Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Vísir - 07.03.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 07.03.1979, Blaðsíða 6
► i " M Páfaheimsókn Jóhannes Páll páfi hefur ákveöiö aö heimsækja fööurland sitt. Pólland, og veröur þá fyrsti páfinn sem heimsækir komm- únistarfki. lieimsóknin mun standa fyrstu vikuna I júnl I suraar. Kosningar í Sovét- ríkjunum Þingstörf i kanadiska þinginu voru óvænt truflub I fyrradag, þegar mjóróma rödd kallaöi inn i þingsaiinn: „Bless pabbi!” Eigandi raddarinnar reyndist vera Michel Trudeau, þriggja ára sonur Pierre Trudeau for- sætisráöherra, en hann og bræö- ur hans, Justin (7 ára) og Sacha (5 ára) höföu veriö aö heim- sækja „pabba”. Nærstaddir sögbu, aö „pabbi” heföi fariö hálfvegis hjá sér. Upplausn í Chad Sérhver tilraun til stjórnunar i Chad hefur fariö út um þúfur. Hikir þar alger upplausn, og rikiö sjálft ekkert nema nafniö eitt. Fyrir viku var samiö um vopnahlé milli Felix Maoums forseta og Hissen Habre for- sætisráöherra, en enn vofir yfir hættan á bor garasty rjöld. Franskir hermenn, sem i landinueru hvitum mönnum tii haids og trausts, hafa mátt hafa sig alla viö aö verja aö fólk gegn gripdeildum og sjá þvi fyrir mat, en hungursneyö rikir I höfuöborginni. Bandaríkjamenn rannsaka Napólí- vírusinn Barnasjúkrahúsib I Buffalo i Bandarlkjunum hefur fengiö riflegan styrk til þess aö rann- saka virusinn, sem lagt hefur 70 kornabörn I Napóli I gröfina. Virus þessi ræöst á öndunar- færin. Hann fannst fyrst i mönnum 1960. „Því miður var ekki nóg að óraga úr þér Sinaí! Ég þarf að fá þig aftur í stólinn!" Um 160 milljón kjósendur Sovélrikjanna kusu á sunnudag- inn þá frambjóöendur, sem stillt var upp til þíngs Sovétríkjanna, æösta ráösins. Þaö voru alls 1,500 frambjóöendur, sem „kepptu” um 1,500 fulltrúasæti i báöum deildum ráösins. Biskupinn og spilin Henrik Christiansen biskup kom gamla fólkinu i kirkjusókn Nörresundby i Danmörku til aösloöar á dögunum. Sóknar- nefndarformaöurinn haföi lagt blátt bann viö þvi, aö gamal- mennin fengju aö spila i safnabarheimilinu þeim stundum, sem þaö var opiö þessum sóknarbörnum. liins- vegar máttu þau spila Lúdó og Damm. Biskupinn skar úr þræt- unni, sem út af spannst, og leyföi aö lika væri spilaö á spil. „Bless pabbi" LIÐUR AÐ LEIKSLOK- UM FYRIR IDI AMIN Það hefur verið sagt um forseta Uganda, Idi Amin, að hann hefði þurft að vera undir handleiðslu sálfræðings, strax þegar hann hóf þjónustu i hernum undir stjórn Breta fyrir þrjátiu árum. Þeir fáu, sem þekkja hann vel, eruþessuþóekki alveg sammála. Þeir segja, að hann sé slóttugri, heldur en hann sé geggjaður. Hann þyki kannski frumstæöur, en hreint ekki geðspitalamatur — þótt oft kunni að lita svo út. Atferli Amins, siðan hann komst til valda i Uganda i janúar 1971, bendir og óneitanlega til þess, að það sem hann skortir i gáfum eða greind, bæti hann sér upp með hrekkjaviti. Þar á ofan er maðurinn mælskur i meira en meðallagi, þótt fagurgalinn dugi ekki til þess að hylja alveg sam- viskuleysið og grimmdina. Það er nú orðið rúmt ár, siðan Amnesty International hélt þvi fram, að hann hefði látið myrða um 300 þúsund manns. Ófáir hafa týnt tölunni siöan. Flóttafólk frá Uganda heldur þvi sjálft fram, að það sé nær hálfri milljón manns- lifa, sem hann hafi á samvisk- unni. Fjölskyldan úr landi Nú. er svo komið málum i Uganda.aðmenneygjavonir um, aö ógnarstjórn Amins hljóti senn bráöan endi. Uppreisnaröfl studd af herliði Tanzaniu sækja til höfuöborgar Uganda, Kampala, Amin virðist sjálfur horfa fram á endalokin, þvi að hannhefur sent nær alla f jölskyldu sina til Libýu i öruggt skjól undir verndarvæng vinar hans og samherja, Gaddafi offursta. Sjálfur heldur hann það út enn sem komið er. Enn þverr honum ekki kjarkurinn, þessum aðaltrúð heimsmálanna. Það eru ekki margir dagar, siðan hann i' BBC breska sjónvarpinu titlaði sjálfan sig drottnara breska heims- veldisins, svoað ekki erað sjá, að sjálfsálitið hafi mikið dvinað. Hélt hann þvi fram, að hann væri enn sigursæll, þótt simtalið fengi bráðan endi, þegar spyrillinn spurði um gang striðsins. Þá var skellt á. Amin fæddisti kringum 1928 og ætti þvi að vera um fimmtugt. Hann er af Kakwa-ættbálknum i norðurhluta landsins, undir vesturkvisl Nilar. A Kakwa-mönnum bar aldrei mikið i Uganda, þar til Amin komst til valda. Hann var einungis brot af þeim 10% múhammeðstrúar- mönnum, sem bjuggu i Uganda. Helmingur Kakwa-manna var þó kristinn. Fæstfr af þeim kristnu eru lengur á lifi. Moröhundar Amins hafa fyrirkomið mörgum þeirra, en hinir létu af trúnni til þess að bjarga liftórunni. Þegar Amin var i breska hern- um, þótti hann vinsæll kokkur. Hann þótti iþróttamaður sæmi- legur, hlýðinnyfirboðurum sinum Miövikudagur 7. mars 1979. VÍSIR Amin unir sér best i einkennis búningnum i herforingjaleik og jafnvel foringjaefni, en tungu- málaerfiðleikar spilltu þvi, að hann yrði annað og meira en liö- þjálfi i her hennar hátignar. Og þá sem siðar þótti hann ekki stiga i vitið. Frami Amins Það var ekki fyrr en 1961, sem framasól Amins for fyrst að hækka á himninum. Sjálfstæðis- hreyfingin var þá að fá byr undir báða vængi. Bretar settu á lagg- irnar sér Afrikudeildir innan ný- lenduhersins sem fyrsta skrefið í átt til þess að fela stjórnina inn- fæddum i hendur. Amin var meðal þeirra útvöldu og var sendur til Englands til mennta 1963. Það sama ár hlaut Uganda sjálfstæði undir forystu Milton Obote, forseta. Hálfuári siðarvar Amin útnefndur næstæðstráðandi hersins. Yfirmaður hans var Shabani Opoloto hershöfðingi, sem átti eftir að hafa afdrifarik áhrif á frama Amins. Þeir tveir hötuðu hvorn annan af öllu hjarta. Obote dró taum Amins og hefur vafalaust séð mikið eftir þvi sið- an. Opoloto hafði sakað Amin um spillingu og brask og gat fært á það öruggar sönnur. Obote hafn- aði kröfum þingsins um rann- sókn, fimm ráðherrar voru látnir vikia ogþingið leyst upp. Opoloto I j Júpiter Myndin hér við hliðina er Iein af þeim, sem borist hafa frá geimfarinu IVoyager I. Hún er tekin af Júpíter. Eftir að hafa I verið send til jarðar og ’ siðan símleiðis hingað, er [ hún kannski orðin nokkuð óskýr, en af henni og öðr- [ um ámóta myndum telja I vísindamenn sig vera | nokkru nær um þessa Ifjarlægu plánetu. Hring- irnir á Júpíter eru taldir Ivera gígar, sem myndast hafa, þegar loftsteinar I hafa rekist á yfirborð 1 Júpíters. Þá telja menn I sig geta séð, að yf irborðið | hafi verið að breytast. I l___________________ var sparkað og Amin fékk hans starf. Næstu fjögur árin var Amin auðmjúkur og tryggur þjónn Obote. Eina, sem á skyggði, var að hann hækkaði einungis mú- hammeðstrúarmenn i tign innan hersins. Og þá helst norðanmenn. Obote sá hættuna, en gat litið að gert. Valdaránið 1971 1970 var Amin ákærður fyrir misferli, og i janúar 1971 reyndi Oboteaðvikja honumúrembætti. Meðan forsetinn var á samveldis- ráöstefnui Singapore, reynduað- stoðarforingjar Amins að telja hann á aðhrifsavöldin. Aminvar tregur til. Byltingin var ein sú hlálegasta, sem um getur. Einhverjir flutn- ingar voru á hernum, og vaknaði Amin að næturlagi við, að her- flokkur kom i herbuðirnar, þar sem hann hélt til. Þjónn hans æpti, að árás hefði verið gerð. Þvi fór fjarri, en Amin trúði þessari vitleysu og flúði I dauðans ofboði. Menn voru felldir á flóttanum og Amin var allt i einu um hánótt kominn i þá aðstöðu, sem hann vissi, að hann gat ekki sloppið heilskinna úr. Það var enginn annar kostur, en snúast til varn- ar, eða öllu heldur sóknar. Byltingin var hafin. Byltingunni var vel fagnað heima sem erlendis, en þvi hafa allir gleymt i dag. Bretar viður- kenndu i hvelli hina ný ju s tjórn og lofuðu þriggja milljarða króna efnahagsaðstoð, sem aldrei var þó látin i té. Fljótt sýndi Amin á sér sina réttu hlið. öllum ibúum landsins af Asiuættum var visað úr landi, og fengu skamman tima til stefnu. Eignir þeirra voru upp- tækar gerðar, og flóttafólkið hrakið á flóttanum, rænt og ruplað, og konunum nauðgað. Umheiminum blöskraði, en enginn hafðist frekarað, en þegar Hitler var að murka lifið úr Gyð- ingunum. Uganda átti eftir að biða mikið efnahagslegt tjón af missi þess- ara traustu borgara, sem voru mikil undirstaða verslunar og iðnaðar i Uganda. Siðan hefur enginn endir verið á fréttum af hrottalegri ógnar- stjórn Amins sem hefur reynt að breiða yfir viðurstyggðina með þvi að þræta fyrir allt og slá ryki i augu alheimsálitsins með hverri yfirlýsingunniannarri fáránlegri. Jafnvel erlendir gestir hafa ekki getað verið óhultir fyrir morðfýsn Amins. Mönnum er ekki enn úr minni þáttur Amins i flugráni Palestinuskæruliða, sem héldu á Entebbe-flugvellinum 100 Gyðingum i gisl. Um heim allan fögnuðu menn, þegar israelskum vikingasveitum tókst aö frdsa

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 55. Tölublað (07.03.1979)
https://timarit.is/issue/248818

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

55. Tölublað (07.03.1979)

Aðgerðir: