Vísir - 30.09.1978, Blaðsíða 26

Vísir - 30.09.1978, Blaðsíða 26
26 Laugardagur 30. september FERÐAGETRAUN Kenya liggur aft Indiandshafi, en ströndin er tæpir 500 kllómetrar. Hvlti kóralsandurinn er mjúkur og hreinn og pálmatrén skýla fyrir sólinni. KENYAFERÐ EÐA SIGLING UM MIÐJARÐARHAFIÐ — er nœsti vinningur í getraunoleiknum getraunaseðillinn verður birtur í Vísi á mánudaginn Ferð til Kenya> eða skem mtisig ling um Miðjarðarhafið. Það er vinningshafinn sm getur valið um þessar tvær glæsilegu ferðir í síðasta áfanga Ferðagetraunar Vísis/ sem nú er hafinn. Dregið verður í síðasta sinn i getraunaleiknum þann 25. október um þennan stórkostlega vinn- ing. Getraunaseðilinn verður birtur i Visi á mánudaginn. A honum eru tvær myndir frá ferða- mannastöðum sem flestir eiga auðvelt með að þekkja. Það ætti þvi að vera auðvelt að merkja við rétta svarið. Við viljum svo ein- dregið hvetja áskrifendur að senda getraunaseðilinn sem fyrst til Visis. Þeir sem hafa áhuga á þvi að taka þátt i leiknum, en eru ekki áskrifendur, æítu að hafa samband við Visi sem fyrst i 86611. Getraunin er aðeins fyrir áskrifendur blaðsins. Vart verður annað sagt en Visir sé rausnarlegur við áskrifendur sina. Hann býður ekki aðeins glæsilega ferðavinninga i get- raunaleiknum, heldur lætur hann ferðamanagjaldeyrinn fylgja með. Hann býður upp á ferð fyrir tvo og greiðir einnig ferðamanna- gjaldeyri fyrir báða aðila. Það er ferðaskrifstofan Útsýn sem skipuleggur þessar tvær ævintýraferðir sem vinningshafi getur valið um, sem og raunar hinar tvær sem dregnar hafa verið út. Það var Grikklandsferð sem áskrifandi úr Reykjavik fékk og Flóridaferð sem kom i hlut áskrifenda á Akureyri. —KP ÆVINTÝRA FíRÐIN TIL KíNYA Þjóftgarftar I Kenya eru margir og ferftamenn geta komist mjög ná- lægt dýrunum, eins og sjá má á þessari mynd, en þaft er kannski cins gott aft vera lokaftur inn i bil þegar um hlébarfta er aft ræfta. Meft þátttöku i Ferftagetraun Visis gefst þér kostur á aft heim- sækja Afriku, ef heppnin er meft. Visir býftur upp á ferft til Kenya, sem er i suft-austur Afriku og liggur aft Indlandshafi. Hvitur sandur og tær sjór Strönd Kenya liggur aö Ind- landshafi. Hvitur kóralsandurinn er mjúkur og hreinn. Um 40 hótel eru meðfram ströndinni og þar getur hver og einn fundið sér ró- legan stað, þvi strandlifið likist engan veginn þvi sem við þekkjum frá sólarlöndum. Þeir sem ekki una sér i sólbaði, hafa um margt að velja. Hvernig væri að reyna köfun?. Kóralrif eru úti fyrir ströndinni og þar er mjög fjölskrúöugt lif I sjónum. Hann er svo tær og hreinn, sjávardýrin sjást mjög greinilega. Einnig er hægt að virða fyrir sér lifið neðan sjávar út bátum sem eru sérstak- lega gerðir fyrir skoðunarferðir. Botn þeirra er gerður úr gegn- sæju efni, eöa gleri, svo hægt er að virða fyrir sér sjávardýrin án þess að þurfa að fara i sjóinn. Ef þú villt fara á sjóskiði, eða I smá siglingu þá er þaö fyrir hendi. Það er óhætt aö fullyrða að þarna er eitthvað fyrir alla. Frábær ferðamannaaðstaða. Þegar minnst er á Afriku dettur mörgum i hug léleg hýbýli. Flest- ir halda að þar sé þjónusta viö feröamenn langt að baki þvi sem gerist I Evrópulöndum. Þetta er alrangt og á alla vega ekki við um Kenya. 011 aðstaða fyrir ferða- menn er þar eins góð og frekast verður á kosið. Hótelin eru mjög þægileg og sundlaug við hvert þeirra. Það sama má segja um matinn sem boðið er upp á. Mikið er um sjávarrétti við ströndina, en það er einnig hægt að fá það sem hug- urinn girnist i hvert skipti. Heimsfrægir þjóðgarðar Þjóðgarðarnir i Kenya eru heimsfrægir. Þar hafa stór svæði viðsvegar um landið verið friðuð og dýralif fær aö þrifast þar án þess að verða fyrir mikilli truflun frá manninum, nema þá aöeins þeim sem vilja skoöa dýrin. Stranglega bannaö er að fella dýr I þjóðgörðum og allt er gert til þess að þau verði ekki fyrir áreitni. Hótel fyrir ferðamenn hafa ver- iö byggö i þjóðgörðunum. Þau falla mjög vel inn i umhverfiö og eru byggð nærri vatnsbólum sem dýrin sækja i. Með þvi að sitja úti á veröndinni er hægt að fylgjast með dýrunum þegar þau koma að vatnsbólunum til að fá sér að drekka. tJtsýn skipuleggur feró- ina i samráði við vinn- ingshafa. Vinningshafi getur valið um það hvar hann vill dvelja i Kenya. Hægt er að dvelja á ströndinni einhvern tima, i þjóðgarði eða i einhverri stórborginni. Það er Ferðaskrifstofan Útsýn sem skipuleggur Kenyaferðina i sam- ráði við vinningshafa og þvi getur hann hagaö henni aö vild. -KP. Þeir sem hafa áhuga á lífinu neftansjávar gefst mjög gott tækifæri til aft skofta þaft úti fyrir strönd Kenya i Indlandshafi. Þar er sjórinn mjög tær, en kóralrif eru úti fyrir strönd landsins. Regina Prima er rúm tiu þúsund tonn og tekur 600 farþega. Sundlaugar, diskótek,spila víti og kvikmyndasalur Regina Prima heitir skemmti- ferftarskipið sem vinningshafa gefst kostur á aö sigla meft um Miftjaröarhagift. Skipift er rúm tiu þúsund tonn og ganghraðinn er fimmtan og hálf sjómila á klukkustund. Regina Prima tekur 600 farþega. Tvær sundlaugar um borö> danssalir og kvikmynda- salir. Skipið er búið öllum hugsan- legum þægindum. Þar eru m.a. tvær sundlaugar um borð og einnig er góð aðstaða á dekki til að liggja og sleikja sólina. Þar eru góðir sólstólar og bekkir til að liggja á. Ef þú villt bregða þér á dans- leik, þá eru tveir stórir danssalir um borð. Bæði er um að ræða nýtisku diskótek þar sem leikin eru öll nýjustu diskólögin og svo danssalur með hljómsveit fyrir þá sem kunna betur við það. En ef áhugi er ekki fyrir hendi að dansa, þá er hægt að bregða sér i kvikmyndasalinn um borð. Þar er sýnt á hverju kvöldi nýjar og skemmtilegar myndir. Ef kvikmyndir freista ekki, þá er hægt að fara i bókasafnið og velja sér góða bók, eða þá bara á einn af þrem börum og fá sér drykk. Af flpiru sem mætti nefna og er um borð i Reginu Prima, þ5 ákal fyrst telja spilavitið. Einnig eru verslanir um borð og þar er hægt að fá t.d. klippingu og lagningu. -KP. úm borð l Kegma Krima er hægt aft skemmta sér á ýmsan hátt. Þar eru danssalir, kvikmyndasalir og spilaviti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.