Vísir - 08.01.1979, Side 4
Mánudagur 8. janúar 1979 VISIR
YFIRNEFND VERÐLAGSRÁÐS SJÁVARÚTVEGSINS:
„EKKERT BÓKAÐ UM GENGIS-
SIG FRÁ RÍKISSTJÓRNINNI"
segir Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar
//Ég kannast ekki við að
það hafi verið bókuð nein
minnisatriði frá ríkis-
stjórninni í Yfirnefnd
Verðlagsráðs varðandi
gengissig við fkisverðs-
ákvörðun að þessu sinni"/
sagði Jón Sigurðsson, for-
stöðumaður Þjóðhags-
stofnunar og oddamaður i
yfirnefnd/ í samtali við
Vísi/ en Morgunblaðið
skýrði frá því fyrir helgi
að svo hefði verið.
„Hins vegar fylgdu þessari
fiskverösákvörðun margvisleg
minnisatriði frá oddamanni”,
sagöi Jón „og þar var m.a. drepið
á gengismál. Þetta er ekki skjal,
sem dreift hefur verið þannig að
ég vil ekkert frekar segja um það
á þessu stigi”.
Jón var spurður að þvi hvort
eitthvað hefði verið við fiskverðs-
ákvöröunina um oliustyrk til út-
geröar vegna hugsanlegrar
hækkunar á oliu. Hann sagði að
það hefði ekki verið gert. Hins
vegar hefði verið rætt um það i
yfirnefndinni að ákveöa fiskverö-
iö meö fyrirvara um oliuverö, en
um það hefði ekki náðst sam-
komulag og miðað heföi verið við
oliuverð eins og það er i dag.
—KS
MEÐ GESTSAUGUM
Teiknari: Kris Jackson
JÆJA, FLUG5TJÓRI, FLUGVÉLIN ER TlLBOlN,
OG bú GÉTUH WJÐ FLUGT/AK UfALEIÐ OG ÞAÐ
R BÚIÐ/RÐ FYLLfí ISLENSKU FARÞE&ANA-
‘7?
TÍSKUVERSLUNIN
urður
HAMRABORG1 - KÓPAVOGI - SÍMI 43711
Fosteignagjöld á ibúðahúsnœði i Reykjavík:
Hœkka lík-
lega um 80%
titreikningum er ekki lokiö og
tölur ekki nákvæmar. Ég er þó
ekki frá þvi, að fasteignagjöld á
venjulegu ibúðarhúsnæði hækki
að meðaltali um 70-80%”, sagði
Ari Guömundsson hjá Húsatrygg-
inguin Reykjavíkurborgar.
„Fasteignamatið hefur hækkað
um rúm 40% og álagningin sjálf
um rúm 20% en það á eftir aö
reikna út svo marga liði aö allar
tölur eru ónákvæmar.
Seinni partinn i nasstu viku ættu
fasteignagjöld i Reykjavik að
liggja fyrir. En ég trúi þvi', sem
fyrr segir, að hækkunin verði
70-80% á fbúðarhúsnæði en að
nokkru meiri hækkun verði á iðn-
aðarhúsnæði,” sagði Ari
Guðmundsson.
—ATA
„Frekleg órós á Rauð-
sokkahreyfinguna"
„Rauðsokkahreyfingin getur
engan veginn sætt sig við að af-
glöp embættismanna Æskulýðs-
ráðs verði færð á hennar reikn-
ing”, segir I fréttatilk.vnningu
frá Rauösokkahrevfingunni. En
ársfjórðungsfundur hennar,
„átelur harðlega þær rang-
færslur og það pólitíska siðleysi
sem fram kemur f samþykkt
Æskulýðsráðs Reykjavikur frá
10. desember um að vlta
Rauðsokkahreyfinguna vegna
vínveitinga á árshátið hennar i
Tónabæ þann 4. nóv. sl."
Ennfremur segir: „Þegar
Tónabær var tekinn á leigu voru
engir samningar gerðir, hvorki
munnlegir né skriflegir á milli
Æskulýösráös og Rauösokka-
hreyfingarinnar aörir en þeir að
hreyfingin greiddi umsamda
leigu og skilaði húsnæöinu i
sama ástandi og hún tók við þvi,
sem hún og gerði. Lögreglu-
stjóraembættið 1 Reykjavik gaf
út vinveitingaleyfi á Tónabæ i
tilefni af hátiðinni og vissiþar af
leiðandi ekki að bann væri við
vi'nneyslu i húsnæðinu þegar
það væri i útleigu, svo að vart er
hægt að ætla að Rauðsokka-
hreyfingin búi sjálfkrafa yfir
þeirri vitneskju.”
Þá segir að vikuna fyrir hátið-
ina hafi fulltrúar hreyfingarinn-
ar veriði dagiegu sambandi við
starfsfólk ráðsins og fram-
kvæmdastjóra þess, Hinrik
Bjamason, og þeim þvi I lófa
lagið að tilkynna að vinneysla
væri óheimil I húsinu, og geti
hreyfingin þvi ekki sætt sig við
afglöp embættismanna.
„Vinnubrögð fulltrúa Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks i
Æskulýðsráði i máli þessu veröa
ekki skilin öðruvisi en sem
frekleg árás á Rauösokkahreyf-
inguna.” —EA