Vísir - 03.03.1979, Blaðsíða 31

Vísir - 03.03.1979, Blaðsíða 31
Laugardagur 3. mars 1979 31 Reza Khan, meö börn sin árið 1923. Mohammed Reza er þarna fimm ára gam- all. Tveim árum siðar krýndi Reza Khan sig keisara. Húseignir i öllum heims- hlutum Keisarinn átti miklar eignir heima I Iran, en samt sem áöur eru þær aöeins taldar vera um 1/3 af auöi hans. Mest af honum er erlendis, bæöi I Bandarikjun- um, og i Evrópu. Þvi má segja aö keisarinn sé ekki á flæöiskeri staddur og get- ur haldiö áfram aö lifa i vel- lystingum þrátt fyrir aö hann hafi oröiö aö yfirgefa sitt heimaland. Taliö er aö keisarinn hafi átt 17 banka i íran, 43 verksmiðjur, 26 verslunarfyrirtæki, 25 stálver 8 byggingarfyrirtæki og flug- félagiö Iran Air ásamt fjöl- mörgum hótelum vftt og breytt um landiö. Þaö er lengi hægt aö telja en þó verður upptalningin ennþá lengri þegar tindar eru til eignirnar erlendis. En þrátt fyrir að keisarinn eigi hús i tugatali og ibúðir, þá má vera aö hann geti ekki búiö I þeim i bráö. Hin ýmsu riki eru ekki á þeim buxunum aö veita honum landvistarleyfi. Keisarinn getur t.d. ekki notaö stórglæsilega höll sem hann á i Surrey á Englandi né stórglæsilega ibúð i London. Þaö sama má segja um 26 her- bergja hús sem hann á i Frank- furt i Þýskalandi, hús i St. Moritz i Sviss en þaö er þaö glæsilegasta i þessum heims- fræga skiöabæ, þar sem allt fyrirfólk viösvegar aö úr heiminum dvelur ár hvert. 1 New York á keisarinn ibúö á dýrasta staö I borginni. Hún er I háhýsi viö Fifth Avenue og kostaöi um fimm milljónir dala. Einnig á hann mörg hús I Holly- wood. Hús á frægustu sumar- dvalarstöðum heims. Af þeim fjölda húsa og ibúöa sem menn telja aö sé eitthvaö á fjóröa tug, eru nokkur hús á frægustu sumardvalastööum heims. Þar má nefna Acapulco i Mexico, Mallorca á frönsku Riverunni. . Þá má ekki gleyma Paris þar sem hann á nokkur hús og íbúöir og einnig á Long Island i Banda- rikjunum. Viö húsiö hans á Riverunni eru snekkjur og hraöbátar og vart þarf aö taka þaö fram aö i öllum þessum hýbýlum er aö- búnaöur allur eins góöur og hugsast getur og fer jafnvel langtfram úr þvi Imyndunarafli sem viö höfum um húsnæöi hér Hús keisarans i St. Moritz i Sviss. Við Genfarvatnið í Paris. Á Mallorca á Spáni. Keisarinn hefur látið mikið á sjá, síðan hann fór úr landi. Hann sefur ekki nema að taka svefnlyf,og keðjureykir. Hér er hann ásamt Farah. 1 m Keisarahjónin eiga fjögur börn. Hér sjáum við Reza prins, rikisarfann, ásamt systur sinni. Leikföngin eru ekki af verri endanum. á tslandi. Keisarinn á mjög faliegar húseignir i Róm, en þar bjó hann þegar hann fór I útlegö i fyrra skipti fyrir 25 árum. I Róm bjó hann meö Soraya. Einnig keypti hann áriö 1964 eyjuna Bassilluzzo, sem er fimm ferkilómetrar aö stærö. t lokin á þessari eignaupp- talningu má nefna hús á Spáni sem er rétt fyrir sunnan Costa del Sol og hús viö Genfar.vatniö. En eins og fyrr segir eru hús- eignir keisarans minnsta kosti hátt á fjórba tug talsins viösveg- ar um heiminn. Sefur með skammbyssu undir koddanum Þaö hefur margoft veriö reynt aö svipta keisarann lifi. Hann var mjög Hfhræddur á yngriárum, en segist I seinni tiö ekki hafa eins miklar áhyggjur af dauöanum. Samt sem áöur hefur hann um sig mikinn lif- vörö og taliö er aö um 50 þúsund meölimi SAVAK leyniþjónust- unnar hafi hann haft á sinum snærum persónulega. Þrátt fyrir allar þessar öryggis- ráöstafanir hefur keisarinn skammbyssuna aldrei langt frá/ sagt er aö hann sofi meö hana undir koddanum. I útlegöinni i Marrakech I Marokko gæta hans tugir manna. Hve lengi hann dvelur I Marokko er spurning sem ekki er hægt aö svara I bráö eöa hvort hann fái landvistarleyfi i einhverju ööru landi. Timinn sker úr um þaö. —KP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.