Vísir - 14.05.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 14.05.1979, Blaðsíða 9
9 Mánudagur 14. maf 1979 Mismunur á skattheimtu í Bandaríkjunum og álslandi: Skattheimta í Bandaríkjunum 11,50 kr. á hvern bensínlítra - en hér á landl er hún 143 krðnur „Við lindirnar er olian ódýrari en leðja”, segir i grein i nýjasta hefti Time frá 7. mai s.l., þar sem gerð er grein fyrir hvernig bensinverð til neyt- enda er samansett i Bandarikjunum. í greininni kemur fram að olian hækkar um 7þúsund prósent frá þvi hún kemur úr borholunum og þar til hún er hreinsuð og seld sem bensin á bila. Islendingar láta sér þó fátt finnast um bensinverö i Bandarikjunum, þvl aö eins og Vlsir hefur skýrt frá er inn- kaupsverö á bensini hér hærra en vltsöluverö I Bandarlkjunum og erum viö meö hæsta bensln- verö i heimi! En lltum fyrst á samsetningu bensínverös þar vestra. 1 Time- greininni er sagt aö kostnaöur viö olluborun I Saudi-Arabiu og flutningur til hafna viö Persa- flóa sé minni en eitt sent á gallon eöa sem svarar 87 aurum Islenskum á hvern lltra. Frá höfn I Persaflóa er hver tunna af hráoliu seld á 14,55 dollara. I hverri tunnu eru 159 lltrar, þannig aö hver litri er á 30,35 krónur..Og þaö er saudi- arabiska stjórnin, sem hiröir ágóöan eöa mismuninn. Þaö kostar siöan um 2,60 krónur aö flytja hvern lltra meö skipi til Bandarlkjanna. Hreinsunarstöövarnar borga um 15,80 dollara fyrir tunnuna eöa um 33 krónur á hvern lltra. Raunverulega greiöa þeir þó ekki nema 14,30 dollara vegna þess, aö þaö er sérstakur verö- jöfnunarsjóöur, sem jafnar veröiö milli innfluttrar ollu og ollu framleiddri I Bándarlkjun- um. Þannig greiöa hreinsunar- stöövarnar I raun ekki nema um 29.80 krónur fyrir lltrann. Strangar verðlagshömlur Vegna strangra verölags- hamla I Bandaríkjunum kostar tunnan af hráollu, sem er framleidd innanlands, 9,45 doll- ara. Þaö var eitt af fyrstu verk- um Carters Bandarlkjaforseta I embætti slnu aö setja þak á ollu- veröiö. Veröi þakinu aflétt, seg- ir I Time-greininni, mun velta ollufélaganna aukast um 13 billjónir dollara á næstu 28 mánuöum, miöaö viö 14,55 doll- ara heimsmarkaösverö á tunnu. Eftir aö ollan hefur fariö i gegn um hreinsunarstöövarnar hefur bæst viö hvern lltra um 17.80 krónur, sem er kostnaöur viö hreinsun, auglýsingar og dreifingu. Nú er benslniö tilbúiö til sölu og komiö aö rlkinu aö fá eitt- hvaö I sinn hlut. Þaö tekur um 11.50 krónur I skatt af hverjum lltra og segir Time aö þaö sé mjög hörö skattheimta á þeirra mælikvaröa. Loks leggja bensinstöövarnar 8.50 krónur á hvern lltra og þá hafa allir fengið sitt og neytand- inn borgar rétt tæpar 68 krónur A þessari skýringamynd sést hvernig verö á bensini er samansett IBandarOcjunum. Einnig er sýnt hvaO hver fsr I sinn hlut af veröi á olfu til húshitunar. á hvern lltra en þaö er meöal- veröiö I Bandarlkjunum. Margfalt meiri dreifingarkostnaður En hvernig er verömyndun á benslni hér heima á Islandi? Sem kunnugt er kaupum viö mestalla oliu okkar frá Sovétrlkjunum, en innkaups- veröiö er miöaö viö markaös- verö á Rotterdammarkaöi 'hverju sinni. Gangandi I átt aö bensinstöö meö tóman bensinbrúsa I hendi er þessi maöur dæmigeröur fyrir ástandiö I bensinmálum landsmanna. Þegar fyllingin kostar yfir 10 þúsund krónur, er ekki látiö á tankinn fyrr en komiö er á siöasta snúning. Vfsismynd JA. Ollan á Rotterdammarkaöinn kemur viös vegar aö úr heimin- um og er ekki bundin viö OPEC rlki. Eins og aö framan greinir er verö á hráollu á hvern litra um 30 krónur. Bensinveröiö I Bandarlkjunum meö dreifingarkostnaöi er rétt tæpar 48 krónur á litra, áöur en skatt- ar eru iagöir á. Benslnlitrinn á tslandi kostar nú 256 krónur. Veröiö skiptist þannig aö innkaupsverö er 74,70 krónur (sif verö), opinber gjöld 143,21 krónur, dreifingakostnaö- ur 27,20 krónur, veröjöfnunar- gjald 3,55 krónur, innkaupa- jöfnunarsjóöur 7,34 krónur. Opinberu gjöldin skiptast þannig I megindráttum aö tollur er 36,91 króna, vegagjald 59,22 krónur, landsútsvar 2,84 krónur og söluskattur 42,67 krónur. Þegar borin er saman skatt- heimta I Bandarlkjunum og Islandi á benslni sést, aö hér borga menn I skatt um 143 krón- ur af hverjum lltra en I Bandarlkjunum borga menn um 11,50 af hverjum lítra og þykir mikið. Einnig er athyglisvert aö bera saman kostnaö viö dreifingu hér og I Bandarlkjunum. Þar kostar hreinsun, dreifing og auglýsing og allur kostnaöur viö heildsölu 17,80 krónur en hér er dreif- ingarkostnaður, frá inn- flutningshöfn 27,20 krónur. Hér þarf þó aö taka inn I dæmiö flutningskostnaö meö skipum til landsins, en til samanburöar er hægt aö nefna aö flutnings- ' kostnaöur á lítra af hráollu frá Persaflóa til Bandarikjanna er 2,60 krónur. —KS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.