Vísir - 21.09.1978, Blaðsíða 23

Vísir - 21.09.1978, Blaðsíða 23
VISIR Fimmtudagur 21. september 1978 Farmenn heimta fískverðshœkkun Félagar i Farmanna- og fiski- mannasambandinu hafa i yfir- lvsingu lagt áherslu á kröfuna um að fiskverð verði hækkab svo að sjómönnum veröi tryggöar viðunandi kjarabætur. t áívktun frá fundi stjórnar og formanna sambandsfélaga Far- manna- og fiskimannasam- bandsins var þessi krafa sett fram. Þar var einnig fjallað um nokkur önnur hagsmunamál sjómanna. Þar segir m.a. um friðunar- aðgerðir: __________________ „Þar sem rikisstjórnin hefur i samstarfsyfirlýsingu sinni m.a. boöað auknar friöunaraðgerðir fiskistofna leggur fundurinn á það þunga áherslu að þær ráðstafanir sem geröar kunni að verða verði i fullu samráði við samtök sjómanna. Fundurinn skorar á rikisstjórnina að hlut- ast til um það að þegar geröar eru friðunaraðgeröir þá fái sjó- menn bætt launatap það sem af þvi hlýst t.d. með greiðslum úr atvinnuleysistryggingas jóði. Um ráðstöfun gengis- hagnaðar og verðlags- ráð Fundurinn krefst þess aö sköpuð verði skilyröi til fisk- verðshækkunar sem tryggi sjó- mönnum viðunandi kjarabætur. Einnig aö eðlileg starfsemi verðlagsráðs verði á engann veg heft meö lagaboði. Fundur- inn itrekar fyrri kröfur samtak- anna um endurskipulagningu fiskiðnaðarins svo að honum reynist unnt að standa undir eðlilegu fiskverði. og launa- greiöslum starfsfólks. Samtök sjómanna verði höfð með i ráðum við ráðstöfun gengis- munasjóðs. Um endurskoðun vísi- tölu Fundurinn tekur undir þá yfirlýsingu rikisstjórnarinnar að visitölukerfið verði tekið til endurskoðunar.” Þrjú nöfn vantaði I greinin.ni um Galleri Lang- brók, sem birtist i Helgarblaöi Visis féllu niður þrjú nöfn aö- standenda Gallerisins. bað eru tólf listakonur sem standa að Galleri Langbrók og þær eru: Kolbrún Björgólfsdóttir leirkera- smiður, ,Guðrún Gunnarsdóttir myndvefari, Guörún Auðunsdótt- ir textilhönnuður, Guðrún Marinósdóttir textilhönnuður, Steinunn Bergsteinsdóttir textil- hönnuður, Asrún Kristjánsdóttir textilhönnuður, Sigrún Guð- mundsdóttir • textilhönnuður, Sigurlaug Jóhannesdóttir vefari, Eva Vilhelmsdóttir fatahönn- uður, Þorbjörg Þórðardóttir textilhönnuöur, Sigrún Eldjárn grafiker og Ragna Róbertsdóttir textilhönnuður. Visir boðar áskrifendum sinum enn mikinn fögnuð sem er Útsýnarferð, fyrirtvo, til Florida, i ferðagetrauninni góðu. Hún verður dregin út 25. september. Skotsilfur verður nóg þvi Visir er öðlingur og borgar gjaldeyrinn líka. Ströndin á MIAMIBEACH á enga sina lika i heiminum, sólin ómæld og sjórinn raunverulega volgur. En Florida er meira en sól og strönd þvi segja má að Florida- ít- ‘ skaginn sé samnefnari alls þess makalausasta sem ferðamaður getur vænst að sjá á lífsleiðinni og tækifæri til skoðunarferða eru ótæmandi. Það er að finna, til að mynda, viðfrægasta sædýrasafn veraldar, w MIAMI SÆDÝRASAFNIÐ LJÓNA SAFARI SVÆÐIÐ en þar eru Ijón og önnur frumskógardýr i sínu náttúrulega umhverfi. Að ógleymdum mesta skemmtigarði heims, DISNEY WORLD. Skammt þaðan er KENNEDYHÖFÐI, stökkþallur mannsins inn i geimöldina. Hótel, matur og viðurgerningur allur er eins og hann þekkist bestur. Með áskrift að Vísi átt þú möguleika á stórkostlegri ævintýraferð í ábót á sjálfan aðalávinninginn, Visi. SÍMINN er 86611. Nýir áskrifendur geta líka verið meó! Dregið 25. september. • •• •p 9 €'< 23 l® ® "ÉÖáání KATTASKOTT ■ Geturðu sannað að köttur hafi þrjú skott? Það er einfalt: Enginn köttur liefur tvö skott. Einn köttur liefur einu skotti meira en enginn köttur. Þess vegna er einn köttur með þrjú skott. 0 Vilinuiiilur. ® : ÞÖGN? : 9 Svo bregðast krosstré senfö • önnur tré. Vilmundui9 • Gylfason var í gær spurður un^ ® ráðningu Georgs Tryggva- ® soliar sem aðstoðarmann^ c“ i'éla gs má la rá ðherra , ei^ 0 Vilmundur gerði athugasemd ® við þá ráðningu á þingflokks-® • fundi ekkialls fyrir löngu. 9 9 Vilmundur vildi ekkert un^ • það segja, sagði aðeins alS® ® málið væri ekki til umræðu. Man nokkur eftir þvi al^ ( Vilmundur hafi áður neitað @ þvi að tala? HVAÐA ! KJARABÓT? : 0 Verðlækkanir á ýmsumjj 0 nauðsynjavörum eru ekki al-Q • veg eins mikil kjarabót og l • margir virðast halda. Gengis-® • fcllingin sem kom um leið étur fljótlega upp lækkunina á öll- um erlendum vörum, cða um leið og gamlar birgðir eru á þrotuni. 0 0 Þegar dæmið er gengið upp ® verða þvi ansi margir vöru-® • flokkar horfnir af verð-iS • lækk u na rs krán n i. Verð- hækkanaskriðan er nú að fara af stað og mun „stækka” næslu daga. Þetta er dálítið alvarlegt mál og gottað sjá að einhver á Timanum gerir sér grein fyrir þvi. Þar eru i forsiöufrétt rak- in áhrif gengisfellingarinnar gegn niðurfellingunum og m.a. sagt: ,,Með öðrum orðum þrátt fyrir 16 prósent lækkun verð-® lags og 4 prósent lækkun • álagningar mun vöruverö® • sennilega ekkert lækka I® • búðum ef litið er til lengri tima." (nema á innlendum vörum ). j MEÐ LÖGUM j • Þjóðviljinn missti heldur® ® betur niöur um sig I gær. !• • leiðaranum var gerö hörð árás® • á kaupmenn og önnur® borgaraleg illmenni og hófst hann meö þessum orðum: ,Þaö er þekkt úr pólitískri sögu, bæöi hér heima og|” 0 erlendis, hversu gjarnt^ 0 borgaralegum stjórnmála-® • mönnum er að vitna til laga og@ • réttar þegar þeir gegna hlut-* verki sinu við aö verja hags-* muni auðvaldsins. Þetta leiöir- meö eðlilegum hætti af allri gerð borgaralegs þjóðfélags”. 0 Og á forsiðu Þjóðviljans I,v ® gær er svo frétt um nýja, viðskiptaráðherrann okkar,® meö svohljóðandi fyrirsögn: „Svavar Gestsson, viöskipta- ráöherra: KAUPMÖNNUMf BER SKYLDA TIL AÐ FARA AÐ LöGUM". 0 Ef einhver hefur einhvern- tima dottið um sjálfan sig i(: • pólitiskum tviskinnungshætti • þá er það Þjóöviljinn I gær. ® Eöa kannske ráðherrann? —ÓT ••••••••••••••••

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.