Vísir - 04.10.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 04.10.1978, Blaðsíða 7
7 VISIR Miövikudagur 4. október 1978 /"..... ............................. J SKOÐUN LURIE Þannig hugsar Lurie sér baróttu koupgjalds og verðlags, þar sem verðbólguráðstafanir yfirvaldsins mega sín lítils Sjúkmhúsiní Beirút hafa ekki lengur undan Þórdunum stórskotaliðs- ins linnti ekki í morgun í Beirút og i dynjandanum kafnar tilraun Elias Sark- is, forseta Libanons til þess að binda endi á þessi grimmilegustu átök sýr- lenskra hermanna og Frakkar gera tillögu um vopnahlé í Libanon Hjá Sameinuðu þjóð- unum biðu menn i dag viðbragða Sýrlands við tillögum um vopnahlé i Libanon milli hægri- sinna og kristinna ann- arsvegar og sýrlenska gæsluliðsins hinsvegar. Utanríkisráðherra Frakklands, Louis de Guiringaud, bar upp til- löguna, sem nýtur stuönings Elias Sarkis, forseta Libanon. Er gert ráð fyrir i tillögunni, að hægrisinnar leggi niður vopn, og aö gæslulið Araba, með Sýr- lendinga i broddi fylkingar,verði endurskipulagt. 1 tillögunni er Libanon-her, skipuðum jafnt kristnum mönnum sem má- hammeðstrúar, ætlað að ganga i milli Sýrlendinga og hægri- manna. Gafez Al-Assad, Sýrlandsfor- seti, hefur verið i heimsókn i A-Þýskalandi, en er væntanlegur heim til Damaskus i dag, þvi að hann hefur frestað för sinni til Moskvu. Vopnahléstillagan er árangur samræöna diplómata ýmissa þjóða í gær. Auk Frakka og Libana standa Bandarikjamenn að tillögunni. kristinna hægrimanna í Líbanon til þessa. Þó voru bardagar ekki eins ákafir i morgun og i gær, þegar borgin einangraöist nær alveg frá umheiminum um leið og simalinur rofnuöu og tekið varö fyrir vatn og rafmagn alls staðar rema i einu eða tveimur út- hverfum. Meðal bygginga, sem oröiö hafa fyrir spjöllum af völdum eldflauga»og fallbyssuskothriðar, eru sjúkrahús borgarinnar. Yfir- keyröir læknarnir segjast ekki lengur anna þeim fjölda særðra, sem til þeirra leita. Þessi nýjasta bardagahrina i höfuðborginni hófst, þegar sýr- lenskir gæsluhermenn i skjóli skriðdreka hófu bardaga til þess að ná á sitt vald'mikilvægri brú á aðalflutningsæðinni norður úr höfuðborginni. Breiddust bardag- arnir út ,i austurhverfin og inn i bæi og þorp i hæðunum umhverfis Beirút, en þar hafa báðir aðilar komið sér ppp fallbyssum. Siðdegis i gær var eyðilögð oliu- birgðastöö i borginni og lagði svartan reykinn frá brunanum yfir borgina. Þjálfa ítalskir hryðjuverkamenn austantjalds? Einn af vinstrisinna öfgamönnum á ítalfu sagði i viðtali, sem birt- ist i Paris i morgun, að hryðjuverkamenn Rauðu herdeildanna væru þjálfaðir i bæki- stöð i Austur-Evrópu. Renzo Rossellini, einn af stofn- endum sjóræningjaútvarpsstööva Itali'u, segir i viðtali við Le Matin (sem s.tyður sósialista): „Eftir þeim samböndum, sem ég hef við skæruliða Palestfnuaraba, veit ég, aö þaö eru æfingabúðir i einu austantjaldsrikjanna, þar sem ítalir voru og eru kannski enn þjálfaðir i hryöjuverkum.” Rossellini sagði, að á Italiu væri neöanjarðarhreyfing, sem hefði að markmiði að halda kommúnistum utan stjórnar, og reyndi i þvi skyni að skapa glund- roða i landinu. Sagði hann, að þessihreyfing hefði verið við lýði allt frá lokum siðari heimstyr- jaldarinnar, þegar mikilvægur hluti andspyrnuhreyfingarinnar á Italíu hefði komist beint undir stjórn Rauöa hers Sovétrikjanna. James Earl Ray í giftingarhugleiðingum 31 árs gömul listakona i Knoxville i Tennessee segist ætla að giftast James Earl Ray, sem afplánar fangelsis- dóm vegna morðsins á dr. Martin Luther King, leiötoga jafnrettishreyfingar blökku- manna. Eitt blaðanna i Knoxville hefur eftir önnu Sandhu, að hún og Ray ætli aö ganga i hjónaband á næstu vikum. — Anna þessi er kona fráskilin, en kynntist Ray 1977, þegar sjónvarpið fékk hana til þess að teikna Ray vegna viötals, sem tekiö var viö hann I fang- elsinu. Stjórnendur fangelsis Rays segjast ekki vita af neinum giftingaráformum hjá honum, en hann þarf leyfis þeirra áður en hann getur kvænst önnu. Tveir Sovétmenn játa njósnir Tveir Sovétmenn hafa játað á I Yfirmaður i sjóhernum, Lind- sig njósnir fyrir rétti i Bandarikj- berg að nafni, er aöalvitnið i máli unum. Þeir hafa starfað hjá Sam- Sovétmannanna. Lindberg starf- emuðu þjóðunum i New York frá aði sem gagnnjósnari fyrir FBl i árinu 1974 og voru handteknir i nærri eitt ár. Hann lét Sovét- mai s.l. i New Jersey. Þeir eiga mönnunum i téýmsar upplýsing- því yfir höfði sér lifstiðar- ar, sem þeir fóru fram á, gegn fangelsisdóma i Bandarikjunum. | tuttugu þúsund dollara greiöslu. Harris-hjón in dœmd — en gœtu sloppið út aftur eftir 5 ára afplánun Harris-hjónin, Willi- am og Emily, sem dæmd voru fyrir að ræna Patty Hearst, dótt- ur milljónamæringsins og blaðakóngsins Randolph Hearst, eiga möguleika á að sleppa við að afplána að fullu dóma sina og gætu losn- að út úr fangelsi að fimm árum liðnum, eftir þvi sem verjandi þeirra segir. Þau voru dæmd i gær í tiu ára til ævilangs fangelsis, en liklegt þykir aðnáðunarnefnd Kaliforniu túlki refsidóminn sem tiu ára fangelsi. Þaö þýðir, að með góöri hegðun eiga Harrishjónin mögu- leika á aö veröa látin laus til reynslu 1983, eftir að hafa afplán- að 4 1/2 ár (varðhaldstíminn, meöan málið var i rannsókn og fyrir dómi, dregst frá). F órnarlamb þeirra, Patty Herst, situr i fangelsi og afplánar 7 ára dóm vegna hlutdeildar i bankaráni meö Symbiónesi'ska frelsishernum, sem rændi henni sjálfri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.