Vísir - 04.10.1978, Side 14

Vísir - 04.10.1978, Side 14
14 Miövikudagur 4. október 1978 VISIR SMJORBIRGDIR I LANDINU HAFA AUKIST GÍFURLEGA Framleiösla á 45% og 30% ostum var á tímabil- inu 1. september 1977-31. ágúst 1978 3.263 lestir. Framleiðsluaukningin var 41 %/ en samdráttur varö í sölu á þessum ost- um, en veruleg aukning í sölu á bræddum ostum. Flutt var út á verðlagsárinu 1842 lestir, en árið áður var út- flutningur aðeins 662 lestir. Birgðir 1. september sl. voru 14% meiri en i fyrra. Mjólkurframleiðendur sem leggja inn mjólk eru taldir vera 2.670, en þeim hefur fækkað um 3% árlega. Sala á nýmjólk hefur enn minnkað en samtals voru seldir 45,2 millj. litrar af mjólk. Sala á rjóma var 2,9% meiri nú en á fyrra timabili. Aukning varð á sölu undán- rennu um 18.8% og seldust 3,8 milljónir litra á siðasta ári. Framleiðsluaukning á smjöri var um 1,1% en það voru 1802 lestir. Birgðir 1. september sl. voru tæplega 1300 lestir en það var 38,6% meira en i upphafi fyrra verðlagsárs. Slátur — góö matarkaup Slátur hefur lækkað i verði frá þvi i fyrra, án þess að vera niðurgreitt. í Reykjavik selja Sláturfélag Suðurlands og Afurðasala SIS slátur og er verð á heilslátri með sviðnum haus i smásölu 1227 kr. Fimm fryst slátur kassa kosta 7.650 krónur hjá Afurðasölu StS Hjá Sláturfélaginu er hægt að kaupa ófryst slátur og er verðið kr. 1340. —BÁ— Ljóðf sem byggja H ekki á tilfinningu u 3 «1331113 n Lli:OB3 Ijódmxli „Við stunduOum nám utan- skóla við Fjölbrautaskólann á siðasta vormisseri og unnum þá að þessari Ijóðabók. Viö erum ekki sáttir við módernismann sem rikir nú i ljóöagerð, þar sem liann byggir meira á til- finningum en orsökum og af- leiðingum. Rómantisku skáldin túlka mun betur eöli tilverunn- ar,” sögðu þeir Ólafur Jóhann Engilbertsson og Þorsteinn Kári Rjarnason sem hafa gefið út saman ljóðmælin „1 MISTRI VULCANS”. Þeir eru báðir 18 ára og stunda nám i mennta- deild Fjölbrautaskólans. Eitt ljóö i bókinni sömdu þeir félagar saman en aö ööru leyti eru þau samin af öðrum hvor- um. Þorsteinn á fleiri ljóð i bókinni en Ólafur hefur gert allar teikningar. „Efni ljóðanna er byggt á heimspeki i trúarlegu ljósi symbólisma. I öðru lagi má segja að þau byggist á hinum þremur meginuppsprettum heimsmenningarinnar: Menningu Hebrea, griskri forn- menningu og austurlenskri trúarspeki. Við notum þessi atriði sem leiðarljós en reyndum þó að vera sjálf- stæðir,” sagði Þorsteinn sem bætti þvi við að þeir væru báðir fermdir og skirðir en væru ekki i þjóðkirkjunni. „Við getum ekki fallist á það að eiliföarvera hafi einhvern timann byrjað að vera til. Neisti guðdómsins er kjarni manns og þvi hlýtur maðurinn að vera jafngamall guði. Það sem á sér ekki upphaf getur ekki átt sér endi og öfugt.” Þeir kváðust hafa byrjað að yrkja 14-15 ára gamlir. „Það voru þó ekki ljóð i sama skilningi og þau sem eru i bók- inni. Það var ekki fyrr en eftir að við urðum utanskóla sem við gátum farið að kynna okkur heimspeki og trúarbrögð. Þá gátum við farið að yrkja Ijóð sem ekki eru byggð á tilfinning- um,” sagði ólafur. Ólafur Engilbertsson og Þorsteinn Bjarnason eru ekki sáttir við módernismann. Mynd: ÞG Dagmar Bragadóttir 9 ára og Helga Björg Svansdóttir komu til okkar með fé sem þær höfðu safnað með þvi að halda tombólu. Þær seldu miðann á 50 krónur og náðu að safna 2.248 krónum sem þær báðu Visi að koma á framfæri við Dýraspitalann. Dagmar hefur áður staðið fyrir þvi að safna fé fyrir Dýraspitalann. Mynd: ÞG Hjálparsveitir skáta: Samrœmt fjarskipta- kerfi nœsta verkefni ,/Næsta stórverkefni hjálparsveita skáta er að koma sér upp samræmdu fjarskiptakerfi. Þarna er um mikinn kostnað að ræða og raðast úrslit þessa máls á viðbrögðum stjórn- valda við umsóknum sveit- anna um niðurfellingu á tolli/ vörugjaldi og sölu- skatti við innflutning á fjarskipta- og björgunar búnaði". Þetta segir m.a. i tilkynningu frá landssambandi hjálparsveita skáta. En áttunda landsþing Landssambandsins vekur athygli á skýrslu vinnuhóps Almanna- varnaráðs um jarðskjálfta á Suðurlandi og varnir gegn þeim. „Þingið hvetur rikisvaldið og sveitarstjórnir á Suöurlandi til skjótra og markvissra aðgerða.’ I samstarfssamningi við Al- mannavarnir rikisins hafa Hjálp- arsveitir skáta tekið að sér viða- mikil verkefni svo sem: fyrstu hjálp á vettvangi, sjúkraflutn- inga, starfrækslu og uppsetningu fyrstu hjálparstöðva og aðstoð við uppsetningu og rekstur vara- sjúkrahúsa.’ „Enda þótt hjálparsveitirnar eigi allgóðan útbúnað er ljóst að mikið skortir á til að sveitirnar geti staðið sómasamlega við sinn hluta ' samkomulagsins. Þar er helst um að ræða skyndihjálpar- búnað og fjarskiptatæki.’ Gód feeilsa ei» gæfa fevers maRRs Tillagað krúska. ■"'/ Hentugt fsúrmjótk/;: / FÍfkt af trpfjgöfflfu Itf,/ - r' ^áeiú/ry'naúðSýtíleg^., ■■(meltingarstarfs*minni. T ’ - f 1 ' jt- -■* ■ f ’ 1 f * f 'Í.■J, ^ ■.a*' Myntsafnarafélag íslands: AFMÆLISPENINGAHUGMYNDIR ÓSKAST OUum landsmönnum er hér með boðiö að taka þátt i sam- keppni um teikningu á minnis- peningi i tilefni af 10 ára afmæli Myntsafnarafélags Islands. Peningurinn á að vera úr silfri og verður i crown-stærð. Á peningnum skulu kóma fram ár- tölin 1969-1979 en félagið á afmæli 19. janúar á næsta ári. Framhlið peningsins veröur sú hlið sem nafn og/eða merki félagsins er á og um það má gera tillögur. Verðlaun fyrir bestu teikning- una verða 200 þúsund krónur. Skila skal teikningum er skulu vera 15 sm að stærð i pósthólf 5024 i Reykjavik 105 fyrir 1. nóvember n.k. —BÁ— BILAVARAHLUTHt Fiat 128 '72 VW 1300 '71 Taunus 17m '67 Escort '68 Cortina '68 Willys V-8 Land-Rover Volvo Amazon '64 BILAPARTASALAN Hoföatuni 10, simi 11397. Opió fro kl. 9 6.30, laugordaga kl. 9-3 oy sunnudaga kl 13

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.