Vísir - 21.09.1978, Blaðsíða 17
17
VISIR
Fimmtudagur 21. september 1978
S 3-20-75
FRUMSÝNING
OFPREY
i
ÞYRLURANIÐ
(Birdsof prey)
Æsispennandi
bandarisk mynd um
bankarán og eltinga-
leik á þyrilvængjum.
Aðalhlutverk: David
Janssen (A FLÓTTA),
Ralph Mecher og
Elayne Heilveil.
tslenskur texti.
Sýnd kl. 9.
Bönnuð innan 12 dra.
Eftirförin
Bandarlsk kvikmynd
er sýnir grimmilegar
aðfarir indiána við
hvita innflytjendur.
Aðalhlutverk Burt
Lancaster.
Myndin er i litum með
islenskum texta og
alls ekki við hæfi
barna.
Bönnuð innan 16 ára.
Endursýnd kl. 5, 7 og
11
■ h“"1 Simi 50184
Allt fyrir frægð-
ina
Æsispennandi
amerisk kvikmynd.
Sýnd kl. 9.
| Þú
« Si
|\ MÍMI..
i \\ 10004
3í 1 -89-36
Síðasta
ferðin
sendi-
(The Last Detail)
Islenskur texti.
Frábærlega vel gerð
og leikin amerisk úr-
valsmynd. Aðalhlut-
verk leikur hinn stór-
kostlegi Jack
Nicholson.
Endursýnd kl. 7 og 9.
Indíáninn Chata
Spennandi ný indiána-
mynd i litum og
Cinema Scope. Aðal-
hlutverk:
Rod Cameron
Thomas Moore.
Sýnd kl. 5.
Bönnuð innan 12 ára.
Tonabíó
a* 3-11-82
Masúrki á
rúmstokknum
(Masurka pa
sengekanten)
Djörf og bráð-
skemmtileg dönsk
gamanmynd.
Aðalhlutverk:
Ole Söltoft
Birte Tove
Stranglega bönnuð
börnum innan 16 ára.
Endursýnd kl. 5, 7 og
9.
S 1-13-84
Islenskur texti
ST. IVES
Hörkuspennandi og
viðburðarik, ný
bandarisk kvikmynd i
litum.
Aðalhlutverk: Charles
Bronson Jacqueline
Bisset Maximilian
Schell
Bönnuð börnum innan
12 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9
q \ 0 i L A S’Tq r
O/
A/
Stimplagerö
Félagsprentsmiöjunnar hf.
ÞRDSTUR
3( 1-15-44
PARADISAR
ÓVÆTTURINN
Siðast var það Hryll-
ingsóperan sem _sló i
gegn, nú er það Para-
diaróvætturinn.
Vegna fjölda áskor-
anna verður þessi vin-
sæla hryllings-
,,rokk”-mynd sýnd i
nokkra daga. Aðal-
hlutverk og höfundur
tónlistar Paul
Williams.
Bönnuð börnum innan
14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
hafnarbío
íy^-444
Bræður munu
berjast...
Hörkuspennandi og
viðburðahröð banda-
risk litmynd. —
„Vestri” sem svolitið
fútt er i með úrvals
hörkuleikurum.
lslenskur texti
Bönnuð börnum
Frœðslu- i Ráðgefam Alkóhólist aðstanden og vinnuv t>g leiðbeiningarstöð ii þjónusta fyrir: a, dur alkóhólista eitendur alkóhólista. SAMTÚK ÁHUGAFÓLKS Lágmúla 9, UM ÁFENGISVANDAMÁLIÐ simi 82399.
Urnsjón: Arni Þórarinsson og Guðjón Arngrimsson
Örlítið um auglýsingar kvikmyndahúsanna
Hver er munurínn á hörkuspennandi
og spennandi? Hvað er ,,ný” mynd
gömul? Hvað er Cinemascope? Hvað er
úrvalsmynd? Og hversu margar
gamanmyndir hafa komið til landsins á
undanförnum árum, sem ekki hafa
verið „bráðskemmtilegar”?
Auglýsingar kvikmyndahúsanna eru
stundum óttalega vitlausar. Ef þær frá i
gær eru skoðaðar kemur til dæmis fram
að fjórar myndanna voru bráð-
skemmtilegar. Þrjár þeirra voru
spennandi. Tvær voru hörkuspennandi
og ein æsispennandi. Ein var lika stór-
fengleg, önnur frábærlega vel gerð, og i
þeirri þriðju var svolitið fútt. Hún var
lika viðburðahröð og með úrvalshörku-
leikurum.
Fyrir öllum, nema
kannski bióstjórunum
sjálfum er þetta mein-
ingarlaust blaður. Þaö
vita allir að hér er ekki
sýnd mynd, nema hún sé
t.d. „bráðskemmtileg og
djörf ný dönsk gamán-
mynd I litum. tslenskur
texti”. Eöa hún sé
,,h örkuspen na n di ný
bandarisk njósnamynd I
litum og Cinemascope.
tslenskur texti”.
Hvað skyldu margir
fara I kvikmyndahús eftir
þessum eða álika orðum?
Ég skal éta hattinn minn
ef þeir eru fleiri en fimm-
tiu. Þvi er þó ekki að neita
að i öllu orðskrúöinu leyn-
ast upplýsingar. Djörf
dönsk gamanmynd er til
dæmis eitthvað annað en
bandarisk njósnamynd.
Og það er það sem fólk
vili fá að vita.
Svo reynir fólk að rýna i
myndir, eða teikningar
sem oft fylgja orðunum,
til að komast að þvi um
hverskonar kvikmynd er
að ræða. Einnig fer fólk I
bíó til að sjá góða leikara.
Kvikmyndadálkurinn
hafði samband við Frið-
finn Olafsson I Háskóia-
biói, sem er I forsvari
fyrir stjórnendur kvik-
myndahúsanna og spurði
hvort þessi auglýsinga-
mál hefur verið rædd á
fundum þeirra. ,,Nei”,
sagði Friðfinnur, en bætti
við þeirri skoðun sinni að
sjáifsagt væru þeir flestir
orðnir jafn hundleiðir á
þessu og lesendur. Þaö
hefði bara alltaf farist
fyrir að gera eitthvað I
máiinu.
Hann benti einnig.á að
auglýsingar kvikmynda-
húsa eru sist betri I er-
lendum blöðum. Ein
dönsk mynd var til dæmis
auglýst með orðunum:
,,Þú hættir aldrei að
hlæja”. Við Friðfinnur
vorum sammála um að
það væri hreint ekkert
grin.
En það er engin ástæða
að apa vitieysuna eftir
öðrum, og það er ákaf-
lega auðvelt að færa þessi
mál til betri vegar. Þær
uppiýsingar sem skipta
flesta máli eru heiti
myndarinnar, bæði erlent
og þýtt, frá hvaða iandi
hún er, hvaða ár hún var
gerð, hver ieikstýrir og
hverjir aðalleikararnir
eru. Ef þessar upplýsing-
ar fylgja ailtaf er allt
fengið.
Auglýsing er alltaf aug-
lýsing, eins og skáldið
sagði, og það er til of mik-
ils mælst að sá sem er að
reyna að selja vöru slna,
hampi henni ekki I aug-
lýsingum. Það er ekki
hægt að banna blóstjórum
það frekar en öðrum. En
mikil lifandis ósköp væri
vel þegiö ef einhverjar
grjótharðar staðreyndir
fylgdu með. Kvikmynda-
húsauglýsing með ,,nýja
laginu” gæti þá litið út
einhvernveginn svona:
Hveravallabíó
frumsýnir:
TRUNT TRUNT
A N D T H E
GIANTS IN THE
MOUNTAINS
Trunt, trunt og tröllin I
fjöliunum
Bandarisk árgerð 1978.
Leikstjóri: Stanley
Kubrick
Aöalhlutverk: Jack
Nicholson, John Travólta
og Gilitrutt
Hrottaspennandi ævin-
týramynd I litum og
Cinemascope með úr
valsleikurum. Stórkost-
leg mynd sem fútt er I.
tslenskur texti
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 12.
MBOM
Q 19 OOO
— salur^^—
Morðsaga
Aðalhlutverk:
Þóra Sigurþórsdóttir,
Steindór Hjörleifsson,
Guðrún Asmunds-
dóttir.
Bönnuð innan 16 ára.
Ath. að myndin verður
ekki endursýnd aftur i
bráö og að hún verður
ekki sýnd i sjónvarp-
inu næstu árin.
Sýnd kl: 3-5-7-9 og 11
- sakir
Sundlaugamorðið
Spennandi og vel gerð
frönsk litmynd, gerð
af Jaques Deray,
með Alain Delon,
Romy Schneider, Jane
Birkin
Islenskur texti
Bönnuð börnum
Sýnd kl.
3—5.30—8—10.40
-salur'
Hrottinn
Spennandi, djörf og
athyglisve'rö ný ensk
litmynd með Sarah
Douglas, Julian
Glover. Leikstjóri:
Gerry O’Hara — Is-
lenskur texti. Bönnuö
innan 16 ára.
Sýnd kl. 3,10 — 5,10 —
7,10 — 9,10 — 11,10
- salur
Maður til taks
Bráðskemmtileg
gamanmynd i litum.
tslenskur texti.
Endursýnd kl. 3.15 —
5.15 — 7.15 — 9.15 —
11.15.
WiwSmmi jjjj
3* 2-21-40
Framhjáhald á
fullu
(Un Éléphant ca
trompe énormé-
ment)
Bráðskemmtileg ný
frönsk litmynd.
Leikstjóri: Yves
Robert
Aðalhlutverk: Jean
Rochefort, Claude
Brasseur.
tslenskur texti
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
X—
YISIR
. i SM
Heimsmeistarahjólreið
fór fram i Berlin
24.f.m. Runnu þeir um
100 rastir. Sá hraðasti
komst þetta á 1 tima
27 min, 58 8/10 sek.
Það er hraðasta hjól-
reið um þessa vega-
lengd sem enn hefur
farin verið.