Vísir - 21.09.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 21.09.1978, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 21. seDtemher 1978 VISIR VISIR utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjdri: Davlö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrlmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrín Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlitog hönnun: JónOskar Hafsteinsson, MagnúsOlafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14 simi 86611 7 Ifnur Askriftargjald er kr. 2000 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f. Jafn kosningaréttur Nýkjörið Alþingi þarf mjög fljótlega að svara þeirri spurningu, hvernig þaðætlar að bregðast við kröf um um jafnan kosningarétt. Síðasta þing sveik kjósendur um aðgerðir í þessum efnum, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Ástæða er til þess að knýja á um að nú verði þegar í upp- hafi kjörtímabilsins teknar ákvarðanir um, hvernig að málinu verður staðið. Rikisstjórnin hefur ákveðið að skipa nýja nefnd til þess að endurskoða stjórnarskrána í samræmi við samþykkt Alþingis f rá því i vor sem leið . Þetta er allt of óákveðin yfirlýsing. Nauðsýnlegt er að marka miklu ákveðnari stef nu þegar í upphaf i, ef þingið ætlar sér að gera eitthvað annað og meira en gefa meiningarlaus fyrirheit. Ákvarðanir um kjördæmaskipan og breytta kosninga- hætti á í fyrsta lagi að taka sjálfstætt utan við almenna endurskoðun stjórnarinnar.Hér er um veigameira mál en svo að ræða, að því verði breytt í einhverri sérfræðinganefnd. Það sem beðið er eftir er pólitísk afstaða flokkanna og ekkert annað. Það má gjarnan skipa nýja almenna stjórna'rskrár- nefnd, en þingflokkarnir verða sjálfir að hafa frum- kvæði að breyttri kjördæmaskipan. Krafan um jafnan kosningarétt er miklu alvarlegri en svo, að þingið geti vikið sér enn einu sinni undan því að taka afstöðu til málsins. Eins og málum er komið er nokkuð Ijóst, að jafn kosningaréttur fæst ekki nema með f jölgun þingmanna. Hún er ekki beinlinis æskileg, en markmiðið er svo þýðingarmikið að það verður ekki talið dýru verði keypt, þó að sú leið verði farin í stað þess að fækka þingmönnum landsbyggðarinnar. Flest bendir til þess að eðlilegasta lausnin á þessu vandamáli felist í því að skipta núverandi Reykjanes- kjördæmi og Reykjavík upp i að minnsta kosti fimm kjördæmi með fimm til sex kjördæmakjörnum þingmönnum. Um leið yrði að tryggja litlum flokkum rétt til uppbótarþingsæta þó að þeir hafi ekki fengið kjördæmiskjörinn þingmann. AAörkin mætti t.d. setja við 8% af kjósendum. AAeð þessu móti er öllum kostum núverandi hlutfalls- kosninga haldið. Jafnvægi á að ríkja milli flokka samhliða því sem kjósendur fengju allir sama kosningarétt, án þess að fækka þyrfti þingmönnum landsbyggðarinnar. Ymsar f leiri leiðir má að sjálfsögðu fara, en þessi er einföld og hefur minnsta röskun i för með sér, því að kosningakerfið helst að miklu leyti óbreytt. Spurningin er fyrst og f remst sú, hvort þingf lokkarnir eru reiðubúnir til þess að viðurkenna jafnan kosningarétt. Ástæða er til að knýja á um skýr svör í því ef ni þegar við upphaf kjörtímabilsins. Ný nef ndarskipun svarar engum spurningum þar að lútandi. Þvert á móti gef ur hún til kynna að þæf a eigi málið enn um sinn. Sumir halda að mismunun í kosningarétti sé þáttur í byggðastefnu. Það er á misskilningi byggt. AAiklu nær væri að gjörbreyta um stef nu á því sviði með þvi að auka völd sveitarfélaganna og gefa þeim stærri hlut af opin- berum fekjustofnum. [ dag á landsbyggðin allt sitt undir skömmtunarstjórum í Reykjavík. Þetta kerf i á að brjóta upp. Aðgerðir í þessa veru lúta að raunhæfri byggðar- stefnu. Jafn kosningaréttur er á hinn bóginn krafa um að allir njóti sömu borgarlegu réttinda til þess að velja fulltrúa á löggjafarsamkomuna. Svíki Alþingi enn, þarf að skipuleggja virkar utanþingsaðferðir til þess að knýja á um efndir. * SINFÓNÍUBAU A NUPI: Allt á útopnu hjá dixilandbandinu. Arni Elfar, Björn R. og Gunnar Egilson blása. Eftir erfiða daga að blása i lúðra og berja bumbur svo undir tók i öll- • um fjöllum vestra hristu félagar i Sinfóniunni af sér ok nótna og dirigenta og blésu af fingrum fram einsog á Borginni i gamla daga. Sveitin hefur gist á Núpi I Dýra-. firöi á feröum sinum um Vestfjöröu og var svo nú sem fyrr. Þegar tiö- indamann Visis, Finnboga Her- mannsson, bar aö, var allt i fúll sving i matsalnum. Dixilandtónlist fyllti þarhvernkrók og kima þar sem þeir háðu einvigi á básúnurnar Björn R. og Arni Elfar. Guöný konsertmeist- ari sýndi á sér enn eina hliö og barði bumbur i djöfulmóö. Gömlu menn- irnir i bandinu, sem vanir eru aö lókka fram seiðandi tóna á fiðlutré blésu nú allt hvaö af tók á trompeta og saxófóna. Kristinn Hallsson sem daglega er baritón var nú bassi og lék af hjartans list. Verðbólgan er ofleíðing efna- hagsstefnunnar Fyrirbærið verðbólga er ekkert nýtt afkvæmi efna- hagsstarfseminnar á Islandi. Síður en svo. Á þessari öld hafa verið a.m.k. fimrp alvarleg verðbólguskeið, sem spannað hafa 28 ár eða meira af umliðnum 78 árum. I þessum pistli læt ég nægja að skilgreina verðbólguskeið sem tímabil umtalsverðrar verðbólgu afmarkað af verulegum mismun í vaxtarhraða verðlags nærliggjandi ára. Skoðum þessi verðbólguskeið i eftirfarandi töflu: TAFLA 1: FIMM tSLENZK VERÐBÓLGUSKEIÐ Timabil Arafjöldi Verðbólga (ársmeðaltal) /timabil 1914-20 6 28% 1940-43 4 30% 1950-52 3 27% 1960-64 5 13% 1969-77 9 27% Frumheimild : Hagstofa tslands. Tölfræðihandbókin 1974 Ofangreind.tafla ber með sér að verðbólguskeiðin hafa verið mis- löng, allt frá 3 til 9 ára. Sammerkt er þessum timabilum, að sér- hvert þeirra kemur i kjölfar veru- legrar alþjfiðlegrar spennu. Þannig er fyrsta skeiðið svörun við heimstyrjöldinni fyrri, annaö skeiðið tilsvarandi seinni heim- styrjöldinni og eftirmáli að geng- islækkunum pundsins og annarra gjaldmiðla, þriðja skeiðið átti ennfremur upptök i gengislækkun pundsins og fleiri mikilvægra gjaldmiðla, fjórða skeiðið má sömuleiðis rekja til mikilla gengisraskana á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og efnahags- þenslu Bandarikjanna i kjalsogið (sem rót sina átti að rekja til striðsrekstrar m.a. Viet-Nam) og siðasta skeiðið kom við og eftir hið mikla fall dollarans (sem rekja mátti til langvarandi um- frameyðslu Bandarikjamanna og neikvæðs viðskiptajafnaðar, sbr. fyrri ástæðu) og siðar meiriháttar vantraust á hinum hefðbundnu alþjóðlegu gjaldmiðl- um, pundi og dollara. Þetta leysti siðar úr læðingi verðstrið á milli vanþróaðra landa og iðnrikja, á milli hráefna- og iðnaðarvarn- ings. Afleiöing leyfilegs atferlis á mörkuöunum í ljósi þess, hve islenzkt efna- hagslif er „opið” i þeirri merk- ingu, að utanrikisviðskipti eru stór hluti heildarumsvifa þjóðar- búsins, þá hefur mönnum reynzt auðvelt að skella skuldinni á hinn erlenda þátt i innlendri verö- bólgumyndun. En þá er áhuga- vert að lita til þess, hvert sé sam- hengið milli innlendrar verð- bólguþróunar, hinna erlendu verðáhrifa innanlands, og alþjóð- legrar verðþróunar. Ef innlend verðbólga fylgir erlendri i stórum dráttum (eins og Friedman fullyrðir), þá má velta fyrir sér inntakinu i sjálfstæði þjóðarinn- ar, nema að ákvörðunarvaldið að baki þeirri verðbóiguþróun liggi a.m.k. að einhverju leyti i hönd- um innlendra aðilja. tslenzk verðbólga hefur um árabil veriö meiri en viðast annars staðar og tel ég að það megi rekja til innlendra ástæðna. Kjarni máls- ins er sá, að verðbólgan er afleið- ing hins leyfilega efnahagslega atferlis einstaklinganna á mörk- uöunum og á minna skylt við framandi erlend áhrif eða yfirnáttúruleg fyrirbæri. G Birgir Björn Sigurjónsson skrifor: 3 f-------------------\ „Dæmi um aðgerðir gegn verðbólgu: Nið- urgreiðslur rekstrar- og f járfestingarf jár- magns verði afnumd- ar, misrétti fram- leiðsluþáttanna verði skattlagt og opinber eftirspurn minni á verðbólgutimum". Innlendir verðbólguvaldar I umræðunni um verðbólguna er mikiö tönnlazt á þvi, hve inn- ler.dur kostnaður vex miklu meira en fær samrýmzt sam- keppnishæfni útflutningsatvinnu- veganna. Er hér liklega átt við þróun kaupgjalds, þar eð fjárfest- ingarfjármagn hefur alla tið ver- ið verulega niðurgreitt en kostn- aður vegna lántöku er þar að auki frádráttarbær til skatts. Til að einfalda máliðmá skoða almenna útlánsvexti banka sem visi fjármagnskostnaðar (þó fyrr-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.