Vísir


Vísir - 28.02.1979, Qupperneq 17

Vísir - 28.02.1979, Qupperneq 17
MiOvikudagur 28. febrúar 1979. lÍFOGLIST „Torfhúsin voru góð híbýli" — sagði Hörður Ágústsson í erindi um íslenska húsagerð Á ráðstefnunni „Maöur og umhverfi” sem haldinn var á Kjarvalsstööum um slðustu helgi á vegum samtak- anna Lif og land hélt Höröur Agústsson fyrirlestur um islenska húsagerð. Þar fjallaöi hann um torfbæi og sagöi meöal annars: NU eru að vfsu engin hús til frá landnámstiö eða mið- öldum á Islandi, en við höf- um ýmis hjálpargögn til að styðjast við þegar kanna á upphaf byggingarsögu hér á landi. Fyrst er að nefna fornleifagröft, en einnig má hafa hliðsjón af fornum sögum, annálum, úttektum og leifum i húsum er enn standa. Elstu húsleifar hérlendis sem rannsakað- ar hafa verið, bera þess glöggt vitni hvert ættir þeirra er að rekja. Upp- graftarskýrslur frá vestur- strönd Noregs og Skot- landseyjum, sýna það svo ekki verður um villst.Þetta eru hinir fornu eldaskálar sem svo oft er minnst á i Is- lendingasögum. Skálarnir voru stór hús. um 30 metra löng og 6 Höröur Ágústsson. metra breið, sum stærri og önnur minni. Þak þeirra var borið uppi af tvennum stoðaröðum, sem skiptu þeim í þrennt, stórt miö- skip og minni hliöarskip. Meðfram langveggjum voru svokölluö set eða bálkar um það bil 60 senti- metrum hærri en gólfiö. i miöju húsi. Þar sátu menn við vinnu á daginn, en sváfu um nætur. A gólfi loguðu eldar. Snemma hafa skálarnir verið sundur- skildir með timburveggj- um, þiljaðir og prýddir. Þetta hafa verið hin veg- legustu hús á þeirra tima mælikvaröa. tveruhúsum fylgdu útihús fyrir búfé. Umhverfis var svo húsið girt görðum til varnar ágangi kvikfjár. Elstu fornleifar sem sýna gangabæinn hreinræktaöan eru frá 1450-1550. Húsum er raöaö nokkurnveginn sam- hverft um göngin. Baðstofa og stofa öðrum megin, en eldhús og skáli hinum meg- in. Segja má að hér sé kom- in sú skipan á sem helst i megindráttum fram á átjándu öld. Ekki er vitað hvenær gangabærinn varö til, en telja má Iiklegt aö hann sjái fyrst dagsins ljós á Norðurlandi. Gangabærinn er svar viö köldu veðurfari. Hann finnst ekki i Færeyjum, en er algengur á Grænlandi. Atriði sem vert er aö hafa i huga þegar gera skal grein fyrir þróun húsagerð- ar hérlendis, seinni aldir er vaxandi eldiviöarskortur. Svar þjóðarinnar viö eldi- viðarleysi virðist vera breytt afnot baðstofunnar Hún hættir að vera gufu- baðstofa, en breytist með timanum i iveruhús. Á sext ándu og sautjándu öld er hún orðin dagstofa, mat- stofa og vinnustaöur. Hún virðist hafa tekið við hlut- verki þjóðveldisstofunnar sem leggst alveg niður hjá almúganum en verður veislustofa hjá höfðingjum. Baðstofuofninn sem var reykofn er nú notaður til aö halda á mönnum hita á vetrum og seinna meir: einungis i mestu hörkum. Á átjándu öld taka að bærast með þjóöinni nýir straumar og þjóðin fór áð rétta við eftir aldalanga á- þján og birtist þessi breyt- ing fljótlega i húsagerð. Baðstofan stækkar á kostn- að framhúsanna sem áður höfðu verið stærst húsa á hverjum bæ. A Norðurlandi hélt ganga- bærinn velli, en lokaþróun hans fólst i þvi að framhús- um, skála og stofu var snú- iðum niutiu gráður, þannig að gaflar sneru nú fram á hlað og á betri bæjum voru timburstafnar settir í stað torfs. Þennan bæ köllum viðburstabæ. A Suðurlandi tók þróunin aöra stefnu.Baöstofan var flutt úr sinu forna lagi og sneri nú samhliða bæjardyrum meö stafn fram á hlað. Inn af bæjardyrum kom eldhús undir sama formi og þær. Annars vegar við bæjardyr var þriðja langhúsið, sem sneri eins og baðstofa, en- það var búr eða stofa. A göngin var klippt og bakhúsum raðaö upp á nýtt i hinar þrjár samsiða húsa- lengjur, sem allar sneru þrem stöfum fram á hlað. Þetta var kölluð sunnlensk húsaskipun. I raun voru islensku torf- húsin timburbyggingar með hlifðarveggjum og þaki af torfi eða grjóti, stundum hvoru tveggja, Fyrr á öldum voru svoköll- uð ásahús algengust, en sperruþakið vann smátt og smátt á. Á vandaðri húsum var trélaupurinn byggður með þvi lagi sem Norð- menn kalla stafverk. Þau voru vönduð og prýdd strikum og skurði. A vissan hátt má telja að íslending- ar hafi unnið þaö afrek mest I húsagerðarlist a miðöldum aö fella þessi timburhús að torfinu. Þeg- ar best lét og vel var vand- að til voru islensku torfhús- in áreiðanlega góð hlbýli. LÍF OG LIST 'LÍF OG LIST Tonabíó *S 3-11-82 Valdir vígamenn (The killer elite) <• Leikstjóri: Sam Eeckinpah Aðainiutverk: James Caan, Robert Duvall. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. hofnarbíó \t,-ÁAA Víkingaskipið //Svarta nornin" Spennandi og skemmtileg sjóræn- ingjamynd I litum og Cinemascope. Endursýndkl. 5, 7, 9 og 11. RANXS Fiaðnr Eigum óvallt fyrirliggjandi fjaðrir i flestar gerðir Volvo og Scaniu vörubifreiöa. utvegum fjaðrir i sænska flutninga- vagna. Hjalti Stefónsson Simi 84720 Þ.Jónsson&Co. SKEIFUNNI 17 REYKJAVIK . SIMAR 84515 / 84516 . A\\\\\\\llll II//////. VERDLAUNAGRIPIR W ^ OG FÉLAGSMERKI K \ Fyrir allar tegundir iþrotta. oikar- yj ar. styttur. verðlaunapeningar. ^ —Framleiðum félagsmerki S S f œó, i Á. Magnús E. Baldvinssonw Laugavegi Q - Reykjavik - Simi 22804 SV %///iiiiin\\v\\w MBO< Q 19 OOO --salur/ Viliigæsirnar Hörkuspennandi og fjörug ný litmynd. Is- lenskur texti — Bönnuð innan 14 ára. 7. sýningarvika Sýnd kl. 3,15-5,15-7,15- 9,15-11,15 Kris Kristoferson, Ali MacGraw — Leik- stjóri: SAM PECKIN- PAH Islenskur texti 14. sýningarvika | Sýnd kl. 3,05-5,40-8,30- 10,50 -------salur C------------ Dauðinn á Nii Leikstjóri: JOHN GUILLERMIN Islenskur texti 10. sýningarvika Sýnd kl. 3,10-6,10-9,10 Bönnuð börnum. Hækkað verð -----salur I ökuþórinn HARDY KRUGER "THEWILDGEESE" Leikstjóri: Andrew V. McLaglen Islenskur texti Bönnuð innan 14 ára Hækkað verð Sýnd kl. 3-6 og 9 - salur Oonvoy v ,,Oscars”-verðlauna- myndin: ALICEBÝRHÉR EKKI LENGUR Mjög áhrifamikil og afburðavel leikin, ný, bandarisk úrvals- mynd I litum. Aðal- hlutverk: ELLEN BURST YN ( fékk ,,Oscars”-verðlaunin fyrir leik sinn I þessari m y n d ) , K R I S KRISTOFFERSON. Islenskur texti. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5. Frumsýning Kynórar kvenna THEEROTIC EXPERIENCEOF 76 Ný, mjög djörf amerisk-áströlsk mynd um hugaróra kvenna i sambandi við kynlif þeirra. Mynd þessi vakti mikla at- hygli I Cannes ’76. Islenskur texti. Sýnd kl. 9. Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára. 5*1-15-44 Hryllingsóperan Sýnum I kvöld og næstu kvöld, vegna fjölda áskoranna hina mögnuðu rokkóperu með Tom Curry og Meatloaf. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. 17 DRIVE-IN Islenskur texti Afar skemmtileg og bráðsmellin ný amerisk gamanmynd I litum. Leikstjóri: Rod Amateau. Aöal- hlutverk: Lisa Lemole, Glenn Morshower, Gary Cavagnaro, Billy Milliken. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 S 3-20-75 Klappstýrur Bráðfjörug og djörf amerisk mynd um há- fættar, hjólliöugar og brjóstafagrar „Klapp- stýrur” menntaskól- ans i Amarosa. Isl. texti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. Aðalhlutverk: John Travolta, Olivia New- ton-John. Sýnd kl. 5 . Hækkaö verð [ tilefni af komu þýska kvikmyndastjórans Werner Herzog verður sýnd myndin: „Aguirre — reiði Guðs" föstudaginn, 2. mars, kl. 21.00 í Tjarnarbíói. Kvikmyndastjórinn mun verða viðstaddur sýninguna og svara fyrirspurnum. öllum er heimill aðgangur. Miðar fást við innganginn. Þýska bókasafnið Félag islenskra kvikmyndagerðarmanna

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.