Vísir - 07.03.1979, Blaðsíða 5
vTsm
Mibvikudagur 7. mars 1979.
:5
Nýr viðlegukantur i Sandgerðishöfn:
„Stillt eins og
í voskafati"
„Hér áður fyrr lá
alltaf við stórskemmd-
um i höfninni gerði
eitthvert veður en nú er
hér kyrrt eins og i
vaskafati”, sagði Alfreð
G. Alfreðsson sveitar-
stjóri i Sandgerði i sam-
tali við Visi.
A árunum 1974 til 1975 voru
byggðir um 1100 metra langir
varnargaröar i höfninni i Sand-
geröi og nú er veriö aö gera 90
metra langan viðlegukant inni í
höfninni.
Viðlegukanturinn veröur 24
metra breiöur og nýtist beggja
vegna þannig aö viðleguplássið
veröur samtals um 180 metrar.
Að sögn Alfreös veröur þessi
bryggja aöallega ætluö fyrir
stærri skipin, skuttogara og
«.3»» pi
Grjótgaröarnir sem verja höfnina eru um 1100 metra langir.
Vfsismyndir GVA
Alfreö G. Alfreösson sveitarstjóri meö likan af Sandgeröishöfn og
Sandgeröi.
loönuskip, og veröur hún hvort
tveggja fyrir löndun og viölegu.
A siöasta ári var unniö fyrir um
132 milljónir 1 höfninni viö dýpkun
og undirbúning viö bryggjuna. 1
ár verður unniö fyrir 100 milljónir
króna og er ráögert aö ljúka viö
aö setja niöur járnþil og fylla upp
i þannig að hægt verði aö taka
bryggjuna i notkun en það veröu-
aöbiöa betri tima aðsteypa þekj-
una.
Alfreö sagöi aö þaö væru allt aö
40 bátar sem lönduðu daglega i
höfninni þegar mest væri og væru
þetta bátar viösvegar aö. Aflan-
um væri keyrt i Garöinn, Keflavik
og jafnvel til Reykjavikur.
Höfnin i Sandgeröi lægi mjög
vel viö miöunum og munaöi þaö
t.d. Keflavikurbáta allt aö þrem
timum i róöri aö landa i
Sandgeröi i staö þess aö sigla
fyrir Skagann.
Alfreö sagöi aö næsta átak i
hafnarmálum á Sandgerði væri
að dýpka innsiglinguna þvi stærri
bátar þyrftu að sæta sjávarföllum
til aö komast inn i höfnina. Þegar
úr þvi leystist væri þetta orðiö
fyrirmyndarhöfn.
—KS
„Gott atvinnuástand"
— segir Jón Helgason formaður Verkalýðsfélags
Akureyrar
Ég sé ekki fyrir
mér neitt stórkostlegt
atvinnuleysi hér nema
það dragist meira sam-
an i byggingaiðnaðinum
vegna fjárskorts, en ég
lit björtum augum á at-
vinnuástandið i sam-
bandi við fiskvinnsluna,
"þvi það hefur aflast
meira en oft áður og er
yfirgnæfandi vinna,”
sagði Jón Helgason for-
maður verkalýðsfélags-
ins á Akureyri þegar
Visir bar undir hann
fréttir um yfirvofandi
atvinnuleysi á Akureyri.
Það atvinnuleysi sem er hér er
fyrst og fremst vegna stöðvunar-
innar hjá KJónsson og Co; þó er
eitthvað af því fólki að vinna enn
hjá honum. Mikiö af þeim starfs-
krafti sem þar hefur unniö er hús-
mæöur i hálfu starfi,” sagði Jón
Helgason.
„Þaö er alltaf samdráttur hér á
þessum tima,” sagöi Torfi Sig-
tryggsson varaformaöur
Trésmiöafélags Akureyrar.
Starfsmbnnum hjá Trésmiöjunni
Haga hefur veriö sagt upp en ég
hygg að það sé' meira varúöar-
raðstöfun en aö þaö sé varanlegt,
þvi fyrirtækiö hefur ekki gengiö
vel upp á siökastiö. Þaö hafa
komist her fjórir trésmiðir á at-
vinnuleysisskrá, en menn fengiö
vinnu fljótlega aftur þvi hér er
næg atvinna.
Hins vegar er þvi ekki að leyna,
að það er meiri samdráttur i
byggingariðnaði en venjulega og
fólk virðist hafa minna milli
handanna af peningum en áður.
Byggingafyrirtæki sem voru búin
að fá lóðir, hættu við að byggja,
þvi þaö fengust ekki kaupendur.
Þá á húsgagnaiönaöurinn hér i
bænum erfitt uppdráttar og er
raunverulega i kreppu vegna inn-
flutningsins. Við vorum hér meö
tvö stór húsgagnafyrirtæki eins
og kunnugt er, Valbjörk og Eini ,
en þau lögðu upp laupana vegna
þessa, ” sagði Torfi.
— JM
C-vítamin-
grein var úr
fréttabréfi
Grein Elinar ólafsdóttur um C-
vitamin, sem birt var i Visi i
fyrradag, var fyrst birt i Frétta-
bréfi um heilbrigöismál, sem
Krabbameinsfélag tslands gefur
út, i desemberhefti 1978. Þess var
ekki getiö meö greininni I Visi, og
biöst blaöiö velviröingar á þvi, en
rétt er aö geta þess, aö greinin
var birt meö leyfi höfundar.