Vísir - 03.03.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 03.03.1979, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. mars 1979 ■ Það má segja, að island sé farið að líkjast nokkuð öðrum þjóðum í vesturálfu í því að sjónvarpið og kvikmyndahús eru nú orðin sá vettvangur sem einkum skapar poppstjörnur sambr. Grísvoltaæðið og Kjöthleifsfaraldurinn. Þetta kemur einna gleggst fram í því að sjón- varpið hefur nú loksins — eftir mikinn þrýsting ,/unglinga i Breiðholtinu" á lesendasíðum dagblað- anna og víðar — sent í loftið ágætan poppþátt , Skonrok(k), sem er þó helsti sjaldan á dagskrá. Og í fyrsta þættinum kom, meðal annarra, fram bandaríska rokkhljómsveitin DEVOog vakti mikla athygli. Poppdeild Helgarblaðsins hefur síðan fengið margar fyrirspurnir umþessa merku hljóm- sveit og verður því hér á eftir reynt að varpa Ijósi á DEVO: Náttúruval 1 formlegri ævisögu sinni þyk- ist hljómsveitin geta rakiö ættir sinar aftur til árdaga mannlifs og segir forfeöur sina gáfaöa apa sem settust aö i noröaustur- hluta Ohio-fylkis á þvi svæöi þarsem nú stendur hjólbaröa- borgin Akron (Gúmmiborg), en á þeim staö kom DEVO loks fram á sjónarsviöiö. Og náttúr- an valdi — meö örlitilli breyt- ingu á kenningu Darwins gamla þ.e.: „Hinir hæfustu lifa, en samt munu óhæfir tóra”— sam- an þessa fimm sveina, sem áttu þaö sameiginlegt aö framleiöa elektróniskan hávaöa, horfa á sjónvarp og horfa á allt annaö, Og þessir sveinar eru, Bob Casale gitarleikari, bróöir hans Jerry Casale bassaíwikari, Alan Myers trommari, Bob Mothers- baugh gitarleikari og hans bróö- ir Mark Mothersbaugh söngv- ari, gitar- og hljómborösleikari. Þetta var áriö 1971. David Bowie En þrátt fyrir aö DEVO væru vissir um aö þeir væru þaö sem koma skyldi I rokktónlistinni, gekk þeim ákaflega illa aö sannfæra aöra um þaö. Þeir héldu sig þvi mestmegnis á heimavelli, Akron og nágrenni. Og þaö kom iöulega fyrir þegar þeir voru aö fremja spilverk sitt á einhverjum klúbbnum, aö áhorfendur og -heyrendur grýttu þá niöur meö bjórdósum. DEVO létu þó ekki slá sig útaf laginu og heldu áfram aö þróa hinn sérstaka stil sinn. Svo var þaö snemma árs 1977, aö þeir sendu frá sér litla plötu meö lögunum „Mongoloid” og „Jocko Homo”. Þarsem enginn vildi gefa út meö þeim plötu höföu þeir stofnaö sitt eigiö fyr- irtæki sem kallaöist „Booji Boy”. Þessi smáskifa varö til þess aö ekki minni maöur en David Bowie fékk áhuga á DEVO og tók þá upp á arma sina. Og þaö var eftir nokkra hljómleika meö David Bowie i New York, aö DEVO fóru aö vekja athygli fólks svo um mun- aöi. 1 desembermánuöi sama ár kom á markaöinn i Bandarikj- unum önnur litil plata , á hverri lagiö „Satisfaction (I Can’t Get Me No)” eftir Rollingana Mick Jagger og Keith Richard var aö finna, i mjög sérstæöri útsetn- ingu DEVO. Hljómplötufyrir- tækiö Stiff I Bretlandi gaf sömu plötu út I april '78 . Og þaö mun óhætt aö segja, aö „Satis- faction” sé þaö lag sem mestan þátt hefur átt i velgengni DEVO. Brian Eno DEVO geröu munnlegan samning viö Warner Bros fyrir tilstilli Davids Bowie, en riftu honum siöan er I ljós kom aö David Bowie átti aö stjórna næstu 7 breiöskífum þeirra. Þeir vildu ekki veröa Bowie- börn. Otaf þessu spruttu miklar og flóknar deilur milli DEVO og Warner Bros., einkum vegna þess aö lögfræöingur Bowie var þá Hka lögfræöingur DEVO og átti þvi ólikra hagsmuna aö gæta. En DEVO héldu til Þýska- lands, — án þess aö hafa plötu- samning, meö Brian Eno I broddi fylkingar til þess aö hljóörita lög á stóra plötu. Eno ætlaöi aö sjá um peningahliöina þartil almennilegur samningur fengist. Þaö var svo Virgin Records sem hreppti hnossiö. Afrakstur samvinnu DEVO og Brian Eno varö platan „Q: Are Ertu DEVO? I ■ f \ ff ■ ■. JFI *•« >• <uH ÍW ’ \ ' ^ ■ ■ If5*- 1 <p fMl íiT tWa v N*. »■ i DEVO: Bob Casale, Jerry Casale, Alan Myers, Mark Mothersbaugh og Bob Motharsbaugh. WeNotMen? A: We AreDevo”, sem kom út i ágúst siöastliön- um. 1984 En hvaö er svo DEVO? Til þess aö reyna aö veita svar viö þvi, er kannske best aö lýsa hljomleikum þeirra fyrst, en siöan hugmyndafræöinni eöa DEVO-spekinni eins og hún kallast. Einsog sjá má á myndunum hér á siöunni, lita DEVO út eins- og fólk 1 fyrri hálfleik þessarar aldar Imyndaöi sér — eftir lest- ur visindaskáldsögu — hermenn áriö 1984. Gulir gallar, svört gleraugu og oft Ishokkihjálmar, þaö er einsog þeir hafi komiö af bakhliö kornflekspakka rétt um 1950. Hljómleikar DEVO hafa til skamms tima alltaf hafist á þvi aö sýndar eru þrjár stuttar filmur, „Come Back Jonee”, „The Truth About De-evo- lution” og „Satisfaction” sem er einmitt sú filma sem birtist i sjónvarpinu á dögunum. Og siö- an koma DEVO i eigin persónu meö hver lagiö á fætur ööru og enda yfirleitt á laginu „Jocko Homo”, en þá afklæöast þeir gulu stökkunum og eru I leik- fimisbuxum og svörtum stutt- ermabolum innanundir og meö gular legghlifar. Hljómleikar DEVO renna fljótt i gegn og áöur er públlk- umiö veit af eru þeir horfnir út i buskann. Sviösframkoman á sér enga lika, þeir eru stifir i hreyf- ingum og minna einna helst á vélmenni. Andstætt klassiskum rokkurum sem leggja mikiö uppúr þvi aö sviösframkoma sé óhefluö og villt, þá reyna DEVO aö vera eins staölaöir og þeir geta: „Þaö sem viö stefnum aö , sagöi Jerry Casale i viötali viö New Musical Express fyrir skömmu, er aö geta staöiö al- gerlega hreyfingarlausir og framleitt svo sérstæöa tónlist aö fólkiö fari yfrum af hrifningu.” Hrynjandi heimur Þegar lýsa á þvi, hvernig DEVO lita á sjálfa sig og tónlist sina er best aö vitna i orö Marks Mothersbaugh: „DEVO er endurómur heims sem er aö hrynja.” Þaö er sá heimur sem birtist okkur viö lestur dagblaöa, viö aö horfa á sjónvarpiö, viö aö labba útá götu og lita i kringum okkur: heimur á helvegi. DEVO ætla sér ekki þá dul aö þeir geti breytt heiminum, en þeir reyna aö gera fólk meövit- aö um ástandiö, meö þvi aö setja þaö á sviö i tónum og leik- rænni tjáningu. (De-evolution). Einkum beina þeir spjótum sín- um aö löndum sinum, Amerikön- um, sem þeim finnst vera i meira lagi sljóir. Hinsvegar eru þeir hrifnir af pólitiskri meövit- und breskra tónlistarmanna, en muninn á hugarfari I þessum löndum telja DEVO fyrst og fremst stafa af þvi aö annaö þeirra hefur oröiö fyrir sprengjuárásum, en hitt ekki. Og þaö er kannski best aö ljúka þessari stuttu kynningu á bandarisku rokkhljómsveitinni DEVO meö fyrsta boöoröi DEVO-stefnunnar: „Vertu DEVO og vertu þú sjálfur”. — PP Texti: Póll Pálsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.