Vísir - 21.09.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 21.09.1978, Blaðsíða 3
vism Fimmtudagur 21. september 1978 3 Reykingar dýrar fyrir þjóðfélagið Kostnaðurinn meiri en tekjur af sölu „Óhætt er að fullyrða að kostnaður þjóð- félagsins vegna reyk- inga landsmanna er mun meiri en þær hreinu tekjur sem tó- bakssalan skilar i rikissjóð”, sagði ólafur Ragnarsson formaður samstarfsnefndar um reykingavarnir á blaðamannafundi nefndarinnar i gær. ,,Þá á ég við þann kostnaö”, sagöi Ólafur, ,,spm skapast vegna áhrifa reykinganna á heilsufar landsmanna, það er sjúkrakostnað tapaðar vinnu- s.tundir og fleira. Otgjöld ein- staklinganna sjálfra vegna tóbakskaupa eru þó ekki tekin með i reikninginn." Samstarfsnefndin á árs af- mæli um þessar mundir. Hlut- verkhennarer að annast fram- kvæmd laga þeirra sem sam- þykkt voruá alþingi vorið 1977, um ráðstafanir til aö draga tir tóbaksreykingum og aðrar að- gerðir á því sviði. 1 samstarfsnefndinni eiga sæti Ólafur Ragnarsson rit- stjóri, Asgeir Guðmundsson, skólastjóri og Þorvarður örnólfsson, framkvæmdastjóri. Samstarfsnefndin er til húsa að Lágmúla 9 i Reykjavik. Þaðan er starfsemi hennar stjórnað — haldið tengslum við þá aðila sem vinna að reykinga- vörnum i landinu og miðlað þvi upplýsingaefni sem nefndin gefur út. Til þess aö treysta tengsl nefndarinnar viö landsbyggöina hafa nú verið fengnir umboðs- menn i öllum landshlutum sem annast munu miðlun ýmiskonar kynningarefnis frá nefndinni i byggðum sinum. Umboðs- mennirnir eru nú um 40 i kaup- stööum og kauptúnum. Næsta þriöjudag verður haldin ráðstefna um reykinga- mál á Hótel Loftleiðum sem nefndin gengst fyrir en næsta stórverkefni er réyklausi dagurinn i' janúar. —GA Ásqeir Guðmundssori/ ólafur Ragnarssonog Þorvarður örnólfsson á blaðamanna fundinum i gær. Visismynd GVA Vinnuveitendasambandið: Spá57% launa- hœkkun Hagdeild Vinnuveit- endasambands íslands hefur i samvinnu við Framleiðni sf. gert spá um þróun framfærslu- visitölunnar og launa og þróun dollaragengis til loka ársins 1979. Samkvæmt niður- stöðum spárinnar mun framfærsluvisitalan hækka um 42,9% frá 1. nóvember n.k. til 1. nóvember á næsta ári og laun hækka um 57% frá 1. september s.l. til ársloka 1979 án þess að til komi grunnkaups- hækkanir. Gert er ráð fyrir að gengi dollarans hækki um 58% frá þvi sem nú er og til ára- móta 1979-1980. í frétt frá Vinnuveitendasam- bandi Islands segir m.a. að af þessu megi ráöa að að óbreyttu núverandi vlsitölukerfi muni reynast ókleift að stemma stigu við þeirri 40-50% verðbólgu sem hér hafi geisað. Þvi sé mikiö i húfi að samkomulag takist um endurskoðun visitölukerfisins. Forsendur Meðal þeirra forsenda sem lagðar eru til grundvallar spánni er að visitölubætur á laun verði greiddar samkvæmt núgildandi visitölukerfi allt næsta ár en ekki verði um grunnkaupshækkanir að ræða. Niðurgreiðslum frá 1. september verði haldið áfram i núverandiformi enekki komi til frekari niðurgreiðslur 1. desem- ber n.k. Viðskiptakjör verði svipuö og á siðasta ári. Fiskverð frá 1. október 1978 hækki um 8% eöa sama og meðalhækkun. launa i fisk- vinnslunni. Jafnframt er gert ráö fyrir sömu hækkun á fiskverði og nemur launa- hækkunum f iskvinnslufólks. Gert er ráð fyrir að 8% fisk- verðshækkunin 1. október n.k. verði greidd úr Verðjöfnunar- sjóði fram til ársloka 1978. 1 janúár á næsta ári verði Verö- jöfnunarsjóður tómur og þá verði að koma til 12,5% gengis- felling, sem þýöir rúmlega 14% hækkun á erlendum gjaldeyri. Gert er ráð fyrir að fisk- vinnslan verði rekin með 2% halla eftir vaxtalækkun. Dollarinn i kr. 487 Samkvæpnt spánni kemur fram að hækkun launa á tima- bilinu 1. mai s.l. til loka ársins 1979 verði 189%. Sé miðaö við 100 þúsund kr. laun 1. mai yrðu samsvarandi laun 1. desember 1979 kr. 289.062. Gengi Banda- rikjadollars yröi um áramótin 1979-1980 kr. 487,00 en er i dag kr. 307.90. —GBG þaó þarf ckki hálstauí 'Oóali

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.