Vísir - 07.03.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 07.03.1979, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 7. mars 1979. Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfö Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, óll Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Por- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Haf- steinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og sxrifstofur: Askrift er kr . 3000 á mánuöi innan- Siðumúla 8. Simar 84611 og 82260. lands. Verö i lausasölu kr. 150 eintakið. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur. Prentun Blaöaprent h/f Snuðrið í skólunum sé stöðvað Ásíðustuárum hefur komiðí Ijós, að full þörf er á því, aðsettar séu í lög ákveðnar reglur um heimildir til rann- sókna innan skólakerf isins, er varða skoðanir, einkalíf og heimilishagi skólanemenda. Það er engin ástæða til, að næstum hver sem er, geti undir yf irskini vísindalegra rannsókna ruðst inn í skól- ana með hvers kyns spurningalista, er varða einkamál- efni nemendanna. Og það er heldur engin ástæða til að setja kennara og skólastjóra í þann vanda að meta það, hvort eðlilegt sé að veita leyf i til slíkra kannana í hvert skipti, sem leyfis er leitað. Flestir skólamenn eru sjálf- sagt andvaralausir fyrir þvi, að óhlutvandir aðilar séu að reyna að smygla sér inn í skólastofnanir til þess að snuðra um einkahagi nemenda og fjölskyldna þeirra. Þeir eiga sér ekki ills von. Frumvarp Ragnhildar Helgadóttur alþingismanns um breytingu á grunnskólalögunum, sem m.a. miðar að því að vernda friðhelgi einkalífs er af þessum sökum meðal þörfustu mála, sem flutt hefur verið á Alþingi í vetur. I frumvarpi Ragnhildar er ráð fyrir því gert, að varði rannsókn, sem fram fer innan skólanna, einkahagi nem- enda, skoðanir þeirra, heimilishagi þeirra, hagi forráða- manna nemenda eða annarra, þurf i til að koma sérstakt leyf i forráðamanna nemendanna, sem að sjálfsögðu eru í langflestum tilvikum foreldrar nemenda. Rökin fyrir slíkri reglu eru í sjálfu sér einföld. Sam- setning spurningalista, sem lagður er fyrir tiltölulega litinn hóp, gerir það sáraauðvelt fyrir þá, sem eitthvað þekkja til nemendanna, að þekkja úr svör einstaklinga innan hópsins. Það er líka rétt, sem Ragnhildur Helga- dóttir bendir á í greinargerð með frumvarp sínu, að ástæðulaust og rangt er, að nemendur séu hafðir til fræðirannsókna án vitundar og samþykkis forráða- manna þeirra nema sérstaklega standi á. Er svo sem alveg óhætt að taka dýpra í árinni og segja, að full ástæða sé til að sporna gegn því, að ýmsir aðilar, sem vaða uppi með alls kyns svokallaðar ,,fræðirannsóknir" leiki lausum hala innan skólakerf isins, hvort sem stúss þeirra miðar í raun og veru að óeðlilegu snuðri um einka- hagi fólks eða að því að skapa sjálf um sér verkef ni sem engin þjóðfélagsleg þörf er fyrir. Með þeim tillögum, sem felast i f rumvarpi Ragnhildar Helgadóttur, er á engan hátt lagður steinn í götu eðli- legrar rannsóknarstarfsemi. Það er því í hæsta máta undarlegt, hve ofsafengin andstaða ýmissa rauðliða jafnt innan Alþingis sem utan hefur orðið gegn frumvarpinu. Vekur það vissulega grunsemdir um, að þeim gangi eitthvað f leira til en um- hyggja fyrir frjálsri rannsóknarstarfsemi. Þessi við- brögðsýna meðöðru, að full ástæða er til þess fyrir alla, sem vilja styrkja friðhelgi einkalífsins, að stuðla að framgangi frumvarpsins. Annaðatriði f rumvarpsins, sem ekki hef ur síður vakið upp ramakvein frá hinum rauðu ofsatrúarmönnum, er það ákvæði, að í skólastarf i skuli forðast einhliða áróður m.a. um þjóðfélagsmál. Miðar þetta að því að sporna gegn pólitiskum áróðri í skólum landsins. Svo mörg og ósvifin dæmi eru um áróðursstarfsemi harðlínumanna til vinstri jafnvel innan yngstu árganga í skólunum, að full ástæða er til þess að setja skorinort lagabann við starfsemi af þessu tagi. VÍSIR SKÝRSLA ÞJÓÐHAGS STOFNUNAR Ulili OLÍUVERÐSHÆKKANIR: „VERULEGUR HLUTI HÆKKANANNA VERÐ- UR LANGVARANDI" •HÆKKUNIN 100% TIL 150% •FER BENSÍN- LÍTRINN í 226 KRÓNUR FYRIR APRÍLLOK? „Markaðsverö á oliu 1 Hotterdam sem ræður innflutn- ingsverði til tsiands var i febrúar 1979 100% til 150% hærra en að meðaltaii 1978. Vonir standa til að verðið hækki þegar á áriö lfður en við því er að búast að verulegur hluti hækkunarinnar verði iang- varandi”, segir f greinargerð frá Þjóðhagsstofnun sem samin var aö tilhlutan rfkisstjórnarinnar um hækkun oliuverösins og áhrif hennar á þjóðarbúskapinn. Þjóðhagsstofnun leggur til að til eftirfarandi ráðstafana verði gripið til að bregðast viö oliu- verðshækkununum. Olíuvið- skiptasamningar verði endur- skoðaðir gert verði átak i orku- sparnaði, verðlagning á oliu innanlands stuðli að orku- sparnaði, sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að Utgerö verði gert kleift að risa undir hækkun- um, verðbótum á laun verði breytt og skattlagning rlkisins á oliu endurskoðuð. t greinargeröinni kemur fram að bensinlitrinn gæti farið i 266 krónur fyrir aprillok. Rotterdam markaður- inn Innflutningsverð á oliu til tstands miðast i aðalatriðum við skráð markaðsverö i Rotterdam. Viðskipti sem um þennan markað fara eru i raun li'tiö brot af oli'uversluninni i heild. Þannig geta tiltölulega litlar breytingar 1 heildarframleiðslu og eftirspurn valdið stórfelldum breytingum. t skýrslunni segir at torvelt sé að spá um framvindu þessara mála á næstunni en flest bendi þó til að verðið i Rotterdam muni lækka þegar líður á vorið og kuldakasti I Evrópu linni og ekki sist ef útflutningur á oliu komist i eðlilegt horf i tran. Raunar hefur gasoliuverð nú á allra siðustu dögum lækkað veru- lega frá þvi sem það fór hæst. Þó það sé talsvert hærra en það var er hækkanir hófust. Um miðjan febrúar var svo. komið að bensinverð I Rotterdam var 133% hærra i dollurum en þaö var i fyrra, gasoliuverð 187% hærra og svartoliuverð 44%. Áhrif á þjóðartekjur Innflutningur á oliuvörum til tslands á siðasta ári nam 22,6 milljörðum króna reiknað á núgildandi gengi. I þjóðhagsspá var gert ráð fyrir að veröiö hækkaði um 6-7% i erlendri mynt. Þannig var reiknað með þvi aö innflutningur árið 1979 yrði nálægt 24,2 mill- jörðum. Miðað við verðiö i Rotterdam i febrúarbyr jun yrði þessi kostnaður nálægt 43 milljörðum á þessu ári. Miðað við miðjan febrúar yrði skellur þjóöarbúsins 35 milljarðar en sé miðað vit verðið 23. febrúar er kostnaðar- aukinn 28 milljarðar króna eöa sem nemur 12% af vöruútflutn- ingi landsmanna. Búastmá við að viðskiptakjörin rýrni um 7-8% á árinu vegna oliu- verðshækkananna og skerðing þjóðartekna verði ekki undir 1 1/2-2% oger þá mitað viðað verð- ið lækki verulega frá skráning- unni um miðjan febrúar þegar á áriö liður. Verð og verðlagning t samningum við Sovétrikin er verð á oliu og bensini miðað við íðalskráningu f.o.b.-verðs i 'V . « . j. * Það má búast við þvl að biðraðir verði langar á bensinstöðvum rétt áður en benslniitrinn hækkar I 226 krónur. Rotterdam á þeim degi sem lest- un hvers farms lýkur. Nýja olíuverðiö sem tók gildi hér 23. febrúar s.l. var ákveðiö á grundvelli innkaupsverðs þeirrar oliu sem til var I birgðum I land- inu. 1 töflunni um hugsanlegt verð á bensini og olium er reiknaö með óbreyttum álagningar- og ska ttlagningareglum og verðákvörðun i april næstkom- andi. Gasoliuverð ogbensinverðhafa þannig þegar nær tvöfaldast á einuári og gasoliuverð gæti orðið þrefelt á næstunni ef ekki verður frekari og varanlega lækkun á verði i Rotterdam. Viðbrögð 1 skýrslunni er bent á nokkrar leiðir til að draga úr áhrifum þessara verðhækkana. Þar er m.a. bent á að hægt sé að fá betri nýtingu eldsneytis með stillingu tækja. Hægt væri i sumum tilvikum að skipta yfir i ódýrari orkugjafa, úr gasoliu yfir i svartoliu, til dæmis á fiskiskipum. Skipti á innlendum orkugjafa fyrir innfluttan kæmi til greina og loks er bent á al- mennar ráðstafanir svo sem bætta einangrun húsa. landinu sé oliuverðið á innan- landsmarkaði áhrifarikasta tækið. Þannig sýnist ótvirætt nauðsynlegt að oliuverð á innanlandsmarkaði sýni raun- verulegan kostnað þjóðarbúsins en sé ekki greitt niður. Áhrif oliuverðshækkan- anna Um fjórðungur þjóðarinnar notar nú oliu til húsahitunar. Fari gasoliuliterinn i 100 krónur verður oliukostnaður á mann um 105 þúsund krónur vegna kynd- ingar á ári á móti um 23 þúsund krónur á mann miðað við taxta Hitaveitu Reykjavikur. Hækkun á verði gasoliu úr 57,70 kr. á líter I 6890 krónur veldur um 2ja milljarða króna kostnaðar- auka hjá fiskiskipaútgerð á heilu ári. Fari litrinn af gasoliu i rúmar 99 krónur og bensinlitrinn i 266 krónur fyrir aprillok má ætla að oliuverðshækkunin valdi 1 1/2-2% hækkun á vísitölu framfærslu- kostnaðar frá febrúar til mai 1979 og 1/2% til viðbótar fram til ágústmánaðar. t skýrslunni er að lokum gerð grein fyrir tekjum rikisins af oliu- verðshækkununum og kemur þar fram að þær eru áætlaðar um 500 A það er einnig bent að ef til 1.500 milljónir nettó. hvetja eigi til orkusparnaðar i —KS Meðalinnkaupsveró seldrar olíu 2 febrúar 15. februar 16. februar 23. februar á Islandi 1978 1979 1979 1979 1979 Benzln 145,61 282,50 310,00 340,00 335,00 Gasolía 122,62 247,50 325,50 352,50 284,00 Svartolía 78,53 98,50 108,50 113,00 108,00 F.o.b.-verö I dollurum á tonn I Rotterdam Verð Verð D®11 1 D»!I 2 EKMI 3 I I Verð Verð m.v. Rotterdam upphafi upphafi frá 1978 1979 23/2/79 7.feb. - 16.feb. 23. febrúar 1. Gasolla til húsahitunar og fiskiskipa (án sölu- skatts) pr.lítra 34,50 57,50 68,90 99,20 130,80 110,00 2. Gasolía til annarra nota (meó söluskatti) pr. lltra 3. Svartolía pr. tonn 4. Benzín pr. lítra 41,40 25.800 69,00 39.000 r?) 82,70 40.500 119,00 48.000 113,00■L, 181,OOz; 205,003)266,00‘*; 286,004) 283,OO' i4) 157,00 53.000 51.500 n«> 1) Vegagjald af benzíni kr.36,50 pr.lítra. 2) - 48,40 - 3) - - - 59,22 - 4) - 63,30 - Þessi tafla sýnir þær verðbreytingar sem oröið hafa og i vændum kunna aö vera

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.