Vísir - 30.09.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 30.09.1978, Blaðsíða 9
vism Laugardagur 30. september 1978 9 GOTUNNI Hverter álít þitt á meguninni umhverfis landið og telur þú að hættulegtsé orðið að neyta þess fiskjar sem veiddur er við strendur landsins? 'Magnús Guðmundsson fyrrver- andi sóknarprestur: ,,Ég held að það sé ekki orðið hættulegt enn að borða þann fisk sem veiddur er við strendur lands- ins. Þetta er ekki orðið eins slæmt og við Eystrasalt þar sem fólki er bannað að neyta þorsk- lifrar. En mengum er aldrei góð og þess vegna þarf að sporna við henni. Ég tel að það verði helst gert með auknu eftirliti með bátum á hafi úti og eins verk- smiðjum. Það er til dæmis orðin nokkur mengun hér við Reykjavik og það þyrfti endi- lega að færa frárennslin lengra frá landi.” Jón Kr. Gunnarsson, forstjóri Sædvrasafnsins: ,,Ég te) að mengunin sé ekki svo mikil að fiskurinn sé orðinn hættulegur. En við verðum að fara mjög gætilega svo að sjórinn hér spillist ekki eins og viða hefur orðið. Það er sérstök hætta á oliumengun samfara skipsköðum. Það sem skeð hefur á Seyðisfirði að undan- förnu minnir ónotalega á að það er bráðnauðsynlegt að fara mjög varlega i framtiðinni i þessum efnum. Halldór Vigfússon vinnur i til- raunastöðinni að Keldum: ,,Ég veit nú ekki til þess að það sé orðið hættulegt að borða þann fisk sem veiddur er hér við strendurnar. Þó gæti það orðið i náinni framtið. Mér er meinilla vtð alla mengun. Til þess að koma i veg fyrir hana þarf að auka hrein- læti og aðgæslu alla og hugarfar almennings að breytast mjög. Ef heldur áfram sem horfir verður eflaust i framtiðinni hættulegt að neyta þess fiskjar sem hér veiðist en ég veit ekki til þess að svo sé komið enn.” Dr. Sturla Þórðarson vinnur á rannsóknarstof nun land- búnaðarins: „Niðurstöður rannsókna sýna það að það er ekki hættulegt. tslenskur fiskur hefur alltaf þótt lostæti og þykir enn. Aftur á móti er nauðsynlegt að koma i veg fyrir það með öll- um tiltækum ráðum að sjórinn hér mengist. Við tslendingar erum aðilar að alþjóðasamþykkt (og raunar erum við frumkvöðlar i barátt- unni við það að halda sjónum hreinum) þar sem segir að bannað sé að hella oliu i sjó úr skipum eða borholum og að fyllstu varúðar skuli gætt i þess- um efnum.” KROSSGÁTAH HÚSBYGGJENDUR Húsbyggjendum sem þurfa á rafmagnsheimtaug i hús sin að halda I haust eða vetur, er vinsamlega bent á, að sækja umhana sem allra fyrst, þar sem búast má við verulegum töfum á lagningu heim- tauga, þegar frost er komið i jörðu. Gætið þess að jarðvegur sé kominn i sem næst rétta hæð, þar sem heimtaug verður lögð og að uppgröftur úr húsgrunni byggingarefni eða annað hindri ekki lagningu hennar. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaafgreiðslu Rafmagnsveitunnar, Hafnarhúsinu 4. hæð. Simi 18222. F>3 RAFMAGNSVEITA ^ REYKJAVÍKUR ftséssggggss&sséss Fiska vatnagróður nýkominn Fiskabúr og allt tilheyrandi fiskrœkt GUllFISKABÍIDIN Fichersundi simi 11757 Grjótaþorpi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.