Vísir - 18.09.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 18.09.1978, Blaðsíða 9
VISIR . Mánudagur 18. september 1978 ( V Umsjón Guðmundur Pétursson ) Ótrúlegur úrangur viðrœðna þrímenn- inganna í Camp Dovid Anwar Sadat Egypta- landsforseti og Men- achem Begin forsætis- ráðherra Israels luku i gærkvöldi fundinum i Camp David með sam- komulagi um, að þeir mundu reyna að undirrita friðarsamning áður en þrir mánuðir væru liðnir. Þeim tókst einnig það, sem engum hefur tekist síðustu áratugina i Austurlöndum nær — að gera drög að líklegri sátt Araba og Israela. Undirritun skjaln Sitjandi sinn til hvorrar hand- ar Carter Bandarikjaforseta i austurherbergi Hvita hússins slógu þessir tveir leiötogar frá austurlöndum botninn i þrettán daga leyniviðræöur Camp Da- vid meö undirritun tveggja skjala — Annað skjalið hefur aö fela f sér lausn flestra helstu ' deilumálanna, nema það sem varðar landnám Gyðinga i Sin- ai, sem stendur i vegi fyrir frið- arsamningum Israels og Egyptalands. Hitt fjallar um sameiginlegar tillögur varðandi lausn á Palestinuvandamálinu, sem geti svo leitt til þess, að Israel afsali sér hernaðarlegum yfirráöum á vesturbakka Jór- dan og Gaza-svæðinu. Arangur viðræönanna i Camp David þykir hafa farið langt fram úr björtustu vonum, og marka stórt skref i átt til lausn- ar deilunni i Austurlöndum nær. Söguleg stund Við athöfn þar sem tilfinning- arnar náðu að brjótast fram, faðmaöi Carter forseti þá að sér til skiptis, Sadat og Begin. 1 lok- in tóku hinir brosgleiöu leiötog- ar höndum saman fyrir ljós- myndarana. Carter sagði að fundurinn i Setið að tafli I Camp David, Begin forsætisráðherra tsraels og Brzenski öryggisráðgjafi Carters forseta, hvila sig frá viðræðunum yfir manntafli. — Nú liggja fyrir tafllok viðræðnanna I Camp David. Camp David hefði veriö mikil- vægt framlag til friðar og ár- angurinn af þvi tagi, sem fyrir einu ári, jafnvel fyrir einum mánuði, hefði verið talið óhugs- andi. Israelski forsætisráöherrann kallaði Sadat ,,vin” sinn æ ofan i æ og sagði aö kalla ætti viðræð- urnar i Camp David „Jimmy Carter-ráöstefnuna”. — En það var Carter sem bauð til hennar, eftir að Egyptaland hafði slitið friðarviöræöunum við Israel. Fáir höfðu spáð henni árangri. Sadat forseti sagði, að vera þeirra allra þriggja i Hvita hús- inu við undirritun samkomu- lagsins um Sinai og vesturbakk- ann væri söguleg stund. — „Þessi undirritun felur i sér upphaf endurnýjaðrar friöarviö leitni.” sagði hann. — Sadat lagði fast að Carter að halda áfram þátttöku i tilraunum til þess aö koma á friði i Austur- löndum nær. Begin lýstiyfir: „Bandarikja- forsetiermaöurdagsinsog friö- urinn fagnar nú sigri”. — Hann rifjaði upp hvernig leiðtogarnir hefðu oft unnið fram til kl. þrjú um nætur og byrjað aftur kl. fimm að morgni, og sagði: „Bandarikjaforseti vann.. ég held, að hann hafi unnið haröar, en forfeður okkar gerðu þegar þeir störfuðu við pýramidana i Egyptalandi”. (Sem þrælar) Leiðtogarnir þrir flugu frá Camp David i gærkvöldi i þyrlu til Hvita hússins, til þess að reka endahnútinn á viðræðurnar með undirritun skjalanna. Meðan á þeirri athöfn stóö bað Begin for- sætisráðherra Sadat forseta aö undirrita friðarsamning Egyptalands og Israels, áður en þriggja mánaða fresturinn rynni út sem um var samið núna i Camp David „Fine, fine” (ágætt) var svart Sadats. Egyptaland og tsrael urðu ásátt um aö undirrita friöar- samning ef þeim tækist að leysa þrætuna um landnám Gyöinga i Sinai en þaö er frumskiíyrði af hálfu Sadats. Knesset (Israels- þing) mun fjalla um þá kröfu innan tveggja vikna. Pálmalrén standa ein uooi eftir iarðskiáiftann Sadat náöi samkomulagi viö Begin fyrir milligöngu Carters, en svo óánægðir eru sumir ráöherrar hans og ráðgjafar meö sam- komulagiö, aö þeir eru sagöir hafa farið aö fordæmi utanrikis- ráðherra hans og hafa sagt af sér. Grunur um fleiri þýsko skœruliða í Bretlandi óttast er, að nýjasti jarðskjálftinn í Iran, sem lagði bæinn Tabas í rústir og nærliggjandi þorp, hafi kostað að minnsta kosti 11.000 manns lífið. „Tabas er eins á aö sjá og ruslahaugur," sagði fréttamaður, sem komst til þessa bæjar í Khorassan- fylki. „Þar stendur ekkert upp úr nema pálmatrén. Hver einsta bygging hefur hrunið og þúsundir hafa grafist undir þeim." Talsmaður Rauða ljónsins og sólarinnar (Rauði kross Irans) sagði, að eyðileggingin væri svo viðtæk, að ógjörningur væri aö gera sér grein fyrir tióni eöa mannskaða I bili En eftir þvl sem fréttir taka að berast frá hörmungarsvæðinu, sem er rétt við landamæri Sovetrikjanna og Afghanistan, virðist eins og auð veldara veröi aö koma tölu á þá sem sluppu lifs úr þessum ham- förum en á hina, sem fórust. Þaö er sagt, að einungis 2.000 manns af upphaflegum 13.000 ibúum i Tabas hafi komist af. Liggja likin um öll stræti og undir rústunum i steikjandi sólar- hitanum og fá björgunarmenn, sem byrjaðir eru af grafa i rúst- unum i leit aö eftiríifandi fólki, vart haldist viö fyrir rotnunar- stækjunni. Jarðskjálftinn varð á laugar- dagskvöld i þann mund, sem fólk var að setjast að kvöldverðar- boröum. Mældist hann sjö stig á Richterkvaröa. Er þetta mann- skæðasti jarðskjálfti, sem herjaö hefur á íran frá þvi 1962, þegar 13.000 manns fórust, en það var lika i Khorassan. —Jaröskjálftinn var svo snarpur, aö siðasti kippurinn kom húsum i 700 km fjarlægð til að nötra. ----tran liggur á jarð- skjálftabelti jarðkringlunnar. Þar hafa kmiö um 20.000 jarö- skjálftar á þessari öld, sem kostaö hafa um 60.000 lifiö. Tabas, sem var á mörkum Kavir-eyðimerkurinnar, lenti i miöju jarðskjálftans, en frést hefur, að um 100 þorp hafi oröið fyrir meiri og minni sköðum af völdum hans. Um 40 þorp eru talin hafa gjöreyðilagst. Ekkert simasamband er viö þessa staði, vatnslaust er á svæðinu og orkulaust. Af ótta við að farsóttir brjótist út, eru öll lik sem finnast greftruö umsvifa- laust. Sérfræðingar Scotland Yard rannsaka i dag kvitt, sem kominn er á kreik um að önnur vesturþýsk kona, félagi úr Baader- Meinhofsamtökunum, fari huldu höfði í Bretlandi. Eftir handtöku Astrid Proll á föstudaginn — en hún hefur falið sig I Bretlandi í fjögur ár undir fölsku nafni — hefur vaknað grunur um, aö Susanne Albrecht sem eftirlýst er af þýskum yfir- völdum vegna tilraunar til mannráns, og morðs á banka- stjóranum Jiirgen Ponto i fyrra, leynist einnig i Bretlandi. Proll var eftirlýst vegna morð- tilraunar og ráns. Hún kemur fyrir rétt i dag i London, áöur en hún veröur framseld vestur-þýsk- um yfirvöldum. Susanne Albrecht, dóttir lög- manns i Hamborg, hefur ákaft verið leitað af vestur-þýsku lög- reglunni eftir morðið á Ponto. Ponto var skotinn fimm sinnnum i bakið, eftir aö Susanne, sem var náinn vinur fjölskyldu hans, haföi heimsótt hann, færandi honum rauðan rósavönd. 1 fylgd meö henni i þeirri heimsókn voru karl- maður og önnur kona.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.