Vísir - 04.10.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 04.10.1978, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 4. október 1978 vism útgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davfö Guömundsson *• Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Ellas Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, óli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlitog hönnun: Jón óskar Hafsteinsson, Magnúsólafsson. Auglýsinga-og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2400 kr. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuöi innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Verð í lausasölu kr. 120 kr. Simar 86611 og 82260 eintakið. Afgreiösla: Stakkholti 2--4 simi 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Síðumúla 14 sími 86611 7 linur VISIR Endahnútar haf- réttarmúlanna Landhelgis- og hafréttarmál hafa síðustu þrjá áratugi verið þau mál, sem við islendingar höfum hvað mest beitt okkur fyrir á alþjóðavettvangi. Þótt siðasta þorskastríði okkar sé lokið og aðrar þjóðir virði 200 mílna fiskveiðilögsögu okkar eru réttindamál okkar varðandi hafið og hafsbotninn umhverfis landið þó enn ekki endanlega afgreidd. Á þau á eftir að reka tvenns konar endahnúta, varðandi íslenska heildar- löggjöf um hafréttarmál og samninga við Norðmenn um Jan Mayen-svæðið. Haf réttarmálin bar á góma í ræðu Benedikts Gröndal , utanríkisráðherra, á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna á dögunum. Þar lýsti utanríkisráðherra því yfir, að næsta átakið í hafréttarmálum Islendinga yrði setning heildarlöggjafar, þar sem staðfest yrði 200 mílna efnahagslögsaga, almenn lögsaga yrði færð úr f jórum mílum i tólf og ákveðnar yrðu aðgerðir um um- hverfisvernd á hafinu. Þessum yfirlýsingum ber að fagna, þar sem þörf er orðin fyrir slíka heildarlöggjöf og verður hún vonandi sett á því Alþingi, sem hef ur störf sín í næstu viku. Seinagangur varðandi endanlegan frágang alþjóðlegs hafréttarsáttmála hefur undanfarin ár orðið mönnum ihugunarefni. Breytt fyrirkomulag varðandi fundahöld hafréttarráðstefnunnar yrði eflaust til þess að flýta fyrir endanlegu samkomulagi um þau meginatriði, sem þráttað hefur verið um. I því sambandi ætti íslenska rikisstjórnin að hafa frumkvæði á grundvelli yfirlýsingar Benedikts Gröndal á Allsherjarþinginu og gangast fyrir því að nú verði fjallað um hafréttarmálin á hæsta pólitíska vettvangi. Með þessu móti gætu aukist verulega likur á að endan- legt samkomulag næðist á hafréttarráðstefnunni á næsta ári. En hver sem niðurstaða hafréttarráðstefn- unnar verður, er Ijóst, að við munum fyrr eða síðar þurfa að eiga samningaviðræður við Norðmenn um endanleg mörk f iskveiðilögsögunnar milli íslands og Jan Mayen, en þau eru nú miðuð við miðlínu. Engin ástæða er til annars en leggja ríka áherslu á að við færum endanlega út í 200 mílur á þessu hafsvæði. Finn Fostvoll, samstarfsmaður Jens Evensens, haf- réttarráðherra Noregs, sagði i samtali við Vísi á dögun- um, að ef Norðmenn lýstu yfir lögsögu á svæðinu um- hverfis Jan Mayen yrði slík lögsaga miðuð við miðlínu- regluna. En miðað við ákvæði Genfarsáttmálans um þessi efni, þar sem miðlínureglan væri alfarið lögð til grundvallar, væri aftur á móti Ijóst að sanngirnissjónar- mið væru þyngri á metunum en miðlínureglan í frum- drögum nýja hafréttarsáttmálans. í Vísisviðtalinu taldi Finn Fostvoll, sem er skrifstof u- stjóri norska hafréttaráðuneytisins, að tvimælalaust yrði því að taka tillit til sanngirnissjónarmiða í væhtan- legum samningaviðræðum við íslendinga. Sá möguleiki er fyrir hendi, að Norðmenn velji þann kostinn að sækjast ekki eftir lögsögu yfir Jan Mayen- svæðinu, heldur lita á það sem opið alþjóðasvæði á úthaf- inu, utan lögsögu strandríkja. Þessi kostur yrði sýnu verri fyrir okkur íslendinga, sökum þess að þá hefðu aII- ar þjóðir jafnan rétttil þess að moka til dæmis upp loðnu á þessum slóðum og á svipaðan hátt gæti farið um hana og norsk-islenska síldarstof ninn, sem átti áður athvarf á þessu hafsvæði^en rússnesk ryksuguskip áttu stærstan þátt í að eyðileggja hann alveg. Við ættum þvi sem fyrst að hef ja viðræður við Norð- menn um þessi mál, hvetja þá til að lýsa yfir lögsögu á Jan Mayensvæðinu og vinna jafnf ramt að þvi að tekið sé tillit til sanngirnissjónarmiðanna þannig að fisk- veiðilögsaga okkar verði endanlega f ullar 200 sjómílur út af norðaustanverðu landinu. Vidkun Quisling hlýöir á dauðadóm sinn I/ RÉTTARHÖLDIN GEGN HAMSUN" Metsölubókin í ór sœtir mikilli gagnrýni Þær tuttugu þúsund krónur sem kaupendur verða að greiða fyrir bók Thorkild Hansen um ,,Rétta rhöldin gegn Hamsum" hafa ekki staðið í vegi fyrir þvi að hún rynni út. Þessi dýrasta bók sem Gylden- dal bókaforlagið hefur gefið út seldist í 10 þúsund eintökum á fyrsta degi. Bókaforlagið er nú að láta fara f rá sér annað upplag, 8000 eintök. Fyrsta útgáfan kom út í siðustu viku. Thorkild Hansen verður milljónamæringur á bókinni og það þrátt fyrir að hún hafi þegar vakið reiðiöldur í Noregi. Hlaut bókmenntaverð- laun 1971 Thorkild Hansen sem er rúm- lega fimmtugur Dani hlaut Bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs árið 1971. Hann hefur eink- um orðið þekktur fyrir ritröð sina „Slavenes oer”, „Slavenes kyst” o.s.frv. Hann var bókmenntagagn- rýnandi hjá blaðinu Information á árunum 1958-1962. Hann hefur unnið siðastliðin 3 ár að bókinni um Hamsun. Hansen hlustar of mik- ið á nasistana Bókin seldst upp i snatri þeg- ar hún kom út i Noregi og þar hófst nær samtimis heiftarleg gagnrýni á hana. Thorkild Hansen er sakaður um það að vera ekki nægilega nákvæmur i sambandi við stað- reyndir og eins það að taka of mikið mark á nasistum. Norðmenn kvarta einnig yfir þvi að hann liti með dönskum hroka niður á allt sem sé norskt. bað eru einkum tvö atr- iði sem gagnrýnin virðist bein- ast að. Það er annars vegar lýs- ing Hansens á norska réttinum og svo hins vegar frásögn hans af aftöku Quislings. Yngvar Ustvedt dr. phil sem starfar við norska útvarpiö seg- ir að lýsing Hansens á norsku dómstólunum og öllum réttinum sé gjörsamlega röng. Hann tel- ur að Hanseh hafi látið glepjast af áróðri nasista. Ustvedt gagn- rýnir það þegar Hansen ber saman aðgerðir norskra og franskra stjórnvalda gagnvart „föðurlandssvikurum.” Hansen tali um 110 þúsund tilvik þar sem komist hafi upp um föður- landssvikara i Frakklandi og hann tali um álika fjölda i Nor- egi. „Franska talan er sá fjöldi sem hlaut dóma, en norska tal- an á við um alla þá aðila sem voru athugaðir.” Hamsun var einmana sál Thorkild Hansen hefur i við- tali greint frá þvi að hann hafi hrifist óskaplega sem barn af Knud Hamsun. Hann hafi siðar fylgst með þvi þegar Hamsun var handtekinn fyrir að vera nasisti. „Hvernig stóð á þvi að ég hreifst svona af manni sem var nasisti? Ég varð að komast til botns i málinu og þeim mun meira sem ég vissi, þvi stærra virtist vandamálið. Það voru óhugnanleg augnablik sem ég ekki þekkti áður.” Thorkild Hansen lýsir Ham- sun þannig: „Hann var sá maður sem ein- manaleikinn herjaði hvað mest á af þeim sem lifað hafa. Hann var jafnframt einn mesti og stærsti einstaklingur sem hefur lifað. Þetta tvennt fer oft sam- an. Hjá þeim stórgáfuðu er endastöðin næstum ætið ein- manaleikinn. Við getum þvi glaðst yfir þvi að tilheyra ekki hóp-hinna stórgáfuðu”. Þýtt og endursagt. —BA— Kithöfundurinn Thorkild Hansen

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.