Vísir - 07.03.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 07.03.1979, Blaðsíða 2
2 / ▲ Miövikudagur 7. mars 1979. Heldur þú að rikis- stjórnin falli á van- trauststillögu Sjálfstæð- isflokksins? Sveinn Jiiliusson fyrrv. al- þingism.: - Nei, vantraustiö nær ekki fram að ganga. Arni CTH. Arnason námsmaöur: — Nei, Óli Jóh. rýfur þing ef hann sér fram á aö það nái fram að ganga. Kristján Hjaltason, námsmaöur: — Nei, kratar sjá sig um hönd og styðja rikisstjórnina. Jón Erlingur, tryggingar- fræöingur: — Nei, ég held ekki. Kratar þora ekki að hlaupa. Axel Clausen kaupmaöur:— Ég efastum það. Stjórnarsinnar eru bjartsýnir sýnist mér, en þaö er ekki gott að segja um þaö hvort kratar hlaupist undan merkjum eða ekki. NÝTT HÓTEL í BYGG- INGU Á ÓLAFSFIRÐI — rœtt við Trausta Magnússon, hótelstjóra ó Ólafsfirði ólafsfjöröur er kaupstaöur meö um 1300lbiía ogi þessu litla plássi er hótel, sem einnig er rekiö yfir vetrarmánuðina. Þaö hlýtur aö vera sjaldgæft um ekki stærri staö, er einangrast oft yfir þann árstima. Hótelstjórinn á Ólafsfirði heitir Trausti Magnússon. Visismenn hittu hann að máli á dögunum og spurðu hann fyrst hvort hann væri innfæddur Ólafsfiröingur. „Neí, ég flutti hingað 1972. Ég er fæddur Isfirðingur, en uppal- inn á Hornströndum, á Norður- firði, sem er vestarlega i Húna- flóanum”. — Ertu lærður kokkur Trausti? „Nei, en ég hef réttindi sem veitingaþjónn. Þau fékk ég 1945. Síðan ætlaði ég að verða kokkur, en það varð ekkert Ur þvi að ég kláraði lokaprófið. Ég lauk við námstimann, en þá var ég oröinn svofjárvanaaðégvarðaðfara að vinna og fór því á sjóinn”. — En hafðir þU ekki komið ná- lægt veitingarekstri áður en þú komst hingað? „Jú, blessaður vertu. Ég rak Norðurpólinn á Isafirði i mörg ár. A Onundarfirði var ég einnig i mörg ár og var þá með mötu- neytið við frystihUsið þar. Þaðan fór ég til Akranes og var þar sem matsveinn og þaðan kom ég hing- að”. — Og hvernig likar þér svo hérna? Eru Ólafsfirðingar gott fólk? „Ólafsfirðingar eru öndvegis fólk. Af minni veru hér er allt gott aö segja og héöan vildi ég ekki fara. Ég á ibUð hér og mér llöur vel, raunar hefur mér hvergi liðið eins vel og hér. Að visu er mikið „stress” I minni vinnu hér á stundum, sérstaklega þegar heimavistin er i fullum gangi en slikt lifgar bara upp á tilveruna, það koma nefnilega rólegri dag- ar”. — Hvernig er hægt að reka hótel hérna yfir vetrarmánuðina? „Það væri nú ekki hægt ef heimavistin þyrfti ekki á hótelinu aðhalda. Þegar ég kom hingað sá ég um Sumarhótelið i nokkur ár. NU er rekin hér heimavist fyrir skólana, en meðan nemendur eru ekki hérna tökum við á móti gest- um, en þá verðum við að reka Ut þegar krakkarnir koma”. — En nú er verið aö byggja nýtt hótel. Bætir það ekki Ur brýnni þörf. „JU, viðskiptin gætu verið meiri hér, en hUsnæðið sem hótel- ið er nUna i er gamalt ibúðarhUs, prestssetrið raunar, og ákaflega óhentugt. Við erum bUin aö reisa nýtt hUs fyrir hótelið, en fram- kvæmdir við það stöðvuðust i nóvember siðastliðinn vegna fjárskorts. Það er áætlað að það kosti 86 milljónir fullbUið, en nUna er verið að auka við hlutafé hluta- félagsins sem reisir þaö. Ferða- málaráð fjármagnar 60% af kostnaðinum”. — Hverjir eiga hótelið? „Meirihlutann á ég og min f jöl- skylda, afgangurinn er eign bæjarins, frystihúsanna beggja KEA, verslunarinnar Valbergs, útgerðarfélagsins Sæbergs, Tré- vers, Trésmiðju Svavars, Hóla- tindur og Rótarý, Junior Chamber og Kiwanis klúbbana”. — Væri mögulegt að taka við ferðamönnum um páskana? „Alveg tvimælalaust. Ég fékk hundruð fyrirspurna um herbergi um siðustu páska og hefði getað tekið við fjölda manns, ef nýja hótelið hefði verið komið i gagnið og flugvöllurinn væri tilbUinn. Hér er mikil skiðaparadis og veðursæld ákaflega mikil seinni hluta vetrar og á vorin. — Hvenær heldur þU að hótelið verði tilbúið? „Ég geri mér vonir um að það verði vorið 1980. Að visu var áætl- að að það yrði tilbUið i ár, en það verður aldrei”. —SS— HAPPDRÆTTISVINNING A DAG Þá hefur meirihluti Kjara- dóms ákveöiö aö BHM-menn skuli fá greiddar aö fullu þær veröbætur, sem takmarkaöar voru meö bráöabirgöalögum i byr jun september s.l. ár og viö- námslögum gegn veröbólgu 1. desember. Jafnframt hefur Fjármálaráöuneytiö fallistá, aö hiö sama gildi um launþega BSRB. Hefur þá fyrirstööunni enn einu sinni veriö kippt úr flóögáttinni, enda veröur þvi varla trúaö aö lagagerö siöari hluta árs I fyrra hafi einungis miöaö viö aö þrengja svo mjög kost háskólamenntaöra manna I opinberri þjónustu, heldur hafi hérveriöum almennar aðgeröir aö ræöa til aö hægja á verö- bólgu. En einmitt þessa dagana stendur rikisstjórn landsins á öndinni út af sllkum málum og ekki gott aö segja nema hún sé aö tapa þeim litlu tökum, sem hún náöi á efnahagsmálunum meö viönámslögunum frá 1. desember, ognú hafa veriöfelld aö hluta úr gildi I Kjaradómi. Auöveldara væri aö íikindum að lýsa þvl yfir aö frá og meö 1. mars skuli öllum landsmönnum tryggö milljón á mánuöi, en sú upphæö er valin af þvi ætla má aö hún sé þaö rifleg aö hvorki Kjaradómur eöa aörir launa- streituaðilar veröi strax komnir á hæla samþykktinni til aö knýja fram viöbótarhækkun handa einhverri deild þjóöfé- lagsins. Og dugi ekki milljónin má lýsa yfir aö frá 1. april veröi laun tvær milljónir á mánuöi. Ekki veröur I fljótu bragöi séö hverju þetta breytir. Hæstlaun- uðu opinberu starfsmenn eru aö likindum komnir á sjöunda hundraö þúsund i mánaöarlaun — ef þeireru BHM-menn. Sér þó enginn merki þess vegna menntunar aö þeir starfi I kerf- inu og þurfi aö hafa hærri laun en aörir. Þessum BHM-mönn- um er dritaö um alla stofnanir til aö sofa þar viö slmtólin eöa yfir rannsóknarkössum hinna margvislegu visindastofnana, en hiö eina vlsindalega, sem undan þeirra rifjum er runniö á siöustu árum er svonefnd salt- verksmiöja á Suöurnesjum. Flutningskostnaöur á þvl innan- lands veröur meiri en kostar aö flytja þaö inn frá Spáni. BHM-menn reistu þörunga- verksmiöjuna á Reykhólum og gátu ekki. Þeir funduupp Kröflu og gátu litiö og þannig mætti lengi telja þaö mikla „hagræöi” sem viö höfum af BHM-mönn- um. Þeir eiga auövitaö aö hafa sin laun eins og aörir, en varla eiga þeir aö nota dýra menntun sina til aö sprengja rammana utan af siöustu leyfunum af skynsamlegu lifi 1 landinu. Sannleikurinn er sá aö dæmiö um Kjaradóm og þá BHM-menn sýnir okkur einfaldlega, aö eng- inn hefur hug á aö staldra viö og athuga sinn gang. Komi ekki happdrættisvinningur á dag ætl- ar allt vitlaust aö veröa hjá þeirri stóru Hfskjarah jörö, sem heldur að hægt veröi að sækja fjármuni i þaö endalausa I ein- hverjahit, sem heitir fjármála- ráöuneyti I dag eöa dalakútur á morgun. Meö þessari happ- drættisstefnu er raunar landiö oröiö stjórnlaust þótt menn eins og ólafur Jóhannesson, aö meö- fæddum þráa, haldi aö þýöingu hafi aö ná samkomulagi og setja lög handa Kjaradómum fram- tiðar að sundra. Og gaman væri aö sjá þá BHM-menn þurfa aö fást viö annan vanda í þjóöfé- laginu en stefna á milljón á mánuöi. Meö dómi Kjaradóms hefur veriðframiö stórt misferli á þvl fólki, sem enh lýtur lögunum frá september og desember, og nú er veriö aö biöja aö taka skyn- samlega á launamálum næstu mánuöina. Engin von er til þess aö sættir náist viö þetta fólk úr þessu fyrst hálaunastéttin I þjóöfélaginu — BHMmennirnir — kjósa þennan tlma til aö ákvaröa aö þeir skuli vera yfir- stétt landsins hvaö sem hver segir. Og þótt þeir hafi hærri laun yfirleitt skuli laun þeirra hækka samt mitt á bremsutlö — bara til aö almenningur I land- inu fái aö sjá hverjir þaö eru sem eiga happdrættiö og allt heila gilliö. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.