Vísir - 14.05.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 14.05.1979, Blaðsíða 11
n vísm Mánudagur 14. mal 1979 ISLENSKRR SKIPASMIBR- SlOOVAR EKKI FULLNÝTTAR - meðan fimm skip eru í smíðum erlendis fyrir Islendinga Á árinu 1978 voru skrásett hér á landi 24 ný skip og bátar samtals um 7.152 brúttólestir. Þar af voru 1.400 brúttólestir smíðaðar hér innanlands. Þessar upplýsingar koma fram i áiyktun Félags dráttar- brauta og skipasmiðja um nýsmiði skipa. I ályktuninni kemur fram aö smlöastöðva sé um þaö bil 200 framleiöslugeta Islenskra skipa- brúttólestir á ári, þannig aö ljóst Þar segir að á siðasta ári hafi verið lokið við smiði 12 skipa og báta hérlendis eða einu fleira en smiðað var hér á landi á árinu 1977, en það ár höfðu ekki verið smiðuð jafn fá skip og bátar hérlendis siðan 1968. sé aö töluvert skorti á aö hún sé Á þaö er bent aö um slöustu fullnýtt. áramót hafi veriö fimm skip I smíðum erlendis fyrir Islend- inga, samtals rúmlega 1800 brúttólestir. A sama tlma þurfi þeir sem vilja fá skip smlöuö innanlands aö heyja haröa bar- áttu fyrir þvl aö fá smíöasamn- inga samþykkta. - KS Doktor Halldór Armannsson varði rltgerö í Englandi doktors- Halldór Arniannsson hefur var- iö doktorritgerö sina viö Southamptonháskóla I Englandi og fjallar hún um efnagreiningu á nokkrum spormálmum, sem valda mengun á umhverfi raanna. Ritgeröin nefnist „Analytical Geochemical Studies on Cadmi- um and Some Other Trace Metals in Estuarine and Coastal Environments.” Andmælendur voru dr. R.Chester frá Liverpool- háskóla og dr. P.J. Williams frá Southamptonháskóla, en verkið var unniö undir handleiöslu dr. J.D. Burtons. Halldór er fæddur 3. október 1942, sonur hjónanna Armanns heitins Halldórssonar, skóla- stjóra og Sigrúnar Guöbrands- dóttur, kennara. Frá ársbyrjun 1977 hefur Halldór starfaö viö jaröhitadeild Orkustofnunar. Hann er kvæntur Halldóru Margréti Skúladóttur og eiga þau þrjú börn. sg íslendlngar í nám tii Norðurlanda Reykjavlkurdeild Norræna félagsins efnir til fundar I Nor- ræna húsinu mánudaginn 14. maí kl. 20.30 til að kynna náms- möguleika I framhaldsnámi á Noröurlöndum. Þá veröa kynntir styrkjamöguleikar við sllkt nám, lýöháskólarnir og styrkveitingar til þeirra, er þar stunda nám, at- vinnumöguleikar á Norðurlönd- um, ódýrasti feröamáti til Noröurlanda og hætturnar. sem mæta ungu fólki I stórborgum. Félagið hefur sinnt töluvert unga fólkinu innan sinna vé- banda. Meðal annars með þvl aö aöstoöa það við vistun á lýöhá- skólum á Noröurlöndum og hefur félagiö haft milligöngu um styrk- veitingu til þess. — JM • . rðamöguleikar í júnímánuði . . . . . ::>»>>>»» ■ >>>>>>:|>> :;>>>>>:;>: XCosta del Sol ^ 1,8,22/6 og síðan vikulega Vönduð, örugg og ódýr ferð á þennan sívinsæla ferðamannastað. Fjöldi fróðlegra og skemmtilegra skoðunarferða, m.a. þriggja daga Afríkuferð. >' >>::':>::: ':>>> >>;■ # Júgóslavía-Portoroz ÆKM 3, 24/6 og síðan vikulega Portoroz er einn þekktasti og vinsælasti baðstrandarstaður Júgóslavíu. öll hugsanleg þægindi og heilsuræktarstöðin sérstaklega opin fyrir farþega Samvinnuferða. ^ Jamaica 5/6 Nýr og stórglæsilegur ferðamöguleiki fyrir fslendinga. Suðrænn sjarmi ásamt þvi sem ströngustu kröfum nútíma ferðamannsins er fullnægt. Verðið ótrúlega hagstætt. mm :>>. .;x;:;>::’:::';-;>> >: ,.:>>. :.>• Malta - Kaupmannahöf n JL. 2/6 1/2 mánaðardvöl á Möltu og siðan vikudvöl i danskri sveita- og bað- strandarsælu, aðeins steinsnar frá hjarta Kaupmannahafnar. Frábær ferð fyrir fjölskyldur eða hópa. 11/6 Einn fallegasti og sérkennilegasti ferðamannastaður í Norður-Evrópu. Kynnist hinu ómengaða þjóðlifí fra og njótið um leið þeirra ferðamöguleika sem þeir bjóða upp á. Frægar borgir ífimm löndum 3/6 Stórkostleg ferð í lúxusgóðum langferðabílum um frægar borgir í fímm löndum. M.a. eru sóttar heim borgir eins og Innsbruck, Munchen, Zurich og Feneyjar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.