Vísir - 07.03.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 07.03.1979, Blaðsíða 11
vísm Miövikudagur 7. mars 1979. 11 Ríki Afriku hafa yfir- leitt nokkuð takmörkuð áhrif á heimspólitikina. Nýtilkomin undantekn- ing frá þessu er Nigeria sem menn eru sam- mála um að sé eitt mikilvægasta riki Afriku og sem á næstu árum getihaft töluverð áhrif útfyrir sina land- steina. Astæðan er einfaldlega oliu- framleiðsla. Nigeria er stærri en Frakkland og Vestur-Þýska- land samanlögð og ibilar, þar eru 80 miiljónir Þjóðarfram- leiðslan er meiri en í öllum öðr- um rikjum Vestur-Afriku sam- anlagt. Frá árinu 1973 hefur Nigeria þénað 37,5 milljarða dollara á oliusölu, en það þýðir ekki að lif- ið þar sé dans á rósum. Landið þjáist af sömu vaxtaverkjum og önnur oli'uútflutningsriki þriðja heimsins. Eftir þrettán ára herstjórn sem kom i kjölfar hins blóðuga borgarastriðs i Biafra, á nú aft- ur að koma á borgarastjórn i landinu, á þessu ári. NIGERIA: Astæðan fyrir þessum mikla ójöfnuði er að Bandarikin fá þrjátiu prósent af oliu sinni frá Nigeriu og er það meira en frá nokkru öðru oliuframleiðsluriki nema Saudi-Arabíu. Þetta „oliusamband” er orðið enn mikilvægara eftir bylting- una í Iran. Skorti sveigjanleika Það er ekki alveg samkomu- lag um hvernig á að haga við- skiptum landanna. Bandarikin vilja að Nigeria kaupi meira af bandariskum vörum. Nigeria vill aftur að bandarisk fyrirtæki fjárfesti meira i' landinu. Bandarisk fjárfesting er nú ekki nema 335 milljón dollarar sem er ekki mikið miðað við vaxtamöguleika landsins. Ni- geriumönnum er þvi mjög um- hugað um að fá bandarisk fjöl- þjóðafyrirtæki innfyrir landa- mærin. Þrátt fyrir geysilegar tekjur af ohusölu lá viðneyðarástandi i efnahagsmálum landsins á sið- asta ári. 1 ársbyrjun 1978 var um tíma meira framboð en eftirspurn á oliumarkaðinum. Nigeria héltfast viðsitt oliuverð og innflutningur á allskonar lúxusvörum fór upp úr öllu valdi. Þegar eftirspurnin eftir oliu frá landinu minnkaði um tutt- Nigerla fær 90% gjaldeyristekna sinna meö oliusölu. Efnahagsvandi auðkýfingsins Oliusambandið Bandarikin fylgjast vel með þvi sem er að gerast i Ni'geríu. Ein ástæðan er sú að Nigeria er i fararbroddi þeirra rikja sem eruaðreyna aðsteypa stjórnum hvitra manna i Ródesiu og Suð- ur-Afriku. önnur ástæðaer sú að Nigeri'a er að verða mjög mikilvægur viðskiptaaðili Bandarikjanna. Það var þvi ekki bara fyrir kurteisissakir sem Carter, for- seti, hafði þar viðkomu áheims- reisu sinni i mars siðastliðnum. Bandariskir og nigerskir efnahagssérfræðingar hafa út- búiðskyrslu um hvernig hægt sé að bæta diplomatískt samband landanna og auka viðskipti þeirra. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir báða og ekki sist fyrir bandariska risann. Viðskipta- jöfnuður Bandarikjanna við Nigeriu er óhagstæður um sex milljarða dollara og stendur að- eins Japan Nigeriu „framar” i þeim efnum. ugu og fimm prósent var þvi vá fyrirdyrum. Það er einsogmeð fiskinn hér á Islandi, niutiu pró- sent af erlendum gjaldeyris- tekjum Nigeriu eru fengnar meðoliusölu ogfjárlögin eruað þrem fjórðu grundvölluð á henni. Stjórn landsins sá framá hrun og allskonar ráðstafanir voru gerðar til sparnaðar og endur- bóta. Oliuverð var og lækkað i flýti. Oliuframleiðslan hefur smámsaman verið að vaxa aft- ur slðan, en þessi skortur á sveigjanleika i verðlagningu oliunnar getur orðiö dýrkeypt- ur. Dýr skuldseigla Jafnvel áður en vandræðin sköpuðust vegna ósveigjanleik- ans höfðu Nigeriumenn rekið sig á að það er ekki nóg að eiga milljarða lesta af oliu i jörðu. Það.er ekki lengur vegabréf inn i hvaða lánastofnun sem er. 1 fimm ára áætlun fyrir árin 1975-1980 var gert ráð fyrir að verja 69,3 milljörðum dollara til uppbyggingar I landinu (vegir, hafnir, o.s.frv.). Það kom fljót- lega í ljós að milljarða doUara vantaði upp á oliutekjurnar og lansfé til að hægt væri að standa við þetta. Nigeriustjórn leitaði til lána- stofnana viðsvegar um heiminn og vildi fá fimm mUljarða doll- ara lán á timabUinu 1978-1980. HingaðtU hefur ekki tekist að herja út nema 1,7 milljarða. Astæðan er einkum sú að Nigeria hefur afar slæmt orð á sér sem skuldseigt land. Það hefur heyrt til undantekninga ef lán hafa verið greidd á réttum tima. Sviknir samningar Þegar i ljós kom að láns- traustið var ekki eins mikið og við hafði verið búist var gripið til viðtækra sparnaðarraðstaf- ana. Meðal annars var innflutning- ur takmarkaöur svo hrikalega Stai. w”"‘- •*' Krá höfuöborginni, Lagos. að vöxtur hans fór úr 42.6 pró- . sentum niður i 0,4%. t september var svo rikis- kassinn nánast tómur og þá var tekiðtil við að segja upp samn- ingum og draga greiðslur á langinn. Frekar en viðurkenna að ekki væri tU gjaldeyrir til að standa viðsamninga reyndi seðlabanki landsins að vinna tima með þvi að finna „gloppur” I samning- um og umsóknum og neita á þeim forsendum að standa við gefin loforð. Þetta minnti menn ásements- hneykslið frá 1974-75. Þá voru pantaðarsextán milljónlestir af sementi en þegar til kom var hvorki til nægUegt fé til að greiða það né aðstaða til að skipa þvi á land. Um tima lágu tvöhundruð og sjötiu skip, fuU- hlaðin sementi fyrir akkerum undan strönd landsins. Fjölgun framleiðslugreina Það hneyksli og svo eínahags- aðgerðirnar á sfðasta ári hafa ekki beinlinis orðið til þess að auðvelda Nígeriu aðgang áð lánastofnumun. Og skortur á láúsfé getur haft mjög neikvæð áhrif á þróunar- áætlun stjórnarinnar, sem mið- ar að þvi að fjölga framleiðslu- greinum svo að landið verði ekki eins háð oliusölu. Fjölgun framleiðslugreina er mjög brýnt vandamál. Fyrr á árum flutti Nigeria út matvæli en árið 1976, og síðan, hefur þurft að flyja þau inn. A slðasta ári voru flutt inn matvæli fyrir einn og hálfan milljarð doUara. Það eykur enn vandann að landbúnaðarfram- leiðslan eykstekkium nema eitt prósent á ári en fólksfjölgun er hérumbil tvö og hálft prósent. Geysilegir möguleikar Það er þvi engin furða þótt Nigeria vilji fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta, koma með tækniþekkingu til landsins, og skapa atvinnutækifæri. Og þrátt fyrir allt sem hefur á gengið og þrátt fyrir erfiðleik- anasem eruframundan eru litl- ar likur til annars en fyrirtækin fáist til að koma. Nigeria er stórt land og þar eru geysileg náttúruauöævúÞar er þvi framtíðarmarkaður sem með skynsamlegri stjórnun á eftir að veröa milljarða dollara virði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.