Vísir - 30.09.1978, Side 7

Vísir - 30.09.1978, Side 7
fc UISIR Laugardagur 30. september 1978 ■ Talið við barnið meðan á mál- tið stendur og fáið það til að leggja frá sér gaffalinn stund og stund. Skerið matinn i litla bita og rekið ekki á eftir þvi að ljúka við skammtinn. Kennið barninu smám saman að greina á milli hollrar fæðu og óhollrar svo það verði fært um að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Ákveðið fyrirfram „bannvör- ur” i afmælisveislum, bióferð- um og öðrum skemmtunum og reystið siðan barninu. Þegar komið er til ókunnra á alls ekki að kynna barnið með þvi að segja til dæmis: „Anna er of feit og þess vegna i megrunarkúr”, Takmarið mjólkurneyslu við hálfan iiter á dag og saft og ávaxtasafa við eitt glas. Hafið alltaf i húsinu fæðu sem er snauð af hitaeiningum, til dæmis guirætur, gúrkur tómata, blómkál eða epli til þess að gefa barninu milli mála ef það er nauðsynlegt og berið það þá fram á diski. Meðan barnið er undir fimm ára aldri er það móðirin ein sem ber ábyrgð á fæðunni. Við sex til tólf ára aldur bera bæði ábyrgð- ina og eftir það ber táningurinn einn ábyrgð á að réttrar fæðu sé neytt. Fjölskyldan þarf þó alltaf að sjá um að rétt fæða sé til á heimilinu. Hreyfing Það sem er kannski mikil- vægast en jafnframt erfiðast viðureignar er að fá feit börn til að brenna fleiri hitaeiningum með áreynslu. Feit börn sýna minni áhuga á öllu sem reynir á likamsþrekið. Það er þó yfirleitt ekki orsök offitu heldur fylgir henni og verður til þess að við- halda henni. Þvi er feitum börnum hættara við að viðhalda offitunni og jafnvel halda áfram að þyngjast þrátt fyrir fitusnauöa fæðu heldur en börn með eðlilega likamsþyngd. Börnin þola ekki leikfimitim- ana þegar þau eru alltaf siðust og gengur verst vegna offitu. Fjölskyldan verður að sam- einast um að fara i gönguferðir og barnið á að ganga i skólann og annað sem það fer, að minnsta kosti hálfa til eina klukkustund á hverjum degi. Fjölskyldan á að fara i sund saman og ef mög'ulegt er að Koma fyrir borðtennis i kjallar- anum þá gerið það. Biðjið leik- fimikennarann að sinna barninu sérstaklega i timum. Foreldrum er ráðið frá þvi að beita föstum eöa einhæfum megrunarkúrum við börn. Þau verða fljótt þreytt á sliku og hætta er á að þau fái ekki þá fæðu sem þau þurfa nauðsyn- lega á að halda i uppvextinum. Þyngdartapið á eingöngu að koma niður á umframfitu. Megrunarpillur eða duft eiga alls ekki við þegar börn eiga i hlut. Það er einnig ástæða til að vara við ónauðsynlegum megrunarköstum stúlkna á tán- ingaaldri sem eru hræddar um að verða of feitar. Aldrei skyldi hafa horn i siðu fólks, á hvaða aldri sem er, vegna þess að það er of feitt. Ef aðrir i fjölskyldunni en börn eru of þungir eiga hinir að taka þátt i meðferðinni sér til gagns og gleði og slikt eykur samheldn- ina. (Þýtt og endursagt —SG) HARIÐ ER HÓFUÐMÁLIÐ (P.S. Kristin er komin aftur) Hh * tóilk - '*• Hárgreiðsiustofan ■ 7-V GRESIKA ;Vesturgötu 3, simi 22430 Gleraugnamiðstödin Laugavegi 5*Símar 20800*22702 húsbysgjendur ylurinn er Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi — föstudags. Afhendum vöruna á byggingarstað, viðskiptamönnum að kostnaðar lausu. Kagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. STaNTon audio-technica HtYBHÍIðl HðUH VILIH liTtggifíigötu á móti skattstotumi

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.