Vísir - 30.09.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 30.09.1978, Blaðsíða 11
11 visœ Laugardagur 30. september 1978 Predikorinn Billy Graham: Eg verð að biðja án afláts Billy Graham nemur ötuilega og markvisst og undirbýr sig rækilega áður en hann kemur fram. Fyrst og fremst er hann ötull bíblíulesari. Hann er vanur að lesa fimm Davíðssálma og einn kafla i Orðskviðunum daglega. Hann les eitt guðsspjall vikulega og snýr sér aftur og aftur að Postulasög- unni. //Stundum hefur Guðs orð þvílík áhrif á mig/ að ég verð að ganga um gólf góða stund til þess að ná andanum," hefur John Pollock eftir honum í ævisögu hans. Pollock segir einnig frá þvi hvernig bæn og bibliulestur fara saman hjá trúboðanum. Sem ungur maður beygði hann kné sin timunum saman en bænalif hans er ennþá þróttmeira nú ,,Ég verð að taka svo margar ákvarðanir daglega og leysa svo erfið verkefni að ég verð að biðja án afláts.” Samkomum Grahams er ekki haldið uppi með miklum út- búnaði eingöngu. Bæði hann og Istarfshópur hans eru sann- kristnir og á þeim hvilir mikil andleg byrði fyrir hverja sam- komu. Svo var það árið 1957 að krossferðin mikla skyldi hefjast i New York. 1700 kirkjur frá 31 söfnuði unnu saman. öfgafullir aðilar, sem máttu sins mikils réðust að þeim ásamt frjáls- lyndum frikirkjumönnum. En i bænasamfélagi skömmu áður en krossferðin hófst, fékk hópurinn að reyna hvernig Heilagur andi lagði þáð að velli og fyllti þá siðan og smurði fyrir það sérstaka hlutverk sem beið þeirra i New York. New York krossferðin sló — þrátt fyrir alla mótstöðu sem mætti þeim — frá byrjun öll met varðandi aðsókn, ákvarðanir og áhrif á borgina. Hinn þekkti guöfræðingur Reinhold Niebuhr var einn af þeim sem gagnrýndi Graham fyrir einstrengings- skap. Það varð til þess að hann venju fremur sagði álit sitt á mörgum þjóðfélagsmálum m.a. kynþáttavandamálinu og af- brotamálum unglinga,ofdrykkj- unni og húsnæðisvandamálun- um. Hann sagði svo sannarlega álit sitt og stundum svo hressi- lega að enginn New Yorkprest- ur myndi þora að nota hans orð. Krossferð í sjónvarpi. t New York frelsuðust 61.148. önnur endurvakn- ing ef til vilhennþá mikilvægari átti sér stað undirbúningslaust. Þegar herferðin hafði staðið i nokkra daga kom fram tillaga um að sjónvarpa frá henni i eina klukkustund um öll Bandarikin. Það var framkvæmt. Þessari útsendingar höfðu fá- dæma áhrif. Þær reyndust miklu áhrifameiri en þær sam- komur.'sem sýndar voru frá sjónvarpssal. Þegar venjulegur Bandarikjamaður sá virðulega s^mborgara sina þúsundum saman hlusta og hundruð jafn- ingja sinna ganga fram og taka afstöðu með Kristi sá hann boð- skapinn i alveg nýju ljósi. Sem árangur af sjónvarps- dagsskránum á laugardögum frá Madison Square Garden i New York skrifuðu 30.000 Bandarikjamenn ótilkvaddir Billy Graham-samtökunum og tilkynntu að þeir hefðu tekið af- stöðu með Kristi. I kirkjunum úti um landið þagnaði gagnrýn- in á krossferðina. Samskonar dagskrárliðum hefur siðan verið haldið áfram og haft mikla þýðingu. Krossferðin reyndi frá byrjun til enda mjög mikið á Graham. Hún var margsinnis framlengd og i lokin hafði hún staðið i 16 vikur. Seinni hluta þeirra varð hann að halda sig við rúmið meiri part dagsins og einbeita sér að kvöldsamkomunum. Sjálfur hefur hann sagt frá þvi, að hon- um fyndist hann ekkert hafa að gefa. Predikunarefnið var þurr- ausið og hann sjálfur þurraus- inn, andlega og likamlega. Mörg kvöld sat hann á sviðinu og vissi ekkert hvað hann átti aö segja. En þegar hann var kom- inn i predikunarstólinn tók Guð við. Seinasta samkoman var hald- in á Times Square þann 1. september. Blöðin sögðu að áheyrendur hefðu verið 200.000. Háværustu gagnrýnendur gátu ekki einu sinni haldið þvi fram að þetta allt saman væri aug- lýsingastarfsemi. Það var Guðs andi sem var á ferðinni. Blöö og bókmenntir. Billy Graham hefur skrifað allmargar bækur sem hlotiö hafa mikla útbreiðslu. „Friður með Guði” er ein hinna þekkt- ustu. Sú seinasta hefur náð fá- dæma útbreiðslu. Hún fjallar um englaheiminn og sú næsta verður um verk Heilags anda. Hann var einn af þeim sem átti frumkvæðið að stofnun blaðsins Christianity Today árið 1954. Tengdafaðir hans dr. Hud- son Bell varð framkvæmda- stjóri og Carl Henry var aðalrit- stjóri þess i mörg ár. Núverandi ritstjóri þess er Harold Lindsell. Blaðið vill á vönduöum guð- fræðilegum grundvelli taka af- stöðu til spurninga samtiðarinn- ar sem raust bibliutrúarinnar. Það hefur þá aldrei formlega verið tengt við Billy Graham og félagssamtök hans. Aftur á móti gefur Billy Gra- ham Evangelistic Association út blaðið Decision. Það hefur hlotið miklu minni gagnrýni en Christianity Today og hefur meiri þjóðleg einkenni. Styttri krossferðir. Dagar hinna eindæma löngu endurvakningasamkoma eru liðnir. Heilsa Billy Graham leyfir þær ekki lengur. I og með er hann að hugsa um að hætta alveg við herferðirnar en snúa sér þess i staö að minni verkefn- um t.d. að kenna verðandi predikurum við guðfræðilega skóla um allan heim. Á Lausanne-ráðstefnunni árið 1974 ráðstefnu er sökum um- fangs sins og einbeitingar við heimstrúboðið varð mikilvæg andstæða við aðalfund Heims- kirkjuráðsins, tók hann þá ákvörðun að hafa einnig styttri krossferðir i framtiðinni i öllum heimsálfunum fimm. Honum fannst ráðstefnan vera köllun og áskorun til hans sjálfs. Nú kemur hann til Sviþjóðar i fimm daga heimsókn til þess að flytja okkur þróttmikinn og kærkominn gleðiboðskap. Hann hefur lengi fundið hver byrði hefur verið á hann lögð vegna Sviþjóðar. Auðvitað búast margir kristnir menn hérna við þvi, að þetta veröi til þess að stuðla að andlegri endur- vakningu i landi okkar. Trúboðsráðstefnur. Frá árinu 1966 i Berlin hafa trúboðsráðsstefnur svæðis- bundnar og aðrar sem haft hafa áhrif um allan heim, verið þýðingarmikill liður i starfi Billy Graham félagssamtak- anna. Þær náðu hámarki sinu árið 1974 i Lausanne (International Congress on World Evangelism). Þar voru saman komnir menn frá öllum þjóðum heims, þeir sem trúa á gleðirika endurvakningu. Árangurinn var merkileg sam- eiginleg reynsla, hafin yfir mörk trúar og samfélaga. Billy Graham hafði þar miklu hlutverki að gegna, það er satt en það bar ekki mest á honum. Fjöldi þekktra ræðumanna var þarna saman kominn. 1 starfs- hópnum voru vakningaráhrifin mikil og góð.það besta frá öllum þjóðum neims. Hámark ráðstefnunnar var gerð Lausanneyfirlýsingarinnar — enska nafnið The Lausanne Covenant skýrir enn betur hugsunina á bak við yfirlýsing- una um trúna á Bibliuna og þær kröfur til' heimstrúboðsins og þjóöfélagslegrar ábyrgðar, sem Biblian gerir til okkar. „Covenant” þýðir hátiölegt samkomulag, samfélag gagn- vart Guði. Þeir, sem undir- rituðu yfirlýsinguna skuldbundu sig til þess að starfa i hennar anda. í Lausanne var stofnuð nefnd til að sjá um framkvæmd samþykktarinnar og útbreiða boðskap hennar. I þvi sambandi hafa Graham-félagssamtökin viljað ákveðið draga sig i hlé sem aðal forsvarsmenn hreyfingarinnar. En enginn vafi er á þvi að Billy Graham hefur gegnt mikilvægu hlutverki i þvi að sameina og upplifga vakningarhreyfinguna um allan heim. Þetta hefur sannast i Svi- þjóð lika. Gagnrýni innan sænsku kirkjunnar og margra félagsstofnana á manninn Billy Graham hefur oft veriö afar há- vær en þegar ljóst var að hann hafði áhuga á að heimsækja land okkar varð samstaöan nær alger. Hinir hikandi létu sann- færast þegar þeir höfðu gert sér grein fyrir hvernig Graham herferðirnar voru undirbúnar og framkvæmdar. Þeir komust að raun um, að ekki var um að ræöa yfirborðs fjölda-trúboð heldur vel undirbúið takmark, útbreiðslu fagnaðarerindisins* áskorun á sérhvern kristinn mann að gerast þátttakandi. Það kemur ekki á óvart ef Gra- ham-herferðin verður til að endurvekja andlegt ástand þjóðarinnar. Olof Djurfeldt. Úlfljótur G. Jónsson þýddi. Hinn heimsfrægi bandariski predikari Billy Graham hefur að undanförnu ferðast um Norðurlönd og haldið samkomur. Hafa þær vakið mikla athygli og verið fjölsóttar. Samkomurnar voru teknar upp á myndsegul- band og eru sýndar í Neskirkju um þessar mundir með islensk- um skýringartexta. I eftirfar- andi grein segir frá Billy Graham og starfi hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.