Vísir - 30.09.1978, Qupperneq 17

Vísir - 30.09.1978, Qupperneq 17
VTSIR Laugardagur 30. september 1978 17 HANN VILL VERA í HÁLOFTUNUM Ingvar Oddgeir Magnússon heitir 14 ára strákur, sem á heima í Kópavogi. Ingvar veröur reyndar 15 ára í desember. Hann á sér eitt áhugamál, sem er að ganga á stultum. Ingvar stefnir að því að setja heimsmet í því að ganga á háum stultum. En það hlýtur nú að verða nokkuð erf itt alveg eins og að slá önnur heimsmet. — Hæstu stulturnar mínar núna, sagði Ingvar, eru 5,40 m f rá hæl og niður að jörðu, en ég stefni að því að reyna við tvo metra i viðbót. — En hefurðu ekki dottið, og er þetta ekki hættulegt? — Jú, ég hef dottið illa, en ekki meitt mig neitt að ráði. Og ég hef leikið ýmiskonar listir, t.d. labbað yfir rólur og sandkassa. — Ertu ekkert hræddur við að vera svona hátt uppi? — Nei, ég er ekkert hræddur við þetta. — Eru fleiri strák- ar hér í nágrenninu, sem leika sér á stultum? — Nei, það er lítið um það. Ingvar stundar nám í Víghólaskóla í Kópavogi og hann segist ætla að verða flugmaður, þegar hann hefur aldur til. Hann vill sem sagt endi- lega vera hátt uppi, það er greinilegt. — Ég byrjaði að æfa mig á stultum fyrir 6 ár- um og ég smiða stulturn- ar mínar sjálfur, segir Ingvar, og mér finnst þetta það skemmtileg- asta sem ég geri en það er líka gaman að fara í sund og hjóla. — En er gaman í skól- anum? — Ekkert sérstaklega, jú í stærðfræði og tækni- teiknun er skemmtilegt. HÆ KRAKKAR! Umsjón: Anna Brynjúlfsdóttir GAL-ofninn Panelofn í sérflokki hvaö GÆÐI — VERÐ OG ÚTLIT snertir SÍMI 2-12-20 • • HITAGJOF: Somkvœmt íslenskum staðli IST 69. 1/ISO, en það er eina trygging húsbyggjendo fyrir því#að UPPGEFIN AFKÖST ofna^eftir töflum framleiðenda#séu RÉTT. TRYGGING FYRIR LÆGSTA MÖGULEGA HITUNARKOSTNAÐI Aörir PANEL-ofnar GAL PANEL-ofnar Merkið sem tryggir gæðin • Saumsuða V .V Saumsuða / ATH: GAL-panelofninn er eini panelofninn með heilli (efcki saumsoðinni) efri brún. Þessi sérstaða GAL meðal ann- arra panelofna gerir hann ekki bara mun fallegri i útliti, heldur aukast gæðin að miklum mun, þar sem saumsuð- an verður helmingi minni en á öðrum panelofnum. HF. OFNASMIÐJAN

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.