Vísir - 30.09.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 30.09.1978, Blaðsíða 12
Einn af Mallard-flugbátum Chalk's International Airways hefur sig á loft. Sjórinn er flugbrautin og ströndin flugstoo. GÖMLU FLUGBÁTARN- IR ENN í GAGNINU -elsta flugfélag í heimi starfrœkir sex þeirra í Miami Það eru til menn sem finnst alveg nóg um allar þessar framfarir i heiminum. Meðan restin af heiminum æðir áfram í fjórða gír, dúlla þessir náungar því leiðar sinnar í fyrsta, eða öðrum. Nú skyldi maður til dæmis ætla að elsta f lugfélag í heiminum ætti margar gljáandi þotur af nýjustu gerð. En Pappy Chalk var einn af fyrsta gírs mönnunum og Chalk's International Airways er þvi einn af örfáum aðilum í heiminum sem enn nota flugbáta. Það sem gerir flugfélag Pappys svo alveg ein- stakt í sinni röð er að það hefur höfuðstöðvar i Miami í Bandaríkjunum. og annast flug þaðan. Yfirleitt eru f lugbátafélögin einhversstaðar niðri i Suður-Ameríku, eða þá á smáeyjum lengst úti i ballarhafi. Pappy Chalk lést fyrr á þessu ári, áttatíu og átta ára gamall. Hann var hress fram á hið síðasta, sem sjá má á þvi að hann lést af völdum meiðsla sem hann hlaut þegar hann féll ofan úr tré sem hann hafði prílað uppí, til að snyrta. Þá voru að vísu nokkur ár síðan hann hætti sem flugstjóri hjá félaginu sínu, en hann sleppti aldrei alveg af þvi hendinni. Og jaf nvel þótt hann sé nú horf inn, virðist Chalk's International Airways ætla að þrífast ágæt- lega. E TO HALKS The Worlds oidesl Airtine Air Semœ tO the BAHAMAS" FÖR RESERVATIONS• 377-8 Seheduled Rights Dailyto s?& -f Pappy Chalk, skömmu áður en hann lést. ,, Bifvélaf lugvirki" Arthur Burns Chalk fæddist á bóndabæ i Illinois árið 1889. Hann lærði vélaviðgerðir og á þeim tima var enginn munur á flugvirkjum og bifvélavirkjum. Pappy gerði þvi við mótorana i báðum tegundum og fyrir flug- vélarnar fékk hann borgað i flugtimum. Hann flaug „sólóflug” sitt árið 1911 og fékk þarmeð inn- göngu i „Early Bird Associat- ion”, i hverjum klúbbi Wright bræðurnir voru meðal félaga. Þann 1. júni áriö 1919 stofn- setti hann flugfélagið sitt, i Miami. Og þótt það geti verið varasamt i flugmálum að segja að eitthvað sé nýjast, best eða elst, þá virðist sem Pappy hafi verið i flullum rétti þegar hann sagðist eiga elsta flugfélag i heiminum. Okkur er að minnsta kosti ekki kunnugt um neitt sem var stofnað fyrr. Flugfélag Islands, sem er nokkuð við aldur var stofnað 3. júni 1937, eða átján árum og tveimur dögum siðar. Al Capone Fyrsta flugvél Pappys var þriggja sæta Stinson Voyager, með flotholtum og framhaldið sýnir að Stinsoninn dugði frum- herjum vel viðar en á Islandi. Það var sex mánuðum eftir að bannlögin illræmdu gengu i gildi i Bandarikjunum sem Pappy stofnaði flugfélagið sitt. Hann hafði þvi góðar tekjur af þvi að fljúga með bruggara og svo með löggæslumenn á eftir þeim. A1 Capone, sá fúli gangster var tið- ur farþegi meö Pappy. Þegar bannlögin voru afnumin missti Pappy þvi spón úr aski sinum. En hann var ekki á því aö gefast upp og byrjaði á leiguflugferðum fyrir sjó- stangaveiðimenn. Auðkýfingar leigðu sér þá báta i Miami og sendu þá niður til Bahama eyja. Pappy flaug svo með þá til Bimini og sótti þá aftur þegar veiðiferðinni var lokið. Meðal farþega hans i þessum ferðum voru Howard Hughes, Errol Flynn og James Hemmingway. Þetta gekk svo vel að Pappy bætti við sig fleiri flugvélum og réði sér flugmenn. Hann komst lika i samband við Hollywood og félag hans hefur i t mörg ár annast flutninga fyrir kvikmyndayer til staða á þessu svæði sem valdir hafa verið til kvikmyndunar. Varahlutir vandamál Lengi vel notaði félagið margar tegundir sjóflugvéla en árið 1973 var ákveðið að sam- ræma flotann, meðal annars vegna þess að það sparar mikið fé i varahlutum og viðgerðum. Þá voru keyptir fimm Grumman Mallard flugbátar frá Japan Airlines. Þeir eru meö tvo sexhundruð hestafla Pratt & Whitney mótora og taka eina fjórtán farþega. „Nýjasta” vélin i flotanum er svo Grumman Albatross flug- bátur, sextán ára gamall. Hann er nokkurskonar stækkuð út- gáfa af Mallard og var keyptur af Kanadiska flughernum. Pappy dró sig i hlé frá fluginu árið 1964, þá sjötiu og fimm ára gamall og með tæplega sautján þúsund flugtima að baki. Sumir flugbátanna hans eru sjálfsagt farnir að nálgast þann flugtima, kannske jafnvel komnir fram- yfir. Og það er eitt af vanda- málunum. Það er fjöldinn allur af hlutum i flugvélum sem þarf að endurnýja eftir vissan tima. Grumman verksmiðjurnar framleiddu aðeins fimmtiu og niu Mallard flugbáta og það eru mörg, mörg ár siðan fram- leiðslu var hætt. Það er þvi farinn aö verða skortur á vara- hlutum. Núverandi framkvæmda- stjóri félagsins, Dough Gon- salves, segir að þeir hafi allar klær úti til að ná i varahluti og oft verði að láta smiða þá sér- staklega, sem er dýrt. Söknuður Chalk’s International Air- ways eru með áætlunarferðir til fjögurra staða i Bahama eyja- klasanum og auk þess eru farnar margar leiguferðir. Þótt nýrri og fullkomnari vélar séu á boðstólum, hjá keppinautum, virðist enginri skortur á fólki sem vill heldur ferðast með gömlu flugbátunum. Það finna þvi eflaust margir til saknaöar þegar að þvi kemur að aldurinn ber þá ofurliði og það verður aö leggja þeim, Nema þá að við stjórnina sé nú einhver jafn þrjóskur og Pappy Chalk. Sem, eins og hann gerði jafnan, finnur einhverja leið iVf úr vandanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.