Vísir - 30.09.1978, Page 3

Vísir - 30.09.1978, Page 3
visœ Laugardagur 30. september 1978 3 Vistheimilið að Arnarholti: HEILDARBYGG- INGARKOSTNAÐ- UR NEMUR UM 370 MILUÓNUM Eldhúsálma er að mestu tilbúin. Á myndinni eru starfsstúlkur I eld húsinu I Arnarholti. Heildarkostnaður við byggingu vistheimilisins að Arnarholti nemur nú um 370 milljónum króna. Nú er eldhúsálma að mestu tilbúin, en aðal- anddyri og þjónustaálma ekki fyrr en á næsta ári. Arnarholt var tekið i notkun árið 1944. Það ár var borgar- stjóra falið að undirbúa stofnun þurfamannaheimilis, en það var fyrst i stað rekið að Korpúlfs- stöðum, en siðar flutt að Arnar- holti. Vistmenn voru þá 23 tals- ins. Forstöðumannabústaður var reistur árið 1953 og siðar ibúðar- hús fyrir starfsmenn. Með til- komu þessara húsa sem var lok- ið að byggja á árunum 1965 til 67 var hægt að f jölga vistmönnum i 60. Með ákvörðun borgarstjórnar frá þvi árið 1971 hefur vistheim- ilið verið rekið sem hluti af Geð- deild Borgarspitalans og komst sú skipan i fast form ári siðar. Unnið hefur verið að upp- byggingu staðarins og i desem- ber i fyrra var flutt i nýja álmu fyrir vistmenn. Þar eru nú 45 sjúklingar, en 15 eru i eldra hús- næði. Nú er eldhúsálma að mestu tilbúin en aðalanddyri og þjónustuálmu verður lokið á næsta ári. -KP Unnið hefur verið við nýbyggingar að Arnarholti undanfarin ár, en heildarkostnaður við vistheimilið nemur nú 370 milljónum króna. Borgarfulltrúar skoðuðu nýbyggingar að Arnarholti, a'samt borgar- lækni og fleiri gestum. A myndinni má sjá Magnús L. Sveinsson borgarfulltrrúa og Skúla Johnsen borgarlækni. Visismyndir JA. „Komið getur til fjöldauppsagno starfsfólks" segir fulitrúaróð Kaupmannasamtakanna „Fulltrúaráð K.l. lýsir allri ábyrgð á því ástandi, sem skap- ast hefur hjá smásöluversluninni, á hendur verðlagsyfirvalda og telur þeim skylt að gripa nú þegar til þeirra úrbóta, sem nægja til þess að tryggja rekstrargrund- völl þessarar atvinnugreinar,” segir i samþykkt Fulltrúaráðs Kaupmannasamtaka tslands, þar sem skorað er á viðskiptaráð- herra og verðlagsstjóra að gera grein fyrir gögnum þeim og heimildum, sem liggja að baki niðurstöðum verðlagsstjóra á innflutningsverði neysluvara til landsins. „Fulltrúaráðið vekur athygli á þvi að stór hluti landsmanna hef- ur atvinnu af verslun i einhverri mynd. En á sama tima og yfir- völd gera sérstakar ráðstafanir til þess að styrkja stöðu islensks iðnaðar, sjávarútvegs og land- búnaðar, er vegið að smásölu- versluninni og tekjur hennar lækkaðar tvisvar á þessu ári. Ef dregið er þannig úr starfsemi verslunarinnar er hætta á þvi að komi til uppsagnar á starfsfólki”. Fulltrúaráðið skorar á fram- kvæmdastjórn K.l. að halda áfram baráttu sinni fyrir því að smásöluálagningverðihækkuð og veitir henni fullt umboð til aö gripa til nauðsynlegra ráðstaf- ana. -BA Grettis saga í nýjum búningi Grettissaga er komin út i nýj- um búningi og hefur Skúli Bene- diktsson annast um útgáfuna. Hann hefúr áður séðum hliðstæða útgáfu á Gísla sögu Súrssonar, „Grettis saga hefur alla tið ver- ið ákaflega vinsæl á tslandi. Vin- sældir sinar á sagan ekki aðeins þvi að þakka að hún er ágætlega rituð og f jölbreytt efni, heldur og þvi að hún er alþýðlegust allra sagna” sagði Guðni Jónsson i for- mála að Grettis sögu, islensk fornrit VII bindi. Grettis saga er gefin út af Skuggsjá og telja forráðamenn fyrirtækisins að hún sé mjög hentug til kennslu i fjölbrauta- og menntaskólum. IB-lánin: Nokkrar nviunaar 566.880 1.001.100 Þessar tölur sýna breytingar á ráöstöfunarfé eftir 6 og 12 mánaöa sparnaö. IB lánin hafa vakið verðskuldaða athygli. Þau eru raunhæf leið til lána fyrir almenning. En til þess að þau haldi kostum sínum þarf að endur- skoða kerfið reglulega, m.a. með tilliti til verðlags- þróunar. Þetta hefur Iðnaðarbankinn einmitt gert. Því hefur verið ákveðið að gera eftirtaldar breytingart 1. Stofnaður hefur verið nýr 18 mánaða flokkur. Hámarks innborgun er kr. 50.000. Ráðstöfunarfé (eigin sparnaður ásamt IB-láni) að loknu sparnaðartímabili, með slíkri innborgun, nemur þá 1.8 milljón króna auk vaxta. 2. Hámark mánaöarlegra innborgana hefur verið endur- skoðað. Gildir það um nýja reikninga og er sem hér segir: (6 mánaða flokki kr. 30.000 í 12 mánaða flokki kr. 40.000 (18 mánaða flokki kr. 50.000 (24 mánaða flokki kr. 60.000 f 36 mánaða flokki kr. 60.000 f 48 mánaða flokki kr. 60.000 3. Þá hefur Iðnaðarbankinn ákveðið, að fengnum fjölda til- mæla, aó gefa fólki kost á að lengja sparnaöartímabilið, enda lengist þá lánstíminn og upphæð IB-fensins hækkar að sama skapi. Nánari upplýsingar veita IB ráðgjafar hver á sínum afgreiðslustað —: þeir vita allt um IB lán. Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni * Iðnaöarbankinn Aðalbanki og útibú

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.