Vísir - 20.01.1979, Qupperneq 16

Vísir - 20.01.1979, Qupperneq 16
16 Laugardagur 20. janúar 1979. WÍSIR Úr „Margt býr I þokunni”. Marta er lengst til vinstri, þá Unnur Gubjúnsdóttir, Asta Bjartmarsdóttir, Einar Þorsteinsson, Jóhann Björnsson og Edda Aðaisteinsdóttir. komið i veg fyrir brask. Stofnkostnaöur þessa nýja kerfis yrði mikiil, þessvegna er mikilvægt að koma sameiginlega verðtryggöa lifeyrissjóðnum á laggirnar á sama tima. Með þvi að sameina lifeyrissjóðina, fengist fjármagn, sem hægt væri að nýta til að koma þessu i kring. Ég á von á, að þetta verði að veruleika eftir eitt ár eða svo.” — Hvað með lðn til kaupa á eldri Ibúðum? „Mér finnst það vera feikilega þjóðhagslega mikilvægt atriði að auðvelda fólki kaup á eldri Ibúðum. Gömlu hverfin eru að tæmast og eftir er fullorðið fólk, oft ein eða tvær manneskjur 1 stórum ibúðum eða húsum. Þá eru þjónustumiðstöðvar, svo sem skólar, verslanir og fleira, litt notaðar eða standa jafnvel auðar. Það mælir þvi öll skynsemi með þvi, að lán til kaupa á eldra hús- næði hækki til mikilla muna”. Á móti öllum boðum og bönnum Eitt fyrsta embættisverk Magnúsar var að banna reyk- ingar i leigubilum. Þessi ákvörðun var mjög umdeild á sin- um tima og er jafnvel enn. Við spurðum hann þvi, hvort von væri á fleiri bönnum. „Akvörðunina um reykinga- bannið tók ég vegna mjög eindreginna óska leigubifreiða- stjóra. Landssamtök þeirra samþykktu að fara fram á við mig að banna reykingar i leigu- bilum, og þvi gerði ég það. Þetta er annars mikill vani. Engum dettur i hug aö reykja i strætó eða i bió. Það er hinsvegar leyft i Englandi, enda er það svo, að varla er hægt að sjá út úr aug- um þar á kvikmyndasýningum vegna tóbaksreyks. Ég er annars alls ekki hrifinn af boðum og bönnum. En ég er mjög ánægður með hvaö baráttan gegn reykingum hefur gengið vel. Þessi barátta hefur veriö sérstak- lega árangursrik 1 skólum og ég hef heyrt að minnkun á reyking- um hafi veriðallt að 50% i sumum árgöngunum. Almenningsálitið er farið að snúast gegn reykingum, það er augljóst. Reykingabann i leigu- bifreiöum hefði verið algerlega gagnslaust fyrir 3—4 árum. Sjálfur hef ég ekki veriö mikill reykingamaöur. Ég reykti oft þegar mikiö var að gera, en var aldrei mjög háður tóbaki. Nú er liðið 1 1/2 ár siðan ég hætti alveg og ég finn stórmun á þvi hvað mér liöur betur. — Hvaö gerir þú I tómstundum þfnum? „Ég reyni ef ég get að fara I golf og hef mjög gaman af. En siðan ég var kjörinn á þing hef ég litið getað stundaö það. Ég hef einnig gaman af þvi að tefla og tefli oft viö strákinn minn, en hann er nú i Menntaskólanum að Laugarvatni. Svo þykir mér mjög skemmti- legt að fara á skak. Þegar ég var i Reykjavik fór ég oft út I bugt. Ég stundaöi skakið mun minna I Vestmannaeyjum vegna tima- skorts. Nú er tlminn enn minni og fristundirnar fáar og það kemur fyrst og fremst niður á tóm- stundagamninu”, sagði Magnús H. Magnússon. —ATA Magnús I herbergi dóttur sinnar, Helgu, sem rétt hafði tfma tR að lfta upp úr bókunum meðan myndinni var smellt af. Þaö er eitt, sem háir mér meira, en það er ræöumennskan. Ég á alls ekki gott meö aö halda ræöur, sérstaklega ef tilefnið er litiö. Ég hef alltaf dáðst aö mönn- um sem geta staðið upp og haldið alveg „glimrandi” ræður og fyrirvaralaust og það án nokkurs eða af litlu tilefni. Ég man eftir margri ræðunni, sem maður hefur hlustað á og heillast af, en þegar ég hef svo hugsaö eftir á um innihald hennar hefur það oft reynst þunnur þrettándi. Fáir frítimar Þá spurðum við Magnús, hvort það að taka við ráöherraembætti og stunda þingmennsku hefði haft áhrif á fjölskyldulifið. „Já. 1 fyrsta lagi þurftum við aö flytja frá Vestmannaeyjum. Þetta hefur m.a. slæm áhrif á börn, sem þurfa að skipta um skóla á viðkvæmum aldri. Nú, svo er mikið aö gera og ég get litiö verið heima og það er náttúrlega mikil röskun á heimilislifinu. A kvöldin eru fjall- háir bunkar af skýrslum, sem lesa þarf yfir og um helgar eru athafnir, svo sem opnunar- og vigsluathafnir ýmsar, sem ráð- herra þarf aö vera viðstaddur. — Sérð þú eftir að hafa farið út i stjórnmál? „Nei, ég sé ekki eftir þvi. Ég hef alltaf haft áhuga á þjóðmál- um, hef haft vissar skoöanir á þvi, hvað hægt væri að gera betur. Ég vil gjarnan láta eitt- hvað gbtt af mér leiða, en það eru auðvitað skiptar skoðanir á þvi hvernig til tekst hverju sinni.” Verðtryggður lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn Magnús var að þvi spurður, hvort það væru einhver sérstök málefni, sem hann ætlaöi að beita sér fyrir. „Ég hef alltaf dáðst að þeim mönnum, sem geta fyrirvara- laust haldið langar ræöur um ekki neitt”. „Ahugamálin eru óteljandi. En þaö er aðallega tvennt, sem ég hef brennandi áhuga á að beita mér fyrir. 1 fyrsta lagi er það að koma á sameiginlegum verötryggðum lifeyrissjóöi fyrir alla landsmenn. Þetta er mjög brýnt, þvi margir landsmenn hafa engan eða lélegan lifeyrissjóð. 1 öðru lagi koma lánamálum i sambandi við ibúðarbyggingar I svipað horf og er á hinum Norðurlöndunum. Menn fái 80—90% af brúttóbyggingar- kostnaöi lánaöan meö viöráðan- legum kjörum. Vextir verði lágir, t.d. 3% en lánin verði verðtryggö aö fuilu. Þau greiðist svo með jöfnum afborgunum á löngum Uma, 25—32 árum. Margt fengist með þessu. Lánin verða lán, en ekki styrkir. Meö þessu móti eiga allir að geta byggt yfir sig án verulega álags. Við höfum reiknað út hvað afborganir á lánunum yrðu háar og kemur i ljós, að þær yrðu mjög svipaðar húsaleigu, eins og hún gengur og gerist i dag. Þessi lán hefðu verðbólgu- letjandi áhrif, þvi lánin fylgja verðlaginu og enginn græöiráþvi að byggja. Þetta gæti þvi einnig Pálmar Sigurgeirsson I Vörumarkaðinum afhendir Sigrfði Kristjánsdóttur ryksuguna góðu. (Visismynd JA) „Á ný teppi en hafði ekki efni áryksugu" — sagði Sigríður Kristjánsdóttir sem vann Electrolux ryksugu í jólakrossgátunni „Þetta er alveg stór- kostlegt. Ég er búin að fá mér ný teppi fyrir stuttu en hafði ekki efni á að kaupa nýja ryksugu i staðinn fyrir þessa 15 ára sem ég á”, sagði Sigriður Kristjánsdóttir þegar við hringdum til hennar og sögðum að hún hefði unnið fyrstu verðlaun jólakrossgát- unnar. Siðan var arkað meö Sigriði I Vörumarkaðinn þar sem Pálmar Sigurgeirsson I heimilistækja- deild tók á móti okkur og afhenti Sigriði gripinn. Um er að ræða mjög vandaða ryksugu af gerð- inni Electrolux Z-305, en þær kosta núna 98.100 krónur. Sigriöur sagöist einmitt hafa komið i Vorumarkaöinn fyrir jólin og skoðað ryksugur en þá hefði hún ekki haft efiii á að kaupa slikt tæki. Pálmar sagði að þessi gerö af ryksugum seldist mjög vel og raunar væri áberandi best sala i henni að öðrum ryksugum ólöst- uðum. Sigriður sagði að jólakrossgát- an hefði verið erfið. Þar hefðu komið fyrir mörg óalgeng orð og oftheföi þurft aö fletta upp i orða- bók. Raunar hefði hún fengið hjálp viö að leysa gátuna, en þetta heföi veriö skemmtilegt verkefni. Við óskum Sigriöi Kristjáns- dóttur til hamingju meö vinning- inn og sömuleiðis þeim Jóninu Arnadóttur og Þðröi Sigfússyni, sem hlutu 2. og 3. verðlaun. Jónina má velja sér Rowenta heimilistæki fyrir 50 þúsund krónur og Þórður fyrir 25 þúsund krónur og þau fást i Vörumarkað- inum eins og ryksugan. —SG

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.