Vísir - 04.10.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 04.10.1978, Blaðsíða 9
VISTR Miðvikudagur 4. október 1978 9 — burt með breskw þœtfina H.Æ. Reykjavik skrif- an: Ég ætla að byrja á þvi að lýsa yfir ánægju minni með leikritið Skollaleik eftir Böðvar Guðmundsson sem Sjónvarpið sýndi á sunnudagskvöldið. Bæði var, að leikritið var skemmtilegt á að horfa og eins voru allir þeir leikarar sem fram komu i þættinum starfi sinu vaxnir. Sem sagt mjög gott leikrit. En það er ekki allt eins gott hjá þessu sjónvarpi okkar. Hvenær i ósköpunum ætla mennirnir sem þar stjórna að hætta með þessa bresku fram- haldsþætti sem nú tröllriða dag- skránni á hverju einasta kvöldi. Mér finnst að þeir sem eru sama sinnis og ég, (ég veit að þeir eru margir) ættu að taka sig saman og útrýma þessum þáttum úr islenska sjónvarpinu. 1 stað þeirra mætti halda áfram með til dæmis Dave Allen sem náði gifurlegum vinsældum hér meðan að hann var i náðinni hjá Sjónvarpsmönnúm. Eins mætti auka til muna þættina úr dýrarikinu. Það eru fróðlegir þættir sem koma öll- um til góða sem eitthvað langar til að vita um aðrar skepnur en þær sem ganga um á tveimur fótum. Það er fleira sem almenning- ur saknar úr dagskránni. Þvi i ósköpunum eru ekki sýndir islenskir skemmtiþættir. Við Islendingar eigum risastóran hóp af fólki sem er vel fram- bærilegt i slika þætti. Og oft á tiðum er þetta fólk, sem hefur atvinnu af þvi að skemmta öðr- um, atvinnulaust. Þvi ekki að virkja þetta skemmtifólk okkar og gefa þvi tækifæri á að reyna sig? Þetta hefur stöku sinnum verið gert og þá viö góðan orö- stir Mig langar til aö lokum aö þakka Bjarna Felixsyni fyrir góða iþróttaþætti að undan- förnu. Þar er maður sem er i mikilli framför i sinu starfi, og eins til þessaö skora á þá, menn inu að hefja sýningar á Dave sem ráða ferðinni hjá Sjónvarp- Allen svo fljótt sem verða má. Framkomo sem b’rtn- or á saklausum K.J. skrifar: Ég vissi að kerfið er einvaldur á Islandi en það sem ég varð fyrir af hendi Rafmagnsveitu Reykjavikur var eitt hið gróf- asta sem ég hef komist i kynni við , ennþá að minnsta kosti. Rafmagnsreikning fæ ég þann 16. september sem dagsettur er þann 14. september og greiði hann þann 20. Þann sama dag kem ég heim klukkan 18.00 og er þá húið að loka fyrir rafmagnið án nokkurrar viðvörunar sem ekki var von þvi 10 daga frestur sá er tilgreindur er á reikning- um var alls ekki liðinn. Og þess utan var reikningurinn greidd- ur. Hér kem ég heim með ung- barn sem þarf að fá sinn mat og heita mjólk og hjá mér er full frystikista sem lá undir skemmdum og annað eftir þvi þegar rafmagnið er tekið af ó- undirbúið. Ég hringi i örvænt- ingu minni i þann eina sima sem ekki er háður skiptiborði hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur, (Birgðastöð). En þar fékk ég þau svör að enginn geti fram- kvæmt opnun fyrr en að morgni. Þetta hefði verið eðli- legt ef ég hefði átt ógreiddan reikning, en svo var alls ekki, og finnst mér það algjört lágmark þegar svona mistök verða að einhvér geti i neyð komið frá Rafmagnsveitu Reykjavikur og leiðrétt þannig mistök þegar þau bitna á saklausum. Hvernig fæ ég uppbót fyrir öll þau óþæg- indi hvað þá beinan kostnað og jafnvel skemmdir, svo sem á matvælum i frysti fyrir fleiri þúsundir króna? Spyr sá sem ekki veit. UMSJÓN: STEFÁN KRISTJÁNSSON SÍMI: 86611 húsbyggjendur ylurinn er Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi — föstudags. Afhendum vöruna á byggingarstað. viðskiptamönnum að kostnaðar lausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Borgarplast Borgarnesi | »imi 93 7370 kvöld 03 helganimi 93 7355 B JÖRIMÍIMIVI Smurbrauðstofan Njálsgötu 49 — Simi 15105 Sparið EKKI sperin en sparið í innkaupum Dreng|aleðurjakkar kr. 12.900.00 Sailor jakkar 1 Kvenpils Urval herrabinda Peysur ffrá Skyrtur ffrá og margt margt ffleira Alít á útsöluverði Lftið við á loftinu 12.900.00 4.900.00 650.00 2.500.00 1.450.00 Loftið ^3 Laugavegi 37 1 Cftarfet c! If»e Ibfx * snyrtivörur Mjög fjölbreytt lína dásamlegra amerískra snyrti- vara fyrir allar húðgeröir og öll tækifæri. Heims- fræg og vióurkennd lúxusvara framleidd í Frakk- iandi úr bestu fáanlegum hráefnum með fullkomn- ustu aóferðum, sem þekkjast, eftir uppskriftcfm, sem nýta aila nýjustu efnafræði- og tækniþekkingu nútímans. Hagstætt verð miðaö við gæði. Einnig aðrar snyrtivörur, t.d.: CKristian Dior REVLON * SANS SOUCIS jnWpRlT[ RC max Factor phyris LÍTIÐINNOG LÍTIÐÁ LAUGAVEGS APOTEK snyrtivörudeikl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.