Vísir - 07.03.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 07.03.1979, Blaðsíða 16
LÍFOGLIST LÍFOGUST Miðvikudagur 7. mars 1979. vísm LÍFOGLIST LÍFOGLIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST Sigriður Björnsdóttir myndlistarmaöur viö eitt verka sinna. Notaleg sýning Málverkasýning Sigriöar Björnsdóttur FÍM-salur- inn :!;18.mars 1979. Það er mjög ánægjulegt aö FtM salurinn skuli veraorðinn aö veruleika. Þessi sýningarsalur er.í senn rúmgööur, þægileg- ur og vel lýstur. Þaökom best i ljós á sýningu Sig- riðar Björnsdóttur hve lýsing hefur mikiö aö segja. Hinar litlu myndir hennar heföu ekki notiö sin nema i góöu ljósi. Annars er athyglisvert hve flestar mynda Sig- riðar á þessarri sýningu eru smáar. Virtust mér sumar þeirra við fyrstu sýn vera hreinar lita- stúdiur en við frekari skoðun kom ýmislegt annaði ljós. Margir halda að litlar myndir séu auð- veldari viðfangs en stórar myndir þetta er mesta firra. Litlar myndir kalla oft á agaðri vinnubrögð. Samvinna lita og forma verður að vera góð ef slikar myndir eiga ekki að verða grautarlegar og dauðar úr fjarlægð svo eitthvað sé nefnt. Sigriður leggur óhrædd til atlögu við hinn smáa myndflðt. Hún er mjög persónuleg i litavali og oft þar sem henni tekst vel upp eru þessar litlu myndir ljóðrænar.einlæg- ar og segja ofurlitla sögu. Til dæmis myndir no 41, 42 Vetrarleikir og Vetrar- riki. Þessar myndir eru i Myndlist Ólafur M. Jóhannes- son skrif- ar fremur köldum litatón- um. Þær tjá kulda og. fegurð vetrarins og þótt þær séu i eðli sinu óhlut- lægarþá eru þær sprottn- ar frá rikri náttúrukennd og öðlast þannig ákveðna merkingu. Það er annars furðu sjaldgæft að listamenn náiað túlka veðrið eins og það er rikur þáttur i lifi okkar allra. Mættu ýmsir sem við landslagsmálun fást læra af Bruegel gamla i þvi efni. Ekki hefur Sigriður þó alls staðar sigrast á hin- um smáa myndfleti. Myndin Alfaborgir er fremur illa byggð. Það skortir jafnvægi i mynd- ina. Hinar dökku álfaver- ur finnst mér ekki nógu vel formaðar og bera ofurliði hlutlausan bak- grunn. Ekki eru allar myndir sýningarinnar smáar. Mynd 6 er stór mynd i glóandi litum. Þar beitir Sigriður mismunandi efnisáferð með mjög góðum árangri. Tvær aðrar stórar myndir no. 26 og 16 á sýningunni finnst mér ekki eiga heima þar þær rjúfa heildarstemmninguna enda af öörum toga spunnar, þær eru hvassar i andstæðu við þá mýkt sem einkennir flest verk- in. Þessi mýkt ásamt innileik gerir þessa sýn- ingu notalega. En er það ekki einmitt notalegheit sem okkur vantar? —ÓMJ Impression weather & light the temperament the freedom to observe to love to appreciate the vitality of the nature the contrasts the darks of the distance the rough, the smooth waters reflecting the sky the busy / foreground my expression Áhrif veöriö og Ijósiö eiginleikinn frelsiö til aö sjá unna og meta kyngikraft náttúrunnar andstæður skuggamyndir fjarlægöarinnar hin úfnu, hin stilltu vötn endurkasta himninum hinum kvika forgrunni tjáning min. (Ó.M.J. sneri á isiensku) ASTIR OG AFBRYÐI í FYRIRRÚMI íslenska óperan frumsýnir „Paglíacci" Nú á laugardaginn 10. mars veröur frumflutt óperan II Pagliacci eftir Leonocavallo. Er þaö Is- lenska óperan ásamt Sin- fóniuhljómsveit Heykja- vikur sem flytur hana. Eins og nafnið bendir til er hér á ferðinni itölsk ópera og er þetta þekktasta verk Leoncavallos en hann er bæði höfundur að tónlist og texta. Fjallar hún um leikflokk er kemur I sýningarferð til litils bæj- ar. Þar upphefjast ástir og afbrýði og verður endirinn all-sögulegur. Verkið bygg- ir á sannsögulegum heimildum en faðir Leoncavallos var dómari oghafðimeðmáliðað gera. Að sögn forráöamanna tslensku óperunnar er ætlunin að halda fimm sýningar á II Pagliacci og þarf hátt á fjórða þúsund sýningargesti til þess að þessi uppfærsla standi undir kostnaði en hann er mjög mikill. Litið er um opinbera styrki og vinna félagar i Islensku óperunni öll störf i sjálfboðavinnu. Menn eru hins vegar orðnir þreyttir á að vinna þannig tvöfalda vinnu og sker þessi tilraun úr um það hvort framhald verði á starfsemi íslensku óperunnar. Það yrði skarð fyrir skildi i islensku tón- listarlifi ef óperuflutningur legðist niður. Helstu hlutverk i óper- unni II Pagliacci eru i höndum Elinar Sigurvins- dóttur og Ólafar K. Harð- ardóttur en þær syngja eitt aðalhlutverkið, Neddu , til skiptis. Magnús Jónsson syngur Canio, Hákon Odd- geirsson syngur Silvio, Halldór Vilhelmsson syng- ur Tonio og Friðbjörn Jóns- son syngur hlutverk Peppe. Stjórnandi er Garðar Cortes, leikstjóri er Þurið- ur Pálsdóttir en henni til aðstoðar er Ingibjörg Björnsdóttir balletdansari. Sýningarnar á II Pagli- acd verða i Háskólabiói og verður frumsýning eins og áður segir laugardaginn 10. mars kl. 15 en önnur sýning verður á sunnudag 11. mars kl. 19.15. Miðasala er i Söngskólanum frá 1-5 og miðapantanir ! sima 21492. —KR Þau eru meöal þeirra er bera hita og þunga uppfærslunnar á 11 Pagliacci. Taliö frá vinstri: Krystyna Cortes en hún hefur aöstoöaö viö æfingar, Garöar Cortes hljóm- sveitarstjóri, Ólöf K. Haröardóttir er syngur eitt aöalhlutverkiö og Gunnlaugur Snæ- varr framkvæmdastjóri Islensku óperunnar. Visismynd: GVA AKURtYRINGAR FLJOTIR AÐ OPNA PYNGJUNA — þegar listaverk eru annars vegar Flestir sem til Akureyrar hafa komið munu eflaust kannast viö Galleri Háhól og enn fleiri hafa heyrt þess getiö. Sá sem rekur staöinn heitir Óli G. Jó- hannsson starfsmaður á pósti og sima en ÓIi er sjálfur fristundamáiari. Blaöamaöur hitti Óia aö máli á Akureyri og spuröi hann hver hafi veriö tildrög þess aö Galleri Háhóll komst á laggirnar. „Háhóllinn hefur nú starfað i tvö ár en upphafið var það að Myndlistarfélag Akureyrar lagðist niður og sýningarsalur Mynda- smiðjunnar hætti rekstri. Það varð til þess aö ég réðst i að leigja Háhólinn”. — Hvernig hefur rekstur- inn gengið síöan? „Hannhefur gengið mjög vel.sérstaklega fyrsta eina og hálfa árið. Núhafa hinir föstu útgjaldaliðir hækkað svo rosalega aðerfitt er að láta tekjurnar af sýning- unni standa undir þeim”. — Reksturinn hefur sam sagt staðið sjálfur undir öllum kostnaöi? Þú nýtur engrar opinberrar fyrir- greiðslu? „Nei, égfæ m.a. prósent- ur af sölu myndanna ogað- sóknin hefur verið það góö að engin hörgull hefur verið á þvi aö fá mynd- listarmenn til að sýna hér”. — Hverju þakkar þú hina góðu aðsókn? „Hún er Myndlistar- skólanum mikið að þakka en i' honum eru um 150 manns, auk þess eru alltaf stöðugar sýningar i Há- hólnum. Yfirleitt koma 700 manns á sýningu hér en oft kemur fyrir að 1400-1500 manns komi á eina sýningu en hver sýningstendur i um 10 daga”. — Þú sagðir að það gengi vel að fá listamenn til að sýna hér. Hefur það alltaf verið svo? „Nei. Aður þurfti maður að fara til Reykjavlkur til að sækja myndlistarmenn en nú er svo komið að vi'sa þarf fjölda manna frá. Þaö spurðist fljótt út að Akur- eyringar hefðu geysimik- inn áhuga á myndlist og sala á verkum listamanna væri góð hér. Það má nefna að nú er fullbókað i Háhólnum fram I júni. — Hvaö er framundan? „Núna munu Akureyr- ingar sýna hér. Það eru Olfur Ragnarsson og Sig- tryggur Júliusson. Siðan mun Eirikur Smith sýna, Baltasar kemur i mai og einnig Jóhann G. Jóhanns- son. Siðast I mai mun slðan vera samsýningþeirra sem sýnt hafa i salnum seinni part vetrar”. — Hvaða lærdóm er hægt að draga af þessum rekstri þinum? „Nú fyrst og fremst þann að hægt er að reka svona sal án aðstoðar hins opin- bera alla vega við eðlilegt efnahagsástand. Einnig þann að ekki er erfitt að gera út á sparifjáreign Akureyringa ef þeir fá góða fjárfestingu I staðinn”. — Þú hefur starfað að fleiru en myndlistarmál- um? „Já, ég og nokkrir aðrir, Kristján frá Djúpalæk, Agúst Jónsson og Steindór Steindórsson fyrrv. skóla- meistari gáfum út bókina „Óður steinsins”. Það er ljóðabók með LÍFOGLIST LÍFOGLIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LIF OG LIST LÍF OG LIST

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.