Vísir - 28.04.1979, Side 6

Vísir - 28.04.1979, Side 6
Laugardagur 28. april 1979 6 En hefði hann farið að syngja... Markgreifinn af Pélier á Britagne, Marie-Augustin, sat i fangelsi i fimmtiu ár. Glæpurinn? Jú, hann flautaði. Það var vor og árið 1786. Maria Antoinetta var aö fá sér sæti i leikhúsi, þegar hinn 22 ára gamli markgreifi flautaði. . Maria Antoniette tók þetta sem móðgun og lét handtaka aðals- manninn unga. Hann var svo ekki látinn laus fyrr en fimmtiu árum siðar eða árið 1836. Þá hafði Maria hin hörundssára legið i gröf sinni i 43 ár. Þannig verða menn rikir Frakki nokkur, Meynard að nafni, var rikasti landeigandi i Frakklandi á sinum tima. Hann borðaði þrisvar sinnum á dag i sextiu ár úr opinni skrif- borðsskúffu. Ef gestir komu I heimsókn lokaði hann skúffunni til að þurfa ekki að bjóða þeim að snæða með sér. Það eru takmörk fyrir öllu Frakkinn Jean Poqueren var dæmdur til dauöa fyrir auðgunar- glæp. Honum var sagt, er hann stóö við gálgann, að ef hrein mey væri reiðubúin að giftast honum, yrði hann látinn laus. Ung munaðarlaus stúlka meðal áhorfenda steig þegar fram og kvaðst reiðubúinn að giftast hon- um. Það væru ekki ýkjur að segja, að veslings stúlkan hafi verið ófrið. Jean Poqueren leit á stúlkuna, hristi hausinn og sagði: „Nei, þá kvænist ég heldur gálganum. Böðull gerðu skyldu þína”. Jean var hengdur þennan fagra vormorgun, 1234. Nokkrar ótrúlegustu sögur allra tlma Mesti slátrari allra tima Blóðþyrstasti þjóðhöfðingi allra tima er talinn vera Kinverjinn Chang Hsien-Chung. Chang var foringi ribbalda- flokks, sem náði yfirráðum yfir Szechuan héraði árið 1643. Á fimm ára valdaferli sinum lét hann drepa (að þvi talið er) meira en 40 milljónir manna. Stjórnlist Changs fólst aðallega i þvi að dæma alla til dauða, sem til náðist. Kinverskur samtima sagnfræðingur taldi upp fórnar- lömb Changs: 32.310 námsmeiin, 2.000 her- menn, 3.000 starfsmenn kvenna- búra, 27.000 Búddapresta, 600.000 Ibúa höfuðborgar hans, Chengtu, 280 eiginkonur sinar, 400.000 eiginkonur, dætur og systur her- manna sinna. Þegar hér var komið sögu var Chang orðinn leiður á þvi að draga fórnarlömb sin i dilka og lét hermenn sina æða um Szechuan héraðið og drepa alla sem til náðist. Með þeirri aðferð tókst honum að eyða 38 milljónum manna á stuttum tima. Þessi siðasta útrýmingarher- ferð var farin til að hefna þess, að Chang settist i runna sem stakk hann.en runninn var i Szechuan- héraðinu. Áreiðanlegur vinnu- kraftur Jean Theurel, sem bjó i Dijon i Frakklandi er Imynd hins áreiðanlega vinnukrafts. Hann I var hermaöur og tókst að stunda þann starfa á sautjándu, átjándu og nitjándu öldinni. Geri aðrir betur. Hann réðist til herþjónustu áriö 1699, þá 16 ára gamall. Þá áttu Frakkar i ófriði við Hollendinga. Næstu þrjátiu árin tók hann þátt I styrjöldum og bardögum er- lendis, barðist i Austurriki og Spáni. Theurel tók þátt I svo mörgum bardögum um ævina að hann hafði ekki tölu á þeim. Arið 1777 gerði Loðvik fjórtándi Theurel að kafteini en þá var hann orðinn 93 ára gamall. Það var ekki fyrr en árið 1802 að Theurel var leystur frá her- þjónustu þá 118 ára gamall. Hann lést 5 árum siðar. óhappafley Skoska skipið „The Hinemoa”, sem var smiðað árið 1890, er talið vera mesta óhappafley allra tima. A jómfrúrferð skipsins til Nýja Sjálands, árið 1892, létust fjórir skipverjar úr taugaveiki. Fyrsti skipstjórinn missti vitið, annar varð glæpamaður og endaði lif sitt I fangelsi, þriðji skipstjórinn varð alkóhólisti, sá fjórði skaut sig i hjartað, sá fimmti skaut sig gegnum munninn. Skipið lagðist á hliðina I sjöttu ferðinni en það tókst að rétta skipið við. 1 sjöundu ferðinni tók tvoskipverja út af skipinu og þeir drukknuðu. Arið 1908 strandaði skipið svo og eyðilagðist algerlega. Gætu veitt annað en fiska Fiskimennirnir i sjávarþorpinu Saint-Malo i Frakklandi eru skynugir menn. Fyrsta fisknum sem veiðist i upphafi hverrar ver- tiðar, er sleppt. En áður en hon- um er sleppt er hellt upp I hann hálfum potti af góðu hvitvini (fiskur og hvitvín fara vel saman). Hugmyndin er sú, að þegar fiskurinn kemur aftur i vatnið, hópast hinir fiskarnir að honum og finna vinlyktina út úr félaga sinum. Þá flykkjast fiskarnir að bátum veiðimann- anna og grátbiðja þá um að veiða sig. Einn fjórfaldur Lif þýska keisarans Karls IV. snerist að miklu leyti um töluna i nafninu hans. Hann át fjórum sinnum á dag. Hann átti og bjó i fjórum höllum. 1 hverri höll voru fjögur herbergi og á hverju þeirra. fjórar dyr. 1 herbergjunum voru fjögur borð og fjórir kertastjakar. 011 föt Karls voru fjórlit, hann talaöi fjögur tungumál og giftist fjórum sinnum. Vagn hans var dreginn af fjórum hestum. Máltiðirnar voru ætið fjór- réttaðar og með matnum drakk hann fjórar gerðir af vinum. Karl skipti landi sinu I fjóra hluta og hernum i fjögur fylki. Það voru fjórir læknar við hlið Karls fjórða er hann lá banaleg- una. Hann dó fjórum minútum yfirfjögur, 29. nóvember 1378, og hafði þá kvatt vandamenn sina fjórum sinnum. Töfrar stjórnmálanna Boston Curtis var valinn i full- trúaráð repúblikanaflokksins Ungur eftir aldri Feneyjabúinn Francisco Secardi Hongo varð með langlif- ari mönnum og var auk þess ungæðislegur fram I andlátið. Hann giftist fimm sinnum og átti 49 börn. Hann kenndi sér aldrei meins og augu hans og eyru voru næm eins og radarskermur alveg fram I and- látið. Er hann varð hundrað ára byrjaði grátt hár hans að dökkna aftur og þegar hann varð 112 ára dökknuðu augnbrýr hans og skegg. Hann varð konsúll Feney- inga á eynni Chios 115 ára gamall og ári siðar tók hann tennur. Francisco var ekki feiminn við að segja mönnum leyndarmálið, hvernig ætti að halda sér ungum. „Ég minnist ekki eins einasta dags i lifi minu, sem ég hef ekki átt náin samskipti við einhverja fallega unga stulku.” Hann dó árið 1704, 117 ára gamall. OTR0LEGT Hsatt bandariska árið 1938. Curtis var valinn sem fulltrúi borgarinnar Milton i Washington-fylki og fékk hann nauman meirihluta, munaði ekki nema 51 atkvæði á honum og næsta keppinaut. Og hvað er sérkennilegt við þetta? Svo sem ekkert, nema hvað Boston Curtis var múlasni . Borgarstjórinn i Milton bauð Curtis gamla fram, en borgar- stjórinn var demókrati. Hann vildi með þessu tiltæki sýna og sanna, að kjósendur væru yfirleitt ekki vel með á nótunum og væru kærulausir. Framboðsumsókn Curtis var undirrituð með hóffari og borgar- stjórinn undirritaði sem vitni. B GESTSAUGUM Telknarl: Krls Jackson

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.