Vísir - 21.09.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 21.09.1978, Blaðsíða 4
4 Kimmtudagur 21. september 1978\7T^H[ K- AUKAÞING S.U.S. Ungir Sjálfstæðismenn eru hvattir til þess að mæta á aukaþingi S.U.S. sem haldið verður dagana 30. sept. og 1. okt. i Valhöll, Þingvöllum. Félög ungra Sjálfstæðismanna um land allt eru hvött til að senda þátttökutilkynn- ingar til skrifstofu S.U.S. Valhöll, Háa- leitisbraut 1, Reykjavik, eða i sima 82900 (Stefán H. Stefánsson) fyrir 23. sept. n.t. í sláturtíðinni Húsmœður athugið Við höfum til sölu vaxbornar umbúðir af ýmsum stærðum. Hentugar til geymslu hverskonar matvæla. Komið i afgreiðsluna. Kassagerð Reykjavíkur Kleppsvegi 33 Sparið EKKM sporin en sparið i innkaupum Útsöluvörvrnar fœrðar um set BUXUR SKTRTUR PEYSUR BOLIR LEDURJAKKAR JAKKAR BLÚSSUR, OFL. OFL. Allt á útsöluverði Lítið við á lofftinu Loftið Laugavegi37 VISIR Okkur vantar umboðsmann á Neskaupstað Upplýsingar i síma 28383 VISIR Indriði G. Þorsteinsson/ rithöfundur. Vísismynd GVA. Verk um þióð- hátfðina komið til ótgefanda — rastt við Indriða G. Þorsteinsson, rithöfund, í tilefni af útkomu ritraðarinnar,,Tímar í lífi þjóðar" „Frá minum bæjar- dyrum séð eru þessar bækur skrifaðar með viðhorfi sagnfræðinn- ar. Þetta eru ekki venjuleg sagnfræðirit, en sagnfræðin er undir- staðan. Timabilin eru sett i skáldsöguform”, « sagði Indriði G. Þor- steinsson um þrjár bækur sinar sem Al- menna bókafélagið gaf nýlega út sem ritröð. Það eru bækurnar „Land og Synir”, „Norðan við strið”, og „Sjötiu og niu af stöð- inni.” Ritröðin hefur hlotið heitið „Timar i lifiþjóðar”,og stendur það heiti framan á spjöldum bókanna. Þessar þrjár skáld- sögur Indriða eiga það sam- eiginlegt meðal annars að þær gerast allar á mestu umbreyt- ingatimum sem yfir Islendinga hafa gengið og á þeim sviðum þar sem mestu breytingarnar áttu sér stað. Um sameiginlegar persónur er hinsvegar ekki að ræða og hver saga er algjörlega sjálfstæð. Sögurnar leitast hins- vegar allar við að lýsa því fólki sem lifði breytingarnar, við- horfum þess og andlegri liðan. Að sögn Indriða voru bækurn- ar skrifaðar á löngum tima og með miklum umþenkingum. „Þetta er einskonar sagnfræði þjóðar”, sagði hann. Tveggja binda verk um þjóðhátiðina „Églauk viðá þvi sumri sem nú er að liða, að taka saman tveggja binda verk um þjóðhá- tiðina á Þingvöllum, og það er nú komið til útgefenda”, sagði Indriði þegar hann var spurður um hvað hann væri að fást við núna. „Það var Ólafur Jó- hannesson, sem fól mér á sinum tima að vinna sögu þessarar hátiðar, og ég hafði siðan sam- vinnu ivið Geir Hallgrimsson á siðasta kjörtimabili”. „Brynleifur Tóbiasson skrif- aði bók um hátiðina 1874, það var skrifuð bók um hátiðina 1930 og einnig 1944, þannig að þetta er svona siðvenja”, sagði Indriði. \ Hann sagðist einnig hafa velt fyrir sér nýju skáldverki i sum- ar, og byrjað á þvi. „Og svo er það Kjarvalsbókin. Gagnasöfn- un i sambandi við hana er alltaf i gangi. Maðurinn lifði mikið og lengi og þar er yfirþyrmandi efni út um allt land, sem þarf að safna’ Gert er ráð fvrir að bók- in komi út á hundruðustu ártið Kjarvals, árið 1985. Edda-film „Það er lítið að frétta af Edda-film, þvi miður”, sagði Indriði þegar hann var spurður frétta af þvi fyrirtæki. „Þær áætlanir sem eru á prjónunum, hafa einhvernveginn aldrei komist af stað. Það stafar af fjármagnsvandamálum og einnig er það vegna þess að þeir sem eru i þessu eru á tvistringi útum allt. Starfsemin liggur þvi að mestu niðri — að sinni”. „Jú, það er rétt að við erum i sarabandi við National Film Board of Canada, um gerð myndar um hörmungarnar við Willow Point við Winnipegvatn 1875. Willow Point er vist þýtt Viðines á islensku, og þar mun- aði engu að allir dæju fyrsta vetur Islendinga þar. Kanada- menn hafa sýnt þessu mikinn áhuga, en annríki og fjár- magnsvandamál hafa gert það að verkum að hreyfing er litil á málinu”. —GA Fengu 110 þýskar bœkur að gjöf Bókasafni Kópavogs hefur verið afhent bókagjöf frá MARTIN-BEHAIM GESELL- SCHAFT í Darmstadt, Vestur-Þýskalandi, en sú stofn- im hefur að markmiði að kynna þýskar bókmenntir og menn- ingu. 1 kaffisamsæti, sem haldið var af þessu tilefni i Bókasafni Kópavogs, afhenti sendiráðu- nautur Sambandslýðveldisins Þýskalands, Karlheinz H. G. Krug bækurnar fyrir hönd stofnunarinnar. Bækurnar eru 110 að tölu og valdar af mikilli kostgæfni til þess að sýna þver- snið af þýskum nútimabók- menntum, fagurbókmenntum sem f ræðibókmenntum . Má nefna sem dæmi höfunda eins og H. Böll, G. Grass.T. Mann, H. Hesse og K. Lorenz. Bækurnar verða til sýnis og útláns i Bókasafni Kópavogs næstu daga, en safnið er til húsa i Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð, og er það opið alla virka daganemalaugardaga kl. 14-21.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.