Vísir - 03.03.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 03.03.1979, Blaðsíða 5
VtSIR Laugardagur 3. mars 1979 c íslandsmótið í júdó að hefjast: Þar verður vœntanlega karlmann- lega barist tslandsmótið í júdó hefst n.k. sunnudag með keppni I þyngdar- flokkum karla. Keppt verður i öll- um sjö þyngdarflokkunum, og eru keppendur frá Júdófélagi Reykjavikur, Armanni, Keflavik, Grindavík og frá Akureyri. Að- eins þrir núverandi tslands- meistara verða meðal þátttak- enda: Bjarni Friðríksson, Haildór Guðbjörnsson og Þórar- inn Óiason. Þátttaka er mikil og verður örugglega barist hart um alla titlana. Þetta er 10. tslands- meistaramótið f júdó og siðan JSt var stofnað hefur ailtaf verið keppt í öllum þyngdarflokkum. Sunnudaginn 11. mars verður svo keppti opnum flokki karla og I kvennaflokki og flokkum unglinga 15-17 ára. Keppni f jtídd er viðureign tveggja manna og miðar hver keppandi að sjálfsögðu að því að ná fullum sigri yfir andstæð- ingnum. Fullnaðarsigur (ippon — vinnst með þvi að kasta andstæö- ingnum á bakiö af krafti og hraöa, með þvf að halda and- stæðingnum i fastataki i gólfi i 30 sekúndur og með armlás eða hengingartaki sem leiðir til þess að andstæðingurinn gefet upp. Keppnina byrja júddmenn standandi og stendur lotan í 5 minútur ef fullnaðarsigur vinnst ekki fyrr. Ef hvorugur skorar ippon, sigrar sá sem fleiri stig hlýtur. Dæmd eru refsistig fyrir brotgegn keppnisreglum sem eru nákvæmar og strangar: „Shido” þýðir mínus 3 stig, „chui” mínus 5 st., „keikoku” minus-7 stig og „hansokumake” minus 10 stig og algeran ósigur. öll orð sem dómarar kalla eru japönskorðsemnotuð erui öllum löndum samkv. keppnisreglum Alþjóða júddsambandsins. Punktamót í Alpa- greinunum Skiðamenn veröa á ferðinni I dag og á morgun, en þá fer fram punktamót f alpagreinum i Hamragili. Mótiö hefst i dag með keppni f svigi karia og kvenna, og siðan verður keppt f stórsvigi á morgun. Allir bestu skiöamenn landsins mæta til leiks um helgina, enda gefur mótið stig i sambandi við keppnina um lsiandsbikarinn. Staðan i þeirri keppni i karla- flokki er nú þannig að Tómas Leifsson frá Akureyri er i efsta sæti með 33 stig, Siguröur Jóns- son tsafirði er annar með 25 stig og Arni Þ. Arnason er þriðji með 24. t kvennaflokknum er staðan þannig að Steinunn Sæmundsdóttir er efst með 45 stig, önnur er Nanna Leifsdóttir frá Akureyri meö 28 stig og Asdis Alfreösdóttir Reykjavfk þriðja meö 25 stig. Næsta verkefni skfðafóiksins verður svo æfinga- og keppnisferö til Noröirrlanda um miðjan mánuðinn. gk—. Mál dómarans Þegar keppandi skorar stig kallar dómarinn: ippon: 10 stig (fullnaöarsigur) wasari 7 stig Yuko: 5 stig koka: 3 stig Stigin eru gefin eftir þvi hversu árangursrfkt kastum er aðræða. Wasari fæst einnig fyrir aö halda andstæðingnum i gólfi í 25-29 sek., yuko fyrir 20-24 sek og koka fyrir 10-19 sek. Við hverja stigagjöf gerir dómarinn einnig sérstakar handahreyfingar sem sýna stiga- gjöfina. önnur merki sem dómarinn gefur og kallar upp eru: osaekomi: fastatak. hajime: hefjið keppni. mate: hlé á viðureign (klukkan stöðvuð) toketa: rofið fastatak. soremade: keppni lokiö. Maraþon- met á Patró Atta hressir strákar á Patreksfiröi tóku sig til nýlega og settu íslandsmet i maraþonkörfuknattieik, en sú iþrótt er mjög vinsæl þar á staðnum. Piltarnir léku i alls 24 klukkustundir og 5 minútur, I og það var drjúgt skoraö i leik þeirra. Alls urðu stigin 6376 og skiptust þannig að annað liöiö skoraði 3766, hitt 2610. Leikiö var cftir körfu- knattieiksreglum allan tim- ann.og 5 mfnútna hvíld gefin á hverjuin klukkutfma,,sem piltarnir notuðu til að næra sig. Mikill áhugi var á leikn- um á Patreksfirði, og lætur nærri aö heimingur þorps- búa hafi horft á piltana leika. Nóg að gera í Höllinni Islenskir knattspyrnu- menn og -konur standa svo sannariega i stórræöum um helgina. í gærkvöldi hófst isiandsmótiö I innanhúss- knattspyrnu I Laugardals- höiiinni, og iýkur mótinu þar seint annað kvöld. Nokkrir leikir voru á dag- skrá I gærkvöldi, og i morg- un hófst keppnin kl. 9. Verður leikiö I allan dag og fram á kvöld, og það sama veröur á morgun. Leikirnir i keppninni nálgast eitt hundrað þegar liður á morg- undaginn og spennan fer aö magnast eftir þvf sem nær úrslitum lföur. Ekki vitum við hvað það bragð heitir sem sést á þessari mynd, en það er greinilegt að þarna er ekkert gefiö eftir. TOPPFUNDUR Hótel Esja - Sími 82200 Kynning, blaðamannafundir, mót- tökur og aðrar álíka samkomur eru fastur liður í starfi margra fyrirtækja, félaga og reyndar sumra einstaklinga. Oft kostar nokkur heilabrot og fyrir- höfn að finna hentugan og vistlegan stað við s'lík tilefni. Enda er mikils um vert að staðarvalið takist vel. Við leyfum okkur að mæla með Skálafelli, salnum á 9. hæð á Hótel Esju. Þar eru smekklegar innréttingar og þægileg aðstaða hvort sem hópur- inn er stór eða smár. Útsýnið er marg- rómað. Við sjáum um fjölbreytta þjónustu í mat og drykk. Leitið upplýsinga - tímanlega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.