarinnar, Keith Moon, lést fimmtudaginn 7. september af ofneyslu svefn- lyfja, 31 árs aö aldri. Hann lést á hóteli i Lundúnum þar sem hann bjó ásamt unnustu sinni, Ann- ette Walter-Lex. A þessu sama hóteli, i sama herbergi og ! sama rúmi lést söngkonan Cass EUiott eða „Mama Cash” fyrir nokkrum árum er brauðbiti hrökk ofan i hana. Cass var söngkona söngflokksins Mamas And The Papas, Ferill Keith Moon fæddist i Lundún- um 23. ágúst 1947. Fyrri hluta ársins 1964 bauöst honum trymbilstaða i hljómsveitinni High Numbers en meðlimir hennar voru þá Daltrey, Townshend og Entwisle, ungir menn á svipuöu reki og Moon, sem tók sæti 35 ára gamals trommuleikara, sem var talinn of gamall. Keith Moonlék um þettaleyti I hljómsveit aö nafni The Beach- combers. Skömmu eftir aö hann varö meðlimur High Numbers tóku viö umboði hljómsveitar- inar tveir friskir og hugmynda- rikir kvikmyndaleikstjórar, sem höföu fengist viö aö kvik- mynda popphljómsveitir. Þeir lögðu til aö breytt yröi um nafn á hljómsveitinni og varö nafnið The Who fyrir valinu, en þaö nafn höföuþeir félagar notaö áö- ur á ferli sinum. Skrílslæti t október þetta ár geröi hljómsveitin samning viö EMI- hljómplötufyrrtækiö og fyrsta plata hljómsveitarinnar leit dagsins ljós i janúar ári siöar. Aöallag þeirrar plötu var lagiö „I Can’t Explain.” Hljómsveitin varö brátt fræg fyrir lög sin og fræg aö endem- um fyrir uppátæki hljómsveit- armeðlima, sem oft virtust lík- ari villtum dýrum en mennsk- um mönnum. Keith Moon var jafnan sá, er mest kvaö aö á sviðinu, en Pete Townshend var oft engu betri. Brutu þeir hljóö- færi sin iðulega og unnu önnur spellvirki á eigum sinum og annarra. Moon var af þessum sökum oft uppnefndur og kallaður „Loon” eða hinn vit- skerti. AUt til þessa dags hefur hljómsveitin The Who veriö umtöluð vegna tittnefndra skrilsláta og hin siðari ár má segja að Keith Moon hafi leikiö sóló hvað þetta áhrærir. Hann lagöi hótelherbergi i rúst eyöi- lagði fjölda bila og grýtti tertum og öðrum lausamunum framan i fés nærstaddra. Sagt er aö hann Vörubifreiðoeigendur Bremsuborðar í: Volvo, Scania, Mercedes Benz og aftanívagna fyrirliggjandi. STILLING HF. Skeifan 11 simar 31340-82740. BÍLAVARAHLUTHT Rambler Classic Land-Rover Cortina '68 ' Escort '68 Opel Kadett wil|y* V 8 BÍLAPARTASALAN Hotófituni 10, simi 1 1397. Opió fra kl 9-6.30. laugardaga kl. 9 3 oy sunnudaga k I 13 hafi um dagana greitt sem sam- svarar um 120 milljónum Isl. króna i skaöabætur vegna skemmda sem hann olli. Marg- ar sögur eru til af Moon en hér skal aðeins ein sögö. Hús og bíll Keith Moon átti stórt og mikiö einbýlishús fyrir utan I.ondon og var það búiö öllum hugsan- legum þægindum. Einn daginn tók Moon eftir þvi aö Rolls Royce billinn hans var horfinn. Hafði hann litlar áhyggjur af hvarfinu og engar spurnir af bílnum. Um það bil hálfu ári siðar seldi Keith Moon félaga sinum i poppinu, Elton John, hús sitt og eitt fyrsta verk Eltons var að tæma skituga sundlaugina við húsiö. Þegar hann kom næst aö lauginni brá honum heldur en ekki i brún þvi Rolls Royce bill var á botni laugarinnar! Óhemja Sem trymbill var Keith Moon alla tið hátt skrifaður, þótt aldrei væri hann talinn i hópi þeirra allra fremstu. Hljóm- sveitin The Who átti nýlega fimmtán ára afmæli og af þvi tilefni sendi hún frá sér plötu Try mbillinn var oft sagður hegöa sér eins og svin! Keith Moon viö trommurnar nýverið, sem þegar er komin hátt á vinsældalista um allan heim. Ilinir liösmenn Who hafa lýst þvi yfir eftir sviplegt fráfall trommuleikarans, að hljóm- sveitin muni starfa áfram, en liklegl sé að nafni hennar veröi breytl. Keith Mooon var einn litrík- asti hljómlistarmaöurinn innan poppsins, sagöur drengur góöur og vinur vina sinna, þrátt fyrir lausbeislaða óhemju. INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1978 2.FL. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Fjármálaráðherra hefur fyrir hönd ríkissjóðs ákveðið að bjóða út verðtryggð spariskír- teini allt að fjárhæð 1000 milljónir króna. Kjör skírteinanna eru í aðal- atriðum þessi: Meðalvextir eru um 3,5% á ári, þau eru lengst til 20 ára og bundin til 5 ára frá útgáfu. Skírteinin bera vexti frá 10. september og eru með verðtryggingu miðað við breytingar á vísitölu bygging- arkostnaðar, er tekur gildi 1. október 1978. Skírteinin, svo og vextir af þeim og verðbætur, eru und- anþegin framtalsskyldu og skattlagningu á sama hátt og sparifé samkvæmt 21. grein laga nr. 68/1971. Skírteinin eru gefin út í þremur stærðum, 10.000, 50.000 og 100.000 krónum og skulu þau skráð á nafn. Sala skírteinanna hefst 15. þ.m. og eru þau til sölu hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um land allt svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá þessum aðilum. September 1978 ) SEÐLABANKI ISLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.