Vísir - 30.09.1978, Qupperneq 6

Vísir - 30.09.1978, Qupperneq 6
6 'Laugardagur 30. september 1978 visra Hljomkerfi mmm mmm jm ■mh m m fyrir samkomuhús \ ■ FEIT BORN sriiif Vetraráœtlun Akraborgar Gildir frá 1. október. FRÁ AKRANESI KL. 8.30, 13.30, OG 17. FRÁ REYKJAVÍK KL. 10, 15.30 OG 18.30 Simi i Reykjavik 16420 og 16050 Simar á Akranesi 2275 og 1095 AFGREIÐSLAN iiiciiii lenda , Oóali í kvöld ÞURFA LIKA AÐ BERJAST VIÐ AUKAKÍLÓIN Offita er alvarlegasti næringarsjúkdómur barns- áranna. Sívaxandi f jöidi feitra barna er án vafa af- leiðing velmegunarþjóðfélagsins þar sem dregið hefur úr likamlegri áreynslu og verksmiðjufæða verður æ algengari. Það hefur komið í Ijós að of þungum börnum er mun hættara við offitu þegar þau verða fullorðin helduren börnum meðeðlilega þyngd. Barátta full- orðinna við of f itu er mjög erf ið og oft árangurslaus ef hún hefur verið til staðar frá barnsaldri. Það næst mun betri árangur meðal barna enda eiga þau auðveldara meðað læra þær reglur sem þarf til að ná burtu umframþyngd. Feit börn eiga oft við tilfinningaleg vandræði að etja. Þau verða fyrir neikvæðum áhrifum frá um- hverfinu og eru oft útilokuð frá leikjum og félags- skap jafnaldranna. Á unglingsárunum eiga þau oft erf iða ævi því þá finnst þeim fitan á eigin likama heyra til lýta sem veldur þvi að aðrir horfi á þau með fyrirlitningu. Þau hætta að sækja leikfimitima og hætta jafnvel i skóla. Þegar þau eru orðin fullorðin er þeim hættara við ýmsum sjúkdómum sem má rekja beint til offitunnar. Orsakir offitu Offita getur gengið i erfðir en oftar eru slæmar matarvenjur, ■ rangt fæðuval og of litil M áreynsla ástæða offitu. Sálrænt ástand er sjaldan I bein ástæða offitu, en andleg m vanliðan vegna áberandi fitu leiðir hins vegar oft til þess að ■ stöðugt er verið að fá sér auka- m bita. Röng efnaskipti geta verið or- ■ sök offitu, en slikt kemur i ljós ,œ þegar börn eru rannsökuð af ™ lækni vegna annarra einkenna. Það er alltof algengt að offita barna er látin afskiptalaust og i H mörgum tilfellum er það vegna m þess að foreldrarnir halda að “ þetta lagist af sjálfu sér þegar ■ börnin stækka. Það gerist bara œ alltof sjaldan. Með hjálp töflu eða linurita yfir eðlilega þyngd miðað við _ hæð er auðvelt að komast að þvi ® hvort barn er of þungt og ef svo ■ erhvað munar mörgum kilóum. Taka verður tillit til þess aö 10% ■ munur til eða frá er alls ekki H óeðlilegur þar sem börn hafa mismunandi likamsbyggingu. ■ Þó ber að athuga, að börn sem eru beinasmá og meö litla vöðva geta verið með of mikla likams- fitu þótt þyngdin sé innan hæfi- legra marka. .Ef barn vegur 20% éða meira yfir eðlilega þyngd ér um að ræða offitu sem þarfnast með- höndlunar. Flestar mæður sjá lika á útliti barnsins ef það er of þungt. Meðferð Það er ekki til nein einföld að- gild aðferð til að ná offitu burtu. Árangurnæst þvi aðeins að með- íerðin nái til bættra matar- venja, fæðuvalið sé rétt, fri- stundir séu notaðar rétt og allir þeir sem umgangist barnið taki þátt i meðferðinni. Undir sex ára aldri er mikil- vægara að takmarka þyngdar- aukningu heldur en að láta börnin léttast. Það má orða það svo að börnin séu látin vaxa upp i eðlilega þyngd. Skólabörn mega ekki léttast um meira en 2-300 grömm á viku. Ef aðeins er um að ræða litla umframfitu er nóg að gæta þess að börnin þyngist ekki i eitt til tvö ár. Best er að vigta börnin LÍF OG HEILSA tvisvar i mánuði og alls ekki oftar en einu sinni i viku. Fæðan á að vera venjulegur matur en fjölbreyttur. Stærð skammtanna ræðst af aldri barnsins og þvi hve umfram- þyngdin er mikil. Til þess að ná varanlegum árangri er mikil- vægara að breyta viðhorfi barnsins til fæðunnar heldur en að telja hitaeiningarnar. Þó er nauðsynlegt að þekkja fæðutegundir sem skilyrðislaust eiga að hverfa úr neyslu, sæl- gæti, gosdrykkir, kökur, deserar og hvitt brauð. Sætmeti er versti óvinur feitra barna. Matarvenjur Allt það á heimilinu sem freistar barnsins i mat á að fjar- lægja. Á heimilinu á ekki að vera til sælgæti eða kökur og ekki má láta mat standa á borð- um nema þegar matmálstimar eru. Foreldrar og annað heimilis- fólk verður að athuga að offita barnsins stafar ekki af heimsku þess eða óhlýðni. Ef ákveðnar reglur gilda eru börn þvert á móti áhugasöm að fylgja þeim. Barnið á alltaf að sitja við borð og snæða af diskum. Mörg feit börn standa i eldhúsinu og borða beint úr isskápnum. Reynið að láta alla fjölskyld- ! una boröa morgun- og kvöld- matinn sameiginlega. Leyfið barninu ekki að ljúka við mat- inn i flýti og fara svo frá borð- inu. Þvert á móti á að venja það við að borða hægt. ■ ■■■■■■■■!■ ■ I Ökumenn, eflum sameiginlega öryggi æskunnar 'A EFTIR B0LTA KEMUR BARN • • • JUNIOR CHAMBER fzf: ,JEFLUM ÖRYGGl ÆSKUNNAR' Heldurðu nú| ckkiaðþú ætiir að fara aö gera viö bilinn?

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.